Líður vel í Þingholtunum 13. ágúst 2004 00:01 Uppáhaldshúsið húsið hans Guðjóns Davíðs Karlssonar leiklistarnema, betur þekktur sem Gói, er húsið sem hann býr í á Bergstaðarstrætinu. "Mér finnst húsið mjög notalegt og þar er bara svo gott að vera, úti er góður garður og alltaf sól. Foreldrar mínir búa í þessu húsi og bý ég í kjallaranum og þangað niður kemur alltaf ljómandi góður ilmur úr eldhúsinu. Ég nota þá tækifærið og fer upp að borða til þeirra og það finnst mér alveg yndislegt. Svo er dásamlegt að sitja úti í garðinum og hlusta á fuglasönginn og ég tala nú ekki um eins og veðrið er búið að vera undanfarna daga," segir hann. Gói segist alltaf hafa búið á svæði 101 og líkað það vel. "Það má eiginlega segja að uppáhaldshúsin mín séu öll hérna í kring. Mér finnst Þingholtin frábær staður sem virkilega gott er á búa á. Maður finnur hvorki fyrir flug- né bílaumferð á svæðinu þó maður sé bæði í nálægð við stórar umferðargötur og Reykjavíkurflugvöll. Hér er líka gróðursælt og hefur maður á tilfinningunni að maður búi í útlöndum innan um öll þessi háu tré. Það er auðvitað draumurinn að eignast hús á þessum slóðum en þangað til ég klára skólann er gott að búa hjá mömmu og pabba," segir hann. Þessa dagana standa yfir sýningar á söngleiknum Hárinu en í henni leikur Gói stórt hlutverk. "Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef orðið vitni að, það er þvílík stemming á hverri einustu sýningu. Fólk tekur undir og rýkur á fætur í lokin og fagnar þannig að maður er bara djúpt snortinn. Allir virðast skemmta sér mjög vel og þar með er takmarkinu náð. Nú svo er ég nýbyrjaður aftur í skólanum eftir sumarfrí og erum við að æfa fyrir sýningar á leikritinu Draumur á Jónsmessunótt eftir Shakespeare, sem á að frumsýna í byrjun október, " segir hann. halldora@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Uppáhaldshúsið húsið hans Guðjóns Davíðs Karlssonar leiklistarnema, betur þekktur sem Gói, er húsið sem hann býr í á Bergstaðarstrætinu. "Mér finnst húsið mjög notalegt og þar er bara svo gott að vera, úti er góður garður og alltaf sól. Foreldrar mínir búa í þessu húsi og bý ég í kjallaranum og þangað niður kemur alltaf ljómandi góður ilmur úr eldhúsinu. Ég nota þá tækifærið og fer upp að borða til þeirra og það finnst mér alveg yndislegt. Svo er dásamlegt að sitja úti í garðinum og hlusta á fuglasönginn og ég tala nú ekki um eins og veðrið er búið að vera undanfarna daga," segir hann. Gói segist alltaf hafa búið á svæði 101 og líkað það vel. "Það má eiginlega segja að uppáhaldshúsin mín séu öll hérna í kring. Mér finnst Þingholtin frábær staður sem virkilega gott er á búa á. Maður finnur hvorki fyrir flug- né bílaumferð á svæðinu þó maður sé bæði í nálægð við stórar umferðargötur og Reykjavíkurflugvöll. Hér er líka gróðursælt og hefur maður á tilfinningunni að maður búi í útlöndum innan um öll þessi háu tré. Það er auðvitað draumurinn að eignast hús á þessum slóðum en þangað til ég klára skólann er gott að búa hjá mömmu og pabba," segir hann. Þessa dagana standa yfir sýningar á söngleiknum Hárinu en í henni leikur Gói stórt hlutverk. "Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef orðið vitni að, það er þvílík stemming á hverri einustu sýningu. Fólk tekur undir og rýkur á fætur í lokin og fagnar þannig að maður er bara djúpt snortinn. Allir virðast skemmta sér mjög vel og þar með er takmarkinu náð. Nú svo er ég nýbyrjaður aftur í skólanum eftir sumarfrí og erum við að æfa fyrir sýningar á leikritinu Draumur á Jónsmessunótt eftir Shakespeare, sem á að frumsýna í byrjun október, " segir hann. halldora@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira