Inn og úr tísku 4. ágúst 2004 00:01 Húðflúr fer reglulega inn og úr tísku þó að flúraður líkami sé vissulega einskonar lífstíll margra manna. Rokkarar og sjómenn hafa löngum verið þekktir fyrir að bera flúraðar myndir víðs vegar um líkamann en nú sjást allar stéttir þjóðfélagsins með húðflúr. Hjá kvenfólki hefur ökklinn verið vinsæll staður til að teikna á sól, blóm eða dreka og nú sér maður reglulega glitta í frumbyggjalegt munstur á neðra baki ungra kvenna. Húðflúr á sér langa sögu og fornleifafræðingar hafa rakið húðflúr aftur til 6.000 árum fyrir krist. Það voru aðallega konur sem báru húðflúr í Egyptalandi hinu forna en eftir að þessi skreytilist barst til Evrópu um 2.000 árum fyrir Krist, voru Rómverjar duglegir við þessa iðju svo og Keltar. Sagan segir að lyktin af efnum þeim sem voru notuð hafi verið svo slæm að skreytilistamenn til forna hafi allajafna þurft að búa utan þorpskjarna en það er sennilega úr sögunni nú. Margar þjóðir í dag iðka enn að skreyta líkamann ýmsum táknum til heilla guðunum, öndunum eða dýrunum, en nútímamaðurinn notar húðflúrið aðallega til skrauts. Hér á landi hafa nokkrir menn sérhæft sig í húðflúri eins og Helgi tattoo, Fjölnir tattoo Braga og Jón Páll tattoo. Við slógum á þráðinn til Jóns Páls skreytimeistara á húðflúrstofunni Studio 54 á Laugavegi 54. Að hans sögn eru vinsældir einlitu Tribal-flúranna farin að dala og litríkari tattoo að verða vinsælli. Hann tekur þó fram að að ekki sé um að ræða einhverjar litabókamyndir þar sem öllum litum ægi saman, heldur opnar og léttar útlínur með fáum litum en oft mörgum tónum af sama lit. Segir Jón Páll að þessi stíll sé mjög vinsæll í Bandaríkjunum og og sé nú í auknum mæli ryðja sér til rúms í Evrópu. Ástæðuna fyrir þessari auknu áherslu á liti segir hann að tækninni og gæðunum í greininni hafi fleygt svo fram á undanförnum árum að bókstaflega allt sé orðið hægt. Fólk sé því orðið djarfara í vali á líkamsskreytingum eins og þessar myndir úr smiðju hans sýna glögglega. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Húðflúr fer reglulega inn og úr tísku þó að flúraður líkami sé vissulega einskonar lífstíll margra manna. Rokkarar og sjómenn hafa löngum verið þekktir fyrir að bera flúraðar myndir víðs vegar um líkamann en nú sjást allar stéttir þjóðfélagsins með húðflúr. Hjá kvenfólki hefur ökklinn verið vinsæll staður til að teikna á sól, blóm eða dreka og nú sér maður reglulega glitta í frumbyggjalegt munstur á neðra baki ungra kvenna. Húðflúr á sér langa sögu og fornleifafræðingar hafa rakið húðflúr aftur til 6.000 árum fyrir krist. Það voru aðallega konur sem báru húðflúr í Egyptalandi hinu forna en eftir að þessi skreytilist barst til Evrópu um 2.000 árum fyrir Krist, voru Rómverjar duglegir við þessa iðju svo og Keltar. Sagan segir að lyktin af efnum þeim sem voru notuð hafi verið svo slæm að skreytilistamenn til forna hafi allajafna þurft að búa utan þorpskjarna en það er sennilega úr sögunni nú. Margar þjóðir í dag iðka enn að skreyta líkamann ýmsum táknum til heilla guðunum, öndunum eða dýrunum, en nútímamaðurinn notar húðflúrið aðallega til skrauts. Hér á landi hafa nokkrir menn sérhæft sig í húðflúri eins og Helgi tattoo, Fjölnir tattoo Braga og Jón Páll tattoo. Við slógum á þráðinn til Jóns Páls skreytimeistara á húðflúrstofunni Studio 54 á Laugavegi 54. Að hans sögn eru vinsældir einlitu Tribal-flúranna farin að dala og litríkari tattoo að verða vinsælli. Hann tekur þó fram að að ekki sé um að ræða einhverjar litabókamyndir þar sem öllum litum ægi saman, heldur opnar og léttar útlínur með fáum litum en oft mörgum tónum af sama lit. Segir Jón Páll að þessi stíll sé mjög vinsæll í Bandaríkjunum og og sé nú í auknum mæli ryðja sér til rúms í Evrópu. Ástæðuna fyrir þessari auknu áherslu á liti segir hann að tækninni og gæðunum í greininni hafi fleygt svo fram á undanförnum árum að bókstaflega allt sé orðið hægt. Fólk sé því orðið djarfara í vali á líkamsskreytingum eins og þessar myndir úr smiðju hans sýna glögglega.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira