Förðunarmeistari á Ólympíleikum 6. ágúst 2004 00:01 Næsta föstudag hefjast Ólympíuleikarnir í Aþenu í Grikklandi. Ísland á þónokkra fulltrúa á leikunum, bæði í íþróttagreinum og úr fjölmiðlabransanum. Þetta eru þó ekki einu fulltrúarnir því einn förðunarmeistari héðan slæst í hópinn. Margrét Jónasdóttir er 34 ára og hefur unnið við förðun og smink í um tíu ár. Nú vinnur hún bæði hjá snyrtivöruframleiðandanum Mac í versluninni Debenhams sem og í ríkissjónvarpinu. Auk þess tekur Margrét að sér ýmis tilfallandi verkefni í auglýsingagerð, tískusýningum og tónlistarmyndböndum. "Mac var fengið til að sjá um förðun fyrir opnunarhátíðina og völdu þeir mig sem fulltrúa Íslands. Við erum hátt í tuttugu förðunarmeistarar sem förum á leikana en ég er eini Íslendingurinn. Ég er voðalega ánægð með þetta enda verð ég eingöngu að vinna með mjög frægum förðunarmeisturum," segir Margrét. Margt verður um frægt fólk á leikunum en Margrét veit þó ekkert hverja hún kemur til með að farða. "Við förðum hátt í 250 manns, bæði dansara og söngvara, og eflaust eitthvað af þekktu grísku fólki. Síðan hvíslaði einhver að mér að Björk yrði á staðnum." Mac hefur framleitt snyrtivörur í tuttugu ár og hafði að stefnu frá upphafi að skapa snyrtivörur í fleiri litum og í hærri gæðaflokki en aðrir. Snyrtivörur hjá Mac eru geysivinsælar og eru notaðar í mörgum vinsælum sjónvarpsþáttum eins og Sex in the City og Friends. Einnig eru þær notaðar í kvikmyndum og tískusýningum. Mac kom hingað til landsins fyrir um ári. Þetta tækifæri fyrir Margrét hlýtur því að vera mjög stórt og gæti skapað henni glæstan feril fyrir utan landsteinana. "Þjálfarinn minn hefur sagt mér að þetta sé mikil upphefð fyrir mig. Ef ég stend mig vel, eins og ég ætla að gera, þá er aldrei að vita nema þeir hjá Mac noti mig aftur. Ég vona að ég geri þá ánægða. Vinnan hjá Mac býður upp á mörg tækifæri. Ég gæti til dæmis unnið mig upp eða orðið þjálfari fyrir aðra förðunarfræðinga." "Ég hlakka mest til að hitta fólkið í förðunarbransanum. Þá sé ég hvað aðrir eru að gera og læri rosalega mikið af því. Ég mun örugglega læra fullt af aðferðum og fá margar ábendingar og kem heim reynslunni ríkari. Síðan ætla ég að taka með mér dagbók og skrifa allt sem ég geri og skrá niður alla sem ég hitti. Ég tek líka myndavél með og ætla að taka fullt af myndum. Síðan mun ég setja þetta allt inn á vefsíðuna mína, margret.is, sem opnar þegar ég kem heim," segir Margrét að lokum. lilja@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Næsta föstudag hefjast Ólympíuleikarnir í Aþenu í Grikklandi. Ísland á þónokkra fulltrúa á leikunum, bæði í íþróttagreinum og úr fjölmiðlabransanum. Þetta eru þó ekki einu fulltrúarnir því einn förðunarmeistari héðan slæst í hópinn. Margrét Jónasdóttir er 34 ára og hefur unnið við förðun og smink í um tíu ár. Nú vinnur hún bæði hjá snyrtivöruframleiðandanum Mac í versluninni Debenhams sem og í ríkissjónvarpinu. Auk þess tekur Margrét að sér ýmis tilfallandi verkefni í auglýsingagerð, tískusýningum og tónlistarmyndböndum. "Mac var fengið til að sjá um förðun fyrir opnunarhátíðina og völdu þeir mig sem fulltrúa Íslands. Við erum hátt í tuttugu förðunarmeistarar sem förum á leikana en ég er eini Íslendingurinn. Ég er voðalega ánægð með þetta enda verð ég eingöngu að vinna með mjög frægum förðunarmeisturum," segir Margrét. Margt verður um frægt fólk á leikunum en Margrét veit þó ekkert hverja hún kemur til með að farða. "Við förðum hátt í 250 manns, bæði dansara og söngvara, og eflaust eitthvað af þekktu grísku fólki. Síðan hvíslaði einhver að mér að Björk yrði á staðnum." Mac hefur framleitt snyrtivörur í tuttugu ár og hafði að stefnu frá upphafi að skapa snyrtivörur í fleiri litum og í hærri gæðaflokki en aðrir. Snyrtivörur hjá Mac eru geysivinsælar og eru notaðar í mörgum vinsælum sjónvarpsþáttum eins og Sex in the City og Friends. Einnig eru þær notaðar í kvikmyndum og tískusýningum. Mac kom hingað til landsins fyrir um ári. Þetta tækifæri fyrir Margrét hlýtur því að vera mjög stórt og gæti skapað henni glæstan feril fyrir utan landsteinana. "Þjálfarinn minn hefur sagt mér að þetta sé mikil upphefð fyrir mig. Ef ég stend mig vel, eins og ég ætla að gera, þá er aldrei að vita nema þeir hjá Mac noti mig aftur. Ég vona að ég geri þá ánægða. Vinnan hjá Mac býður upp á mörg tækifæri. Ég gæti til dæmis unnið mig upp eða orðið þjálfari fyrir aðra förðunarfræðinga." "Ég hlakka mest til að hitta fólkið í förðunarbransanum. Þá sé ég hvað aðrir eru að gera og læri rosalega mikið af því. Ég mun örugglega læra fullt af aðferðum og fá margar ábendingar og kem heim reynslunni ríkari. Síðan ætla ég að taka með mér dagbók og skrifa allt sem ég geri og skrá niður alla sem ég hitti. Ég tek líka myndavél með og ætla að taka fullt af myndum. Síðan mun ég setja þetta allt inn á vefsíðuna mína, margret.is, sem opnar þegar ég kem heim," segir Margrét að lokum. lilja@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira