Ferðast með börnin 4. ágúst 2004 00:01 "Ég ferðaðist mikið sem barn og man eftir því að hafa keyrt hinumegin á landið án þess að stoppa. Þá hossaðist maður í bílnum í níu klukkustundir og það var alveg hrikalegt," segir Þóra Sigurðardóttir, annar umsjónarmaður Stundarinnar okkar, en hún hefur mikið ferðast með börnum og hefur ráð undir rifi hverju um hvernig eigi að létta börnum langar bílferðir. "Mjög sniðugt er að taka með geisladiska og ekki gera þau mistök að hafa bara einn eða tvo því það getur kallað á sturlun hjá þeim fullorðnu að hlusta á sama efnið endalaust en svo er líka hægt að hlusta á barnaefnið í útvarpinu," segir Þóra. Jafnframt segir hún að hægt sé að fara í allskyns bílaleiki þar sem til að mynda hver farþegi velur sér tölustaf eða númer og svo er lesið af bílnúmerum og stig fást ef upp koma þau númer og stafir sem hafa verið valdir og slíkt hið sama sé hægt að gera með liti á bílum. Hún segir það jafn framt mikilvægt að stoppa reglulega en ekki endilega við sjoppur þar sem oft eru langar biðraðir og það eykur bara á andlega togstreitu. Best er að stoppa á einhverjum góðum stað þar sem hægt er að teygja úr sér og fá sér eitthvað að snarla og gott ráð er að hafa með hollt nesti og þá getur fjölskyldan sest öll saman út í guðsgræna náttúruna og snúið svo aftur í bílinn mett og sátt. "Það er nauðsynlegt að stoppa og fara úr bílnum ef ferðin er löng og jafnvel sniðugt að stoppa og fara í sund. Að sitja í bíl svona lengi eins og ég gerði í gamla daga er bara geðbilun," segir Þóra. "Ef það er verið að bjóða upp á snarl í bílnum þá skal varast að setja börnin á sykurtripp því það kallar bara á stórslys og klósettferðir á fimm mínútna fresti. Þess vegna er best að hafa nestið hollt," segir Þóra. Mikilvægt finnst henni að hafa börnin í þægilegum fötum og jafnvel hafa kodda svo þau geti hallað sér. Fyrir minni börnin er nauðsynlegt að sjá til þess að þau sjái vel út úr bílnum til að koma í veg fyrir leiða og bílveiki. "Ef þau fara að þreytast þá er mikilvægt að halda þeim við efnið og segja þeim til dæmis hvað sé bakvið næsta fjall svo þau geri sér grein fyrir lengd ferðarinnar og sjái fyrir endann á henni. Líka er sniðugt að hafa Vegahandbókina með og segja þeim frá merkum hlutum eins og hvar hafi verið bardagi eða eitthvað slíkt," segir Þóra. "Tímarnir eru breyttir en þegar ég var barn þá voru engir geislaspilarar eða barnaefni í útvarpinu. Ég man það að ég og systir mín bjuggum okkur hreiður í skottinu á Volvo station bíl fjölskyldunnar ægilega ánægðar með tilveruna en þá voru engin bílbelti í bílum og svo mátti ekki opna glugga því þá kom svo mikið ryk inn," segir Þóra hlæjandi. kristineva@frettabladid.is Ferðalög Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
"Ég ferðaðist mikið sem barn og man eftir því að hafa keyrt hinumegin á landið án þess að stoppa. Þá hossaðist maður í bílnum í níu klukkustundir og það var alveg hrikalegt," segir Þóra Sigurðardóttir, annar umsjónarmaður Stundarinnar okkar, en hún hefur mikið ferðast með börnum og hefur ráð undir rifi hverju um hvernig eigi að létta börnum langar bílferðir. "Mjög sniðugt er að taka með geisladiska og ekki gera þau mistök að hafa bara einn eða tvo því það getur kallað á sturlun hjá þeim fullorðnu að hlusta á sama efnið endalaust en svo er líka hægt að hlusta á barnaefnið í útvarpinu," segir Þóra. Jafnframt segir hún að hægt sé að fara í allskyns bílaleiki þar sem til að mynda hver farþegi velur sér tölustaf eða númer og svo er lesið af bílnúmerum og stig fást ef upp koma þau númer og stafir sem hafa verið valdir og slíkt hið sama sé hægt að gera með liti á bílum. Hún segir það jafn framt mikilvægt að stoppa reglulega en ekki endilega við sjoppur þar sem oft eru langar biðraðir og það eykur bara á andlega togstreitu. Best er að stoppa á einhverjum góðum stað þar sem hægt er að teygja úr sér og fá sér eitthvað að snarla og gott ráð er að hafa með hollt nesti og þá getur fjölskyldan sest öll saman út í guðsgræna náttúruna og snúið svo aftur í bílinn mett og sátt. "Það er nauðsynlegt að stoppa og fara úr bílnum ef ferðin er löng og jafnvel sniðugt að stoppa og fara í sund. Að sitja í bíl svona lengi eins og ég gerði í gamla daga er bara geðbilun," segir Þóra. "Ef það er verið að bjóða upp á snarl í bílnum þá skal varast að setja börnin á sykurtripp því það kallar bara á stórslys og klósettferðir á fimm mínútna fresti. Þess vegna er best að hafa nestið hollt," segir Þóra. Mikilvægt finnst henni að hafa börnin í þægilegum fötum og jafnvel hafa kodda svo þau geti hallað sér. Fyrir minni börnin er nauðsynlegt að sjá til þess að þau sjái vel út úr bílnum til að koma í veg fyrir leiða og bílveiki. "Ef þau fara að þreytast þá er mikilvægt að halda þeim við efnið og segja þeim til dæmis hvað sé bakvið næsta fjall svo þau geri sér grein fyrir lengd ferðarinnar og sjái fyrir endann á henni. Líka er sniðugt að hafa Vegahandbókina með og segja þeim frá merkum hlutum eins og hvar hafi verið bardagi eða eitthvað slíkt," segir Þóra. "Tímarnir eru breyttir en þegar ég var barn þá voru engir geislaspilarar eða barnaefni í útvarpinu. Ég man það að ég og systir mín bjuggum okkur hreiður í skottinu á Volvo station bíl fjölskyldunnar ægilega ánægðar með tilveruna en þá voru engin bílbelti í bílum og svo mátti ekki opna glugga því þá kom svo mikið ryk inn," segir Þóra hlæjandi. kristineva@frettabladid.is
Ferðalög Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira