Sælkeraverslun í Iðuhúsinu 5. ágúst 2004 00:01 Í nýja Iðuhúsinu í Lækjargötu hafa þær Kristín Ásgeirssdóttir og Guðbjörg Halldórsdóttir uppfyllt drauma sína og opnað sælkerabúðina Yndisauka. Verslunin er full af flestu því sem sannur sælkeri kann að þarfnast en maturinn er með spænsku, frönsku og ítölsku yfirbragði. Ostar og skinkur af bestu gerð, hágæða olíur og edik, frosið sjávarfang, framandi fuglar og sniglar eru meðal þess sem stöllurnar selja en einnig bjóða þær upp á veitingar fyrir veislur og mannfagnaði. Arndís, eigandi bókabúðarinnar á neðri hæð hússins var að skipuleggja starfsemi í Iðuhúsinu og bar hugmyndina að sælkeraverslun undir Guðbjörgu. Hún var meira en til og skömmu síðar var Kristín fengin í liðið og málinu hrint í framkvæmd. Stelpurnar hafa ólíkan bakgrunn, Kristín er smurbrauðsgerðarkona og kokkur en Guðbjörg einkaþjálfari og nuddari. Þær eiga það sameiginlegt að hafa óbilandi ástríðu á mat og eru sannfærðar um að hér á landi vantar meira úrval af sérvöru fyrir sælkerana. "Í útlöndum fer fólk til slátrarans til að kaupa kjöt og í ostabúðina að kaupa osta. Hér fer fólk í stórmarkaði því þar fæst allt. Þeir sem framleiða t.d. hágæða ólífuolíu vilja ekki selja vöruna sína í slíkum búðum því þar er ekki rétta þjónustan fyrir hendi. Kúnninn kaupir ekki litla flösku af ólífuolíu á tvö þúsund krónur ef hann hefur ekki hugmynd um hvers vegna hún er svona dýr," segir Kristín og bendir á að í Yndisauka fáist gott úrval af slíku hágæða hráefni. "Við erum einnig með tilbúinn mat í hollari kantinum, súpu, salöt og brauð auk þess sem við framleiðum nokkuð af vörum á staðnum svo sem hummus, pestó og chutney. Svo þykir okkur voðalega gaman þegar fólk hringir í okkur með eitthvað sérstakt í huga eða þegar það vill gleðja einhvern og biður okkur um að tína eitthvað til. Við aðstoðum fólk í hugmyndavinnu og við framsetningu og fleira." Ferskur túnfiskur verður einnig fáanlegur hjá Yndisauka fyrir helgarnar en verslunin er opin fram á kvöld alla daga. Blaðamanni var gefið að smakka á bestu tómötum í heimi úr kæliborði verslunarinnar, hálfsólþurrkuðum og marineruðum. Algjört lostæti. Matur Mest lesið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í nýja Iðuhúsinu í Lækjargötu hafa þær Kristín Ásgeirssdóttir og Guðbjörg Halldórsdóttir uppfyllt drauma sína og opnað sælkerabúðina Yndisauka. Verslunin er full af flestu því sem sannur sælkeri kann að þarfnast en maturinn er með spænsku, frönsku og ítölsku yfirbragði. Ostar og skinkur af bestu gerð, hágæða olíur og edik, frosið sjávarfang, framandi fuglar og sniglar eru meðal þess sem stöllurnar selja en einnig bjóða þær upp á veitingar fyrir veislur og mannfagnaði. Arndís, eigandi bókabúðarinnar á neðri hæð hússins var að skipuleggja starfsemi í Iðuhúsinu og bar hugmyndina að sælkeraverslun undir Guðbjörgu. Hún var meira en til og skömmu síðar var Kristín fengin í liðið og málinu hrint í framkvæmd. Stelpurnar hafa ólíkan bakgrunn, Kristín er smurbrauðsgerðarkona og kokkur en Guðbjörg einkaþjálfari og nuddari. Þær eiga það sameiginlegt að hafa óbilandi ástríðu á mat og eru sannfærðar um að hér á landi vantar meira úrval af sérvöru fyrir sælkerana. "Í útlöndum fer fólk til slátrarans til að kaupa kjöt og í ostabúðina að kaupa osta. Hér fer fólk í stórmarkaði því þar fæst allt. Þeir sem framleiða t.d. hágæða ólífuolíu vilja ekki selja vöruna sína í slíkum búðum því þar er ekki rétta þjónustan fyrir hendi. Kúnninn kaupir ekki litla flösku af ólífuolíu á tvö þúsund krónur ef hann hefur ekki hugmynd um hvers vegna hún er svona dýr," segir Kristín og bendir á að í Yndisauka fáist gott úrval af slíku hágæða hráefni. "Við erum einnig með tilbúinn mat í hollari kantinum, súpu, salöt og brauð auk þess sem við framleiðum nokkuð af vörum á staðnum svo sem hummus, pestó og chutney. Svo þykir okkur voðalega gaman þegar fólk hringir í okkur með eitthvað sérstakt í huga eða þegar það vill gleðja einhvern og biður okkur um að tína eitthvað til. Við aðstoðum fólk í hugmyndavinnu og við framsetningu og fleira." Ferskur túnfiskur verður einnig fáanlegur hjá Yndisauka fyrir helgarnar en verslunin er opin fram á kvöld alla daga. Blaðamanni var gefið að smakka á bestu tómötum í heimi úr kæliborði verslunarinnar, hálfsólþurrkuðum og marineruðum. Algjört lostæti.
Matur Mest lesið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira