Dregið í bikarnum hjá konunum 6. ágúst 2004 00:01 Dregið var í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í hádeginu í dag. Hjá konunum drógust saman bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar KR og fer leikurinn fram á Hlíðarenda. Í Vestmannaeyjum mætast svo ÍBV og Stjarnan. Leikirnir fara fram 31. ágúst og hefjast klukkan 17.30. Úrslitaleikurinn verður háður 11. september. Fréttablaðið var á staðnum og spjallaði við fulltrúa liðanna eftir að ljóst var hvaða lið myndu mætast. Fulltrúi frá ÍBV var ekki á fundinum. Auður Skúladóttir, þjálfari og fyrirliði Stjörnustúlkna, var ekkert alltof kát en sagði lítið duga að væla: "Við hefðum auðvitað viljað fá heimaleik enda aldrei auðvelt að spila í Eyjum. Við fengum stóran skell þegar við spiluðum þar síðast og okkar markmið er fyrst og fremst að gera betur en þá. þetta er hins vegar bara einn leikur og það getur auðvitað allt gerst í bikarnum og við getum ekki gert neitt annað en að vona það besta." Maður vill alltaf heimaleik í bikarnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Halldóra Björk Sigurðardóttir, þjálfari KR-stelpna, og bætti við: "Hins vegar eru allir andstæðingar erfiðir þegar komið er svo langt í keppninni. Við eigum harma að hefna á Hlíðarenda frá því fyrr í sumar og viljum gjarnan kvitta fyrir það. Það er á hreinu að við stefnum ótrauðar á að fara alla leið í bikarnum og við höfum alla burði til þess - engin spurning," sagði Halldóra. Íris Andrésdóttir er fyrirliði bikarmeistara Vals og hún var á því að sitt lið gerði tilkall til beggja stóru titlanna sem í boði eru: "Okkar markmið er að gera betur en í fyrra og við náum því aðeins með því að sigra bæði á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni. Við teljum okkur með besta liðið en skulum samt spyrja að leikslokum. Eins og staðan er í dag eru allir leikmenn heilir og við höfum verið að endurheimta leikmenn úr meiðslum, þannig að ef eitthvað er erum við að styrkjast. Hins vegar er KR-liðið mjög verðugur andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Íris Andrésdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Sjá meira
Dregið var í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í hádeginu í dag. Hjá konunum drógust saman bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar KR og fer leikurinn fram á Hlíðarenda. Í Vestmannaeyjum mætast svo ÍBV og Stjarnan. Leikirnir fara fram 31. ágúst og hefjast klukkan 17.30. Úrslitaleikurinn verður háður 11. september. Fréttablaðið var á staðnum og spjallaði við fulltrúa liðanna eftir að ljóst var hvaða lið myndu mætast. Fulltrúi frá ÍBV var ekki á fundinum. Auður Skúladóttir, þjálfari og fyrirliði Stjörnustúlkna, var ekkert alltof kát en sagði lítið duga að væla: "Við hefðum auðvitað viljað fá heimaleik enda aldrei auðvelt að spila í Eyjum. Við fengum stóran skell þegar við spiluðum þar síðast og okkar markmið er fyrst og fremst að gera betur en þá. þetta er hins vegar bara einn leikur og það getur auðvitað allt gerst í bikarnum og við getum ekki gert neitt annað en að vona það besta." Maður vill alltaf heimaleik í bikarnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Halldóra Björk Sigurðardóttir, þjálfari KR-stelpna, og bætti við: "Hins vegar eru allir andstæðingar erfiðir þegar komið er svo langt í keppninni. Við eigum harma að hefna á Hlíðarenda frá því fyrr í sumar og viljum gjarnan kvitta fyrir það. Það er á hreinu að við stefnum ótrauðar á að fara alla leið í bikarnum og við höfum alla burði til þess - engin spurning," sagði Halldóra. Íris Andrésdóttir er fyrirliði bikarmeistara Vals og hún var á því að sitt lið gerði tilkall til beggja stóru titlanna sem í boði eru: "Okkar markmið er að gera betur en í fyrra og við náum því aðeins með því að sigra bæði á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni. Við teljum okkur með besta liðið en skulum samt spyrja að leikslokum. Eins og staðan er í dag eru allir leikmenn heilir og við höfum verið að endurheimta leikmenn úr meiðslum, þannig að ef eitthvað er erum við að styrkjast. Hins vegar er KR-liðið mjög verðugur andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Íris Andrésdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Sjá meira