Hraunmoli dró Dana til Íslands 6. ágúst 2004 00:01 Í sumar hafa sjötíu og sex ungmenni frá öllum Norðurlöndunum unnið á Íslandi á vegum Nordjobb samtakanna. Á móti hafa sjötíu og fjögur íslensk ungmenni farið utan til að vinnu. Á hverju sumri býður Nordjobb ungmennum sumarvinnu á Norðurlöndunum og fá þeir laun í samræmi við samninga og borga skatt í því landi sem þeir vinna. Alma Sigurðardóttir er tómstundafulltrúi Nordjobb á Íslandi. "Við erum mjög stolt af því að hingað hafa komið í sumar krakkar frá öllum Norðurlöndunum en það gerist ekki oft. Flestir þeirra hingað hafa komið í sumar eru frá Svíþjóð og Finnlandi en einnig hafa óvenju margir Danir komið og líka nokkrir Norðmenn. Stór hluti af þessari vinnu eru landbúnaðarstörf úti á landi og hefur gengið vel að finna störf," segir hún. Hanna María Karlsdóttir er 18 ára og fór til Álandseyja í sumar til að vinna á vegum Nordjobb. "Ég fór með vinkonu minni henni Hildi Edvald, til bæjar sem heitir Mariehamn og fengum við vinnu við garðyrkjustörf hjá bænum. Þetta var rosalega skemmtilegur tími, ég var að vinna frá sjö á morgnana til fjögur á daginn og hafði því tíma til að gera eitthvað eftir það og fórum við vinkonurnar oft út á kvöldin. Við lentum í smá tungumálaerfiðleikum fyrst þegar við komum en svo var þetta ekkert mál í lokin því þá vorum við farnar að skilja heilmikið," segir Hanna María. Hún segist hafa kynnst mörgu fólki meðan á dvölinni stóð. "Ég kynntist aðallega Finnum en það var mikið af Svíum og Dönum þarna sem maður kynntist líka. Ég notaði tímann úti og ferðaðist meðal annars til Helsinki og Stokkhólms og einnig um Álandseyjar," segir hún. Aðspurð segist Hönnu Maríu hafa líka vel við íbúa Álandseyjar. "Mér finnst fólkið mjög almennilegt og gott og miklu minna stressað þar en hér heima. Það var einhvern veginn allt svo miklu afslappaðra," segir hún. "Ég átti að fara aftur heim í lok júní en líkar svo vel að ég hef ákveðið að vera lengur og var svo heppin að fá vinnu sem aðstoðarleiðbeinandi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Mér líkar vel að búa hér í Reykjavík og finnst hversdagslífið hérna afslappað og þægilegt og fólkið finnst mér vera kurteist, opið og skemmtilegt," segir Christian Lysne, 22 ára frá Kaupmannahöfn. Hann kom hingað í maí á vegum Nordjobb og hefur starfað við garðyrkjustörf hjá Reykjavíkurborg og líkar vel. Áhugi Christians á Íslandi vaknaði fyrst þegar hann var sjö ára þegar pabbi hans sýndi honum hraunmola sem hann tók með sér eftir heimsókn til landsins fyrir um tuttugu árum síðan. "Faðir minn er frá Noregi en mamma frá Danmörku og hef ég alltaf hrifist mjög af náttúru Noregs og landslaginu þar. Eftir að hafa séð myndir af Íslandi hugsaði ég með mér að þangað myndi mig langa að fara. Eftir að hafa dvalið hérna og ferðast um landið finnst mér náttúran hérna stórfenglegri en í Noregi," segir hann. Í sumar hefur Christian ferðast um landið og meðal annars komið til Vestmannaeyja, Akureyri, Blönduóss og víðar. "Ég hreifst mjög af náttúrufegurðinni í Vestmannaeyjum þó víða sé mjög fallegt. Um verslunarmannahelgina fór ég með nokkrum vinum mínum í Landmannalaugar og um síðustu helgi fórum við í Þórsmörk sem var mjög skemmtilegt. Ég vil auðvitað nota tækifærið fyrst ég er kominn hingað til að sjá sem mest af þessu fallega landi," segir hann. - Atvinna Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Í sumar hafa sjötíu og sex ungmenni frá öllum Norðurlöndunum unnið á Íslandi á vegum Nordjobb samtakanna. Á móti hafa sjötíu og fjögur íslensk ungmenni farið utan til að vinnu. Á hverju sumri býður Nordjobb ungmennum sumarvinnu á Norðurlöndunum og fá þeir laun í samræmi við samninga og borga skatt í því landi sem þeir vinna. Alma Sigurðardóttir er tómstundafulltrúi Nordjobb á Íslandi. "Við erum mjög stolt af því að hingað hafa komið í sumar krakkar frá öllum Norðurlöndunum en það gerist ekki oft. Flestir þeirra hingað hafa komið í sumar eru frá Svíþjóð og Finnlandi en einnig hafa óvenju margir Danir komið og líka nokkrir Norðmenn. Stór hluti af þessari vinnu eru landbúnaðarstörf úti á landi og hefur gengið vel að finna störf," segir hún. Hanna María Karlsdóttir er 18 ára og fór til Álandseyja í sumar til að vinna á vegum Nordjobb. "Ég fór með vinkonu minni henni Hildi Edvald, til bæjar sem heitir Mariehamn og fengum við vinnu við garðyrkjustörf hjá bænum. Þetta var rosalega skemmtilegur tími, ég var að vinna frá sjö á morgnana til fjögur á daginn og hafði því tíma til að gera eitthvað eftir það og fórum við vinkonurnar oft út á kvöldin. Við lentum í smá tungumálaerfiðleikum fyrst þegar við komum en svo var þetta ekkert mál í lokin því þá vorum við farnar að skilja heilmikið," segir Hanna María. Hún segist hafa kynnst mörgu fólki meðan á dvölinni stóð. "Ég kynntist aðallega Finnum en það var mikið af Svíum og Dönum þarna sem maður kynntist líka. Ég notaði tímann úti og ferðaðist meðal annars til Helsinki og Stokkhólms og einnig um Álandseyjar," segir hún. Aðspurð segist Hönnu Maríu hafa líka vel við íbúa Álandseyjar. "Mér finnst fólkið mjög almennilegt og gott og miklu minna stressað þar en hér heima. Það var einhvern veginn allt svo miklu afslappaðra," segir hún. "Ég átti að fara aftur heim í lok júní en líkar svo vel að ég hef ákveðið að vera lengur og var svo heppin að fá vinnu sem aðstoðarleiðbeinandi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Mér líkar vel að búa hér í Reykjavík og finnst hversdagslífið hérna afslappað og þægilegt og fólkið finnst mér vera kurteist, opið og skemmtilegt," segir Christian Lysne, 22 ára frá Kaupmannahöfn. Hann kom hingað í maí á vegum Nordjobb og hefur starfað við garðyrkjustörf hjá Reykjavíkurborg og líkar vel. Áhugi Christians á Íslandi vaknaði fyrst þegar hann var sjö ára þegar pabbi hans sýndi honum hraunmola sem hann tók með sér eftir heimsókn til landsins fyrir um tuttugu árum síðan. "Faðir minn er frá Noregi en mamma frá Danmörku og hef ég alltaf hrifist mjög af náttúru Noregs og landslaginu þar. Eftir að hafa séð myndir af Íslandi hugsaði ég með mér að þangað myndi mig langa að fara. Eftir að hafa dvalið hérna og ferðast um landið finnst mér náttúran hérna stórfenglegri en í Noregi," segir hann. Í sumar hefur Christian ferðast um landið og meðal annars komið til Vestmannaeyja, Akureyri, Blönduóss og víðar. "Ég hreifst mjög af náttúrufegurðinni í Vestmannaeyjum þó víða sé mjög fallegt. Um verslunarmannahelgina fór ég með nokkrum vinum mínum í Landmannalaugar og um síðustu helgi fórum við í Þórsmörk sem var mjög skemmtilegt. Ég vil auðvitað nota tækifærið fyrst ég er kominn hingað til að sjá sem mest af þessu fallega landi," segir hann. -
Atvinna Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira