Tíu frábærir bílaleikir 6. ágúst 2004 00:01 Langar bílferðir geta verið ansi þreytandi á tímum. Um þessar mundir fara ansi margir í ferðalög og þá er um að gera að hafa nóg af leikjum við höndina til að skemmta öllum í bílnum, smáum sem stórum. 1. Númeraplötuleikurinn. Allir giska á fyrsta bókstafinn á númeraplötu á næsta bíl sem keyrir fram hjá. Sá sem giskar á rétt vinnur. Gott er að spila upp í tíu og sigurvegarinn fær smá glaðning á næstu bensínstöð. 2. Frúin í Hamborg. Klassískur leikur sem allir kunna. Ekki má segja já, nei, svart og hvítt. Þetta er erfiðara en það lítur út fyrir að vera og getur skapað skemmtilega stemningu í bílnum. 3. Telja bílategundir. Hver og einn velur sér bílategund og telur alla bíla af þeirri tegund sem keyra fram hjá. Hægt er að gera þetta í tíu mínútur og sá sem er með flestar tegundir eftir þann tíma vinnur. 4. Hver er ég? Allir velja sér persónu og svo eiga hinir að reyna að komast að hver persónan er með einföldum spurningum sem einungis má svara með jái og neii. Sigurvegarinn hverju sinni fær síðan að vera næstur að velja sér persónu. 5. Giska á bílategund. Allir giska á næstu bílategund sem keyrir fram hjá. Ekki þarf að velja undirtegund heldur bara yfirtegund eins og til dæmis Toyota, Volkswagen eða Suzuki. Sá sem vinnur fær kannski óvæntan glaðning sem býr í veskinu hjá mömmu. 6. Lagið í útvarpinu. Allir giska á hvaða tónlistarmaður flytur lagið sem kemur í útvarpinu. Sá fyrsti sem getur það áður en lagið er búið vinnur. Hann fær þá að syngja næsta lag í verðlaun. 7. Hvað er langt í næstu bensínstöð? Hvað ætli sé langt í næstu bensínstöð? Mamma segir fimm mínútur en pabbi segir hálftími. Gaman er að giska og sá sem er næst svarinu fær að kaupa sér eitthvert skemmtilegt blað eða bók á bensínstöðinni. 8. Flokkaleikurinn. Einn í bílnum finnur upp á einhverjum flokki eins og eftirréttur. Þá þurfa allir að segja einhvern eftirrétt. Síðan verður leikurinn alltaf erfiðari og erfiðari þangað til einn dettur út, svo tveir og loksins allir nema einn sem fær það í verðlaun að finna upp á nýjum leik. 9. Herma eftir dýrahljóðum. Alltaf þegar þið sjáið dýr þá reynið þið að herma eftir dýrahljóðum. Það er svo sem enginn eiginlegur sigurvegari í þessum leik þar sem erfitt er að meta hve hljóðin eru flott en þetta peppar allavega upp stemninguna á löngu ferðalagi. 10. Nafnaleikurinn. Einn í bílnum hugsar sér nafn og hinir spyrja hvort þetta sé strákanafn eða stelpunafn. Sá sem veit nafnið segir hinum síðan fyrsta stafinn og þeir reyna að giska með því að nefna öll nöfn sem þeir vita um sem byrja á þessum tiltekna staf. Bílar Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Langar bílferðir geta verið ansi þreytandi á tímum. Um þessar mundir fara ansi margir í ferðalög og þá er um að gera að hafa nóg af leikjum við höndina til að skemmta öllum í bílnum, smáum sem stórum. 1. Númeraplötuleikurinn. Allir giska á fyrsta bókstafinn á númeraplötu á næsta bíl sem keyrir fram hjá. Sá sem giskar á rétt vinnur. Gott er að spila upp í tíu og sigurvegarinn fær smá glaðning á næstu bensínstöð. 2. Frúin í Hamborg. Klassískur leikur sem allir kunna. Ekki má segja já, nei, svart og hvítt. Þetta er erfiðara en það lítur út fyrir að vera og getur skapað skemmtilega stemningu í bílnum. 3. Telja bílategundir. Hver og einn velur sér bílategund og telur alla bíla af þeirri tegund sem keyra fram hjá. Hægt er að gera þetta í tíu mínútur og sá sem er með flestar tegundir eftir þann tíma vinnur. 4. Hver er ég? Allir velja sér persónu og svo eiga hinir að reyna að komast að hver persónan er með einföldum spurningum sem einungis má svara með jái og neii. Sigurvegarinn hverju sinni fær síðan að vera næstur að velja sér persónu. 5. Giska á bílategund. Allir giska á næstu bílategund sem keyrir fram hjá. Ekki þarf að velja undirtegund heldur bara yfirtegund eins og til dæmis Toyota, Volkswagen eða Suzuki. Sá sem vinnur fær kannski óvæntan glaðning sem býr í veskinu hjá mömmu. 6. Lagið í útvarpinu. Allir giska á hvaða tónlistarmaður flytur lagið sem kemur í útvarpinu. Sá fyrsti sem getur það áður en lagið er búið vinnur. Hann fær þá að syngja næsta lag í verðlaun. 7. Hvað er langt í næstu bensínstöð? Hvað ætli sé langt í næstu bensínstöð? Mamma segir fimm mínútur en pabbi segir hálftími. Gaman er að giska og sá sem er næst svarinu fær að kaupa sér eitthvert skemmtilegt blað eða bók á bensínstöðinni. 8. Flokkaleikurinn. Einn í bílnum finnur upp á einhverjum flokki eins og eftirréttur. Þá þurfa allir að segja einhvern eftirrétt. Síðan verður leikurinn alltaf erfiðari og erfiðari þangað til einn dettur út, svo tveir og loksins allir nema einn sem fær það í verðlaun að finna upp á nýjum leik. 9. Herma eftir dýrahljóðum. Alltaf þegar þið sjáið dýr þá reynið þið að herma eftir dýrahljóðum. Það er svo sem enginn eiginlegur sigurvegari í þessum leik þar sem erfitt er að meta hve hljóðin eru flott en þetta peppar allavega upp stemninguna á löngu ferðalagi. 10. Nafnaleikurinn. Einn í bílnum hugsar sér nafn og hinir spyrja hvort þetta sé strákanafn eða stelpunafn. Sá sem veit nafnið segir hinum síðan fyrsta stafinn og þeir reyna að giska með því að nefna öll nöfn sem þeir vita um sem byrja á þessum tiltekna staf.
Bílar Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira