Að soðna í eigin svita 13. ágúst 2004 00:01 Það tók Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, Íslandsmeistara í sparnaðarakstri, tvo daga að aka 1.280 kílómetra, hringinn í kringum landið, á nýjum Toyota Prius sem er umhverfisvænasti fjöldaframleiddi fólksbíllinn í heiminum í dag. Ekki var reiknað með að hringurinn næðist á einum tanki en spár fóru nú heldur betur á annan veg því tankurinn dugði og er Sigrún Ósk því vel að titlinum komin. Aksturinn sjálfur tók um 24 tíma og var meðaleyðslan á bilinu 3,7-3,9 lítrar á hverja 100 kílómetra. Toyota-umboðið fékk Sigrúnu Ósk í verkið en tilgangur ferðarinnar var að sjá hve langt Toyota Prius kemst á einum bensíntanki. Vegna þess að bíllinn notar rafmagn og bensín er bensíntankurinn í Prius frekar lítill, um 45 lítrar. Bíllinn, sem búinn er rafmótor, býr einnig yfir hefðbundinni bensínvél og nýtir vel þá orku sem til verður við aksturinn. Í lok ferðar, þegar við blasti að hringnum yrði lokað á einum tanki, jók Sigrún hraðann úr 60 kílómetrum á klukkustund upp í leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegunum og niðurstaða ferðarinnar er því sú að Toyota Prius eyddi 4 lítrum á hundraðið í hringferðinni. "Þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig en það var ekki laust við að ég væri með smá náladofa í bensínfætinum þarna undir lokin. Auk þess var hitinn óbærilegur því ekki mátti ég hafa loftkælinguna á því það eyðir rafmagni. Ég var því á tímabili að soðna í eigin svita. Ég mætti auðvitað með bunka af geisladiskum til að hlusta á á leiðinni en þá mátti ég víst ekki hlusta á neitt því það eyddi svo miklu rafmagni. Svo ég opnaði ekkert fyrir útvarpið allan tímann en misskildi þetta eitthvað því þegar ég var komin á Selfoss þá sögðu þeir mér að ég hefði alveg mátt hlusta á útvarpið en ekki geislaspilarann. En ég hafði nú ofan af fyrir mér með eigin söng þannig að þetta bjargaðist," segir hún og hlær. Sigrún segir meðalaksturshraðann hafa verið í kringum sextíu kílómetrana og því hafi margir tekið fram úr henni. "Ég hélt fyrst að allir yrðu mjög pirraðir út í mig á þessum hraða snigilsins en það er öðru nær því fólk vinkaði mér bara og allir virtust voða glaðir. Það voru margir vinir mínir sem voru alveg til í að keyra með mér hringinn á tveimur dögum en það mátti ekki því það þyngir bílinn og eyðir þar með meira bensíni. Ég var því bara með ímyndaðan vin minn með mér í bílnum og það fór ágætlega um okkur," segir Sigrún Ósk, sem var með tvo aðstoðarmenn með sér hvor í sínum bílnum. En getur Sigrún Ósk gefið góð ráð varðandi sparnaðarakstur? "Það er bara að keyra eins og maður, ekki að vera að gefa bensínið mikið í botn eða nauðhemla á ljósum og nýta hraðann sem fæst þegar keyrt er niður brekku í þá næstu," segir hún. Bílar Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það tók Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, Íslandsmeistara í sparnaðarakstri, tvo daga að aka 1.280 kílómetra, hringinn í kringum landið, á nýjum Toyota Prius sem er umhverfisvænasti fjöldaframleiddi fólksbíllinn í heiminum í dag. Ekki var reiknað með að hringurinn næðist á einum tanki en spár fóru nú heldur betur á annan veg því tankurinn dugði og er Sigrún Ósk því vel að titlinum komin. Aksturinn sjálfur tók um 24 tíma og var meðaleyðslan á bilinu 3,7-3,9 lítrar á hverja 100 kílómetra. Toyota-umboðið fékk Sigrúnu Ósk í verkið en tilgangur ferðarinnar var að sjá hve langt Toyota Prius kemst á einum bensíntanki. Vegna þess að bíllinn notar rafmagn og bensín er bensíntankurinn í Prius frekar lítill, um 45 lítrar. Bíllinn, sem búinn er rafmótor, býr einnig yfir hefðbundinni bensínvél og nýtir vel þá orku sem til verður við aksturinn. Í lok ferðar, þegar við blasti að hringnum yrði lokað á einum tanki, jók Sigrún hraðann úr 60 kílómetrum á klukkustund upp í leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegunum og niðurstaða ferðarinnar er því sú að Toyota Prius eyddi 4 lítrum á hundraðið í hringferðinni. "Þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig en það var ekki laust við að ég væri með smá náladofa í bensínfætinum þarna undir lokin. Auk þess var hitinn óbærilegur því ekki mátti ég hafa loftkælinguna á því það eyðir rafmagni. Ég var því á tímabili að soðna í eigin svita. Ég mætti auðvitað með bunka af geisladiskum til að hlusta á á leiðinni en þá mátti ég víst ekki hlusta á neitt því það eyddi svo miklu rafmagni. Svo ég opnaði ekkert fyrir útvarpið allan tímann en misskildi þetta eitthvað því þegar ég var komin á Selfoss þá sögðu þeir mér að ég hefði alveg mátt hlusta á útvarpið en ekki geislaspilarann. En ég hafði nú ofan af fyrir mér með eigin söng þannig að þetta bjargaðist," segir hún og hlær. Sigrún segir meðalaksturshraðann hafa verið í kringum sextíu kílómetrana og því hafi margir tekið fram úr henni. "Ég hélt fyrst að allir yrðu mjög pirraðir út í mig á þessum hraða snigilsins en það er öðru nær því fólk vinkaði mér bara og allir virtust voða glaðir. Það voru margir vinir mínir sem voru alveg til í að keyra með mér hringinn á tveimur dögum en það mátti ekki því það þyngir bílinn og eyðir þar með meira bensíni. Ég var því bara með ímyndaðan vin minn með mér í bílnum og það fór ágætlega um okkur," segir Sigrún Ósk, sem var með tvo aðstoðarmenn með sér hvor í sínum bílnum. En getur Sigrún Ósk gefið góð ráð varðandi sparnaðarakstur? "Það er bara að keyra eins og maður, ekki að vera að gefa bensínið mikið í botn eða nauðhemla á ljósum og nýta hraðann sem fæst þegar keyrt er niður brekku í þá næstu," segir hún.
Bílar Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira