Menning

Happy End í Sumaróperunni

Átök Hjálpræðishersins við harðsvírað glæpagengi í undirheimum Chicagoborgar er innihald gleði- og söngleiksins Happy End sem Sumaróperan frumsýnir á laugardaginn. Verkið er eftir þau Kurt Weill, Elisabeth Hauptman og Bertolt Brecht. Sagan gerist í undirheimum Chicagoborgar á þriðja áratug 20. aldar þar sem eigast við Hjálpræðisherinn og harðsvírað glæpagengi með ófyrirséðum afleiðingum. Tónlistin, sem er blanda af kabaretttónlist og óperu, er vel þekkt og má þar nefna lögin Bilbao og Surabaya-Johnny. Leikstjóri verksins er Kolbrún Halldórsdóttir sem er í sumarfríi frá þingsetu. Með aðalhlutverk fara Bogomil Font og Hrólfur Sæmundsson auk þeirra Valgerðar Guðnadóttur og Guðmundar Jónssonar.

Hægt er að sjá myndir frá æfingu sýningarinnar úr fréttum Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.