Elskar japanskan mat 5. ágúst 2004 00:01 "Mér finnst alveg rosalega gaman að elda og það er eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri," segir Melkorka Þuríður Huldudóttir, söngkona í hljómsveitinni Brúðarbandið. Melkorka skellti sér í vikufrí um daginn til Tókýó, höfuðborg Japans, með kærastanum. "Mér finnst japanskur matur algjört æði og alveg rosalega góður. En ég skildi samt ekkert í Japan og allir matseðlarnir voru á japönsku og því benti ég bara á eitthvað á matseðlinum og prófaði alls kyns mat. Einn daginn var ég að borða súpu og var næstum því búin að klára hana. Þá fann ég eitthvað skrýtið í botninum og það var frekar viðbjóðslegt. Ég komst nú aldrei að því hvað það var og kannski er það bara ágætt. Svo smakkaði ég meðal annars hráan smokkfisk í sushi. Hann er harður og viðbjóðslegur. Það var ekki nógu gott," segir Melkorka. "Það var líka svolítið spes í Japan að það voru skálar með plastmat í gluggunum á veitingastöðunum. Þar gat ég skoðað það sem var á matseðlinum. Þar voru til dæmis plastrækjur og annað plast-sushi sem var rosalega flott. Það skilja líka fáir ensku þannig að með þessu var mjög auðvelt að benda á það sem ég vildi," segir Melkorka sem eldar þó ekki mikið af japönskum mat. "Ég er búin að vera í skóla svo lengi þannig að ég er orðin vön því að vera fátæk. Þannig er ég orðin mjög góð í því að elda mat úr ekki neinu. Ég elda bara úr því sem er til og því hef ég ekki prófað að elda japanskan mat." Það er nóg að gera hjá Brúðarbandinu, nýbúnar að gefa út plötu og eru að skemmta á ýmsum stöðum. Samt náði Melkorka að skreppa til Japan og sér aldeilis ekki eftir því. "Tókýó er alveg rosalega "cool" og flott borg. Ég ferðaðist ekkert annað í Japan því Tókýó er alveg nóg. Það er alveg brjálæðisleg borg." lilja@frettabladid.is Matur Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Mér finnst alveg rosalega gaman að elda og það er eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri," segir Melkorka Þuríður Huldudóttir, söngkona í hljómsveitinni Brúðarbandið. Melkorka skellti sér í vikufrí um daginn til Tókýó, höfuðborg Japans, með kærastanum. "Mér finnst japanskur matur algjört æði og alveg rosalega góður. En ég skildi samt ekkert í Japan og allir matseðlarnir voru á japönsku og því benti ég bara á eitthvað á matseðlinum og prófaði alls kyns mat. Einn daginn var ég að borða súpu og var næstum því búin að klára hana. Þá fann ég eitthvað skrýtið í botninum og það var frekar viðbjóðslegt. Ég komst nú aldrei að því hvað það var og kannski er það bara ágætt. Svo smakkaði ég meðal annars hráan smokkfisk í sushi. Hann er harður og viðbjóðslegur. Það var ekki nógu gott," segir Melkorka. "Það var líka svolítið spes í Japan að það voru skálar með plastmat í gluggunum á veitingastöðunum. Þar gat ég skoðað það sem var á matseðlinum. Þar voru til dæmis plastrækjur og annað plast-sushi sem var rosalega flott. Það skilja líka fáir ensku þannig að með þessu var mjög auðvelt að benda á það sem ég vildi," segir Melkorka sem eldar þó ekki mikið af japönskum mat. "Ég er búin að vera í skóla svo lengi þannig að ég er orðin vön því að vera fátæk. Þannig er ég orðin mjög góð í því að elda mat úr ekki neinu. Ég elda bara úr því sem er til og því hef ég ekki prófað að elda japanskan mat." Það er nóg að gera hjá Brúðarbandinu, nýbúnar að gefa út plötu og eru að skemmta á ýmsum stöðum. Samt náði Melkorka að skreppa til Japan og sér aldeilis ekki eftir því. "Tókýó er alveg rosalega "cool" og flott borg. Ég ferðaðist ekkert annað í Japan því Tókýó er alveg nóg. Það er alveg brjálæðisleg borg." lilja@frettabladid.is
Matur Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning