Ferðast með börnin 4. ágúst 2004 00:01 "Ég ferðaðist mikið sem barn og man eftir því að hafa keyrt hinumegin á landið án þess að stoppa. Þá hossaðist maður í bílnum í níu klukkustundir og það var alveg hrikalegt," segir Þóra Sigurðardóttir, annar umsjónarmaður Stundarinnar okkar, en hún hefur mikið ferðast með börnum og hefur ráð undir rifi hverju um hvernig eigi að létta börnum langar bílferðir. "Mjög sniðugt er að taka með geisladiska og ekki gera þau mistök að hafa bara einn eða tvo því það getur kallað á sturlun hjá þeim fullorðnu að hlusta á sama efnið endalaust en svo er líka hægt að hlusta á barnaefnið í útvarpinu," segir Þóra. Jafnframt segir hún að hægt sé að fara í allskyns bílaleiki þar sem til að mynda hver farþegi velur sér tölustaf eða númer og svo er lesið af bílnúmerum og stig fást ef upp koma þau númer og stafir sem hafa verið valdir og slíkt hið sama sé hægt að gera með liti á bílum. Hún segir það jafn framt mikilvægt að stoppa reglulega en ekki endilega við sjoppur þar sem oft eru langar biðraðir og það eykur bara á andlega togstreitu. Best er að stoppa á einhverjum góðum stað þar sem hægt er að teygja úr sér og fá sér eitthvað að snarla og gott ráð er að hafa með hollt nesti og þá getur fjölskyldan sest öll saman út í guðsgræna náttúruna og snúið svo aftur í bílinn mett og sátt. "Það er nauðsynlegt að stoppa og fara úr bílnum ef ferðin er löng og jafnvel sniðugt að stoppa og fara í sund. Að sitja í bíl svona lengi eins og ég gerði í gamla daga er bara geðbilun," segir Þóra. "Ef það er verið að bjóða upp á snarl í bílnum þá skal varast að setja börnin á sykurtripp því það kallar bara á stórslys og klósettferðir á fimm mínútna fresti. Þess vegna er best að hafa nestið hollt," segir Þóra. Mikilvægt finnst henni að hafa börnin í þægilegum fötum og jafnvel hafa kodda svo þau geti hallað sér. Fyrir minni börnin er nauðsynlegt að sjá til þess að þau sjái vel út úr bílnum til að koma í veg fyrir leiða og bílveiki. "Ef þau fara að þreytast þá er mikilvægt að halda þeim við efnið og segja þeim til dæmis hvað sé bakvið næsta fjall svo þau geri sér grein fyrir lengd ferðarinnar og sjái fyrir endann á henni. Líka er sniðugt að hafa Vegahandbókina með og segja þeim frá merkum hlutum eins og hvar hafi verið bardagi eða eitthvað slíkt," segir Þóra. "Tímarnir eru breyttir en þegar ég var barn þá voru engir geislaspilarar eða barnaefni í útvarpinu. Ég man það að ég og systir mín bjuggum okkur hreiður í skottinu á Volvo station bíl fjölskyldunnar ægilega ánægðar með tilveruna en þá voru engin bílbelti í bílum og svo mátti ekki opna glugga því þá kom svo mikið ryk inn," segir Þóra hlæjandi. kristineva@frettabladid.is Ferðalög Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég ferðaðist mikið sem barn og man eftir því að hafa keyrt hinumegin á landið án þess að stoppa. Þá hossaðist maður í bílnum í níu klukkustundir og það var alveg hrikalegt," segir Þóra Sigurðardóttir, annar umsjónarmaður Stundarinnar okkar, en hún hefur mikið ferðast með börnum og hefur ráð undir rifi hverju um hvernig eigi að létta börnum langar bílferðir. "Mjög sniðugt er að taka með geisladiska og ekki gera þau mistök að hafa bara einn eða tvo því það getur kallað á sturlun hjá þeim fullorðnu að hlusta á sama efnið endalaust en svo er líka hægt að hlusta á barnaefnið í útvarpinu," segir Þóra. Jafnframt segir hún að hægt sé að fara í allskyns bílaleiki þar sem til að mynda hver farþegi velur sér tölustaf eða númer og svo er lesið af bílnúmerum og stig fást ef upp koma þau númer og stafir sem hafa verið valdir og slíkt hið sama sé hægt að gera með liti á bílum. Hún segir það jafn framt mikilvægt að stoppa reglulega en ekki endilega við sjoppur þar sem oft eru langar biðraðir og það eykur bara á andlega togstreitu. Best er að stoppa á einhverjum góðum stað þar sem hægt er að teygja úr sér og fá sér eitthvað að snarla og gott ráð er að hafa með hollt nesti og þá getur fjölskyldan sest öll saman út í guðsgræna náttúruna og snúið svo aftur í bílinn mett og sátt. "Það er nauðsynlegt að stoppa og fara úr bílnum ef ferðin er löng og jafnvel sniðugt að stoppa og fara í sund. Að sitja í bíl svona lengi eins og ég gerði í gamla daga er bara geðbilun," segir Þóra. "Ef það er verið að bjóða upp á snarl í bílnum þá skal varast að setja börnin á sykurtripp því það kallar bara á stórslys og klósettferðir á fimm mínútna fresti. Þess vegna er best að hafa nestið hollt," segir Þóra. Mikilvægt finnst henni að hafa börnin í þægilegum fötum og jafnvel hafa kodda svo þau geti hallað sér. Fyrir minni börnin er nauðsynlegt að sjá til þess að þau sjái vel út úr bílnum til að koma í veg fyrir leiða og bílveiki. "Ef þau fara að þreytast þá er mikilvægt að halda þeim við efnið og segja þeim til dæmis hvað sé bakvið næsta fjall svo þau geri sér grein fyrir lengd ferðarinnar og sjái fyrir endann á henni. Líka er sniðugt að hafa Vegahandbókina með og segja þeim frá merkum hlutum eins og hvar hafi verið bardagi eða eitthvað slíkt," segir Þóra. "Tímarnir eru breyttir en þegar ég var barn þá voru engir geislaspilarar eða barnaefni í útvarpinu. Ég man það að ég og systir mín bjuggum okkur hreiður í skottinu á Volvo station bíl fjölskyldunnar ægilega ánægðar með tilveruna en þá voru engin bílbelti í bílum og svo mátti ekki opna glugga því þá kom svo mikið ryk inn," segir Þóra hlæjandi. kristineva@frettabladid.is
Ferðalög Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira