Erna og Símon húsbílaeigendur 6. ágúst 2004 00:01 Erna M. Kristjánsdóttir, formaður Félags húsbílaeigenda og eiginmaður hennar Símon Ágúst Sigurðsson eru búin að eiga húsbíla í fjórtán ár og hafa ferðast mikið um á þeim bæði innanlands og erlendis. Bíllinn sem þau eiga í dag er Benz af árgerðinni ´99. "Þetta er þriðji bíllinn, sem áður var ísbíll, sem Símon breytti og smíðaði. Sem formaður Félags húsbílaeigenda fer ég í allar nýju ferðirnar sem eru skipulagðar yfir sumarið. Þetta er afskaplega skemmtilegur félagsskapur og ánægjulegt hvað aldurshópurinn er breiður. Elsti meðlimurinn er 87 ára en sá yngsti 20 mánaða. Þá koma einnig mikið af unglingum með foreldum sínum og ömmum og öfum með í ferðirnar sem er sérstaklega ánægjulegt," segir hún. Að sögn Ernu fer félagið í níu skipulagðar ferðir yfir sumarið. Eru fjórar þegar farnar og fimm eftir. "Um hvítasunnuhelgina fórum við í skemmtilega ferð í Goðaland í Fljótshlíð og þar voru hvorki meira né minna en fimm hundruð manns. Þá er ekki langt síðan félagið fór á Strandirnar í átta daga en í henni höfðum við leiðsögumenn um svæðið. Þátttakan var góð eða alls um sjötíu bílar og vorum við þar í alveg yndislegu veðri. Báðar þessar ferðir tókust vel í alla staði eins og allar þær ferðir sem við höfum farið í sumar," segir hún. Erna segir töluverða aukningu hafa átt sér stað í félaginu undanfarin tvö ár. "Í fyrra komu 138 nýir meðlimir inn í félagið og eru þeir orðnir alls um 1400. Það eru svo margir sem halda að þetta sé eingöngu fyrir eldra fólk en svo er alls ekki og er unga fólkið í auknum mæli farið að ganga í félagið," segir hún. Erna segir þau hjónin ferðast mikið saman á húsbílnum fyrir utan ferðirnar með félaginu. "Ef við förum ekki með félaginu þá kemur það oft fyrir að einhver hluti stjórnarinnar tekur sig saman og fer eitthvert. Nú svo ferðumst við heilmikið með ættingjunum og fara börnin okkar og barnabörnin æði oft með okkur. Við njótum þess heilmikið að ferðast saman á bílnum og finnst frábært að geta ferðast um allt frjáls eins og fuglinn," segir hún. halldora@frettabladid.is Bílar Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Erna M. Kristjánsdóttir, formaður Félags húsbílaeigenda og eiginmaður hennar Símon Ágúst Sigurðsson eru búin að eiga húsbíla í fjórtán ár og hafa ferðast mikið um á þeim bæði innanlands og erlendis. Bíllinn sem þau eiga í dag er Benz af árgerðinni ´99. "Þetta er þriðji bíllinn, sem áður var ísbíll, sem Símon breytti og smíðaði. Sem formaður Félags húsbílaeigenda fer ég í allar nýju ferðirnar sem eru skipulagðar yfir sumarið. Þetta er afskaplega skemmtilegur félagsskapur og ánægjulegt hvað aldurshópurinn er breiður. Elsti meðlimurinn er 87 ára en sá yngsti 20 mánaða. Þá koma einnig mikið af unglingum með foreldum sínum og ömmum og öfum með í ferðirnar sem er sérstaklega ánægjulegt," segir hún. Að sögn Ernu fer félagið í níu skipulagðar ferðir yfir sumarið. Eru fjórar þegar farnar og fimm eftir. "Um hvítasunnuhelgina fórum við í skemmtilega ferð í Goðaland í Fljótshlíð og þar voru hvorki meira né minna en fimm hundruð manns. Þá er ekki langt síðan félagið fór á Strandirnar í átta daga en í henni höfðum við leiðsögumenn um svæðið. Þátttakan var góð eða alls um sjötíu bílar og vorum við þar í alveg yndislegu veðri. Báðar þessar ferðir tókust vel í alla staði eins og allar þær ferðir sem við höfum farið í sumar," segir hún. Erna segir töluverða aukningu hafa átt sér stað í félaginu undanfarin tvö ár. "Í fyrra komu 138 nýir meðlimir inn í félagið og eru þeir orðnir alls um 1400. Það eru svo margir sem halda að þetta sé eingöngu fyrir eldra fólk en svo er alls ekki og er unga fólkið í auknum mæli farið að ganga í félagið," segir hún. Erna segir þau hjónin ferðast mikið saman á húsbílnum fyrir utan ferðirnar með félaginu. "Ef við förum ekki með félaginu þá kemur það oft fyrir að einhver hluti stjórnarinnar tekur sig saman og fer eitthvert. Nú svo ferðumst við heilmikið með ættingjunum og fara börnin okkar og barnabörnin æði oft með okkur. Við njótum þess heilmikið að ferðast saman á bílnum og finnst frábært að geta ferðast um allt frjáls eins og fuglinn," segir hún. halldora@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira