Hvellir og skellir eru verstir 13. október 2005 14:32 Síðustu ár hafa erlendar rannsóknir sýnt að greinileg aukning er á heyrnarskaða hjá ungu fólki og heyrn þess er að verða eins og hún var hjá miðaldra fólki í næstu kynslóð á undan. Nútímatækni með auknum hávaða í umhverfi okkar hefur áhrif á heyrn fólks og er mikilvægt að gera ráðstafanir til að vernda heyrnina því ekki verður aftur snúið þegar skaðinn er skeður. Bryndís Guðmundsdóttir, heyrnarfræðingur og deildarstjóri barnastarfs Heyrnar- og talmeinastöðvar, segir alls ekki bara fullorðna þurfa að passa heyrnina heldur þurfi einmitt að hvetja unga fólkið til að hugsa um þessi mál því að hávaðinn í kringum okkur fari vaxandi. Vitað er að hávaði á sumum vinnustöðum veldur skaða á heyrn og þar er mikilvægt að vernda heyrnina með heyrnarhlífum. Allt of algengt er að fólk trassi að nota hlífarnar við hávaðasama vinnu en það þarf ekki nema nokkrar mínútur í of miklum hávaða til að skaða heyrnina. Því meiri sem hávaðinn er, því skemur má vera í honum. Bryndís segir að vert sé að hafa í huga að hávaða sé ekki bara að finna á vinnustöðum. Til að mynda var gerð hér rannsókn á heyrn vélstjóra sem sýndi að þeir yngri voru með verri heyrn en búist hafði verið við þrátt fyrir notkun heyrnarhlífa. Það sýnir að það kann að vera eitthvað annað í umhverfi þeirra yngri sem veldur skaða á heyrninni. Mikið er um að ungt fólk og jafnvel börn hlusti á tónlist eða tölvuleiki með heyrnartólum með hljóðstyrkinn í botni. Ekki síst eru það hvellir og skellir, sem gjarnan eru í tölvuleikjum, sem eru verstir fyrir heyrnina. Gott er þá að hafa hljóðstyrkinn aðeins minni því þá er hægt að hlusta lengur. Eyrnatappar eru mjög góðir til að útiloka óæskilegan hávaða og segir Bryndís það almennan misskilning að ekki sé hægt til dæmis að tala saman með þá í eyrunum. Mismunandi eyrnatappar eru til sem dempa mismikið og á mismunandi tíðni og því hægt að velja sér tappa við hæfi. Ráðlegt er fyrir þá sem sækja mikið hávaðasama tónleika að setja í sig eyrnatappana áður til að vernda heyrnina en tónlistin mun samt sem áður heyrast vel í gegn. Það er þekkt að rokktónleikar og dansstaðir með hávaðasamri tónlist hafa mikil áhrif á heyrnina og því lengur sem viðkomandi er í hávaðanum, því meiri verður skaðinn. Bryndís segir að jafnvel hávaði í kvikmyndahúsum geti haft skaðleg áhrif á heyrnina og hafi hávaði þar mælst yfir hættumörkum. Spurningar hafa vaknað um hvort farsímar geti valdið heyrnarskerðingu í ljósi athugana á rafsegulmagni og handfrjáls búnaðar sem styttir mikið fjarlægðina milli hringingarinnar og eyrans. Ekki er þó vitað um beinar rannsóknir á þessu enn sem komið er. Bryndís segir að nauðsynlegt sé að vera meðvitaður um skaðsemi hávaða á heyrnina og ætíð gera ráðstafanir til að vernda hana í umhverfi þar sem hávaðinn er mikill. Kæruleysi borgar sig ekki í þeim málum því að skaði á heyrn er óbætanlegur Heilsa Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Síðustu ár hafa erlendar rannsóknir sýnt að greinileg aukning er á heyrnarskaða hjá ungu fólki og heyrn þess er að verða eins og hún var hjá miðaldra fólki í næstu kynslóð á undan. Nútímatækni með auknum hávaða í umhverfi okkar hefur áhrif á heyrn fólks og er mikilvægt að gera ráðstafanir til að vernda heyrnina því ekki verður aftur snúið þegar skaðinn er skeður. Bryndís Guðmundsdóttir, heyrnarfræðingur og deildarstjóri barnastarfs Heyrnar- og talmeinastöðvar, segir alls ekki bara fullorðna þurfa að passa heyrnina heldur þurfi einmitt að hvetja unga fólkið til að hugsa um þessi mál því að hávaðinn í kringum okkur fari vaxandi. Vitað er að hávaði á sumum vinnustöðum veldur skaða á heyrn og þar er mikilvægt að vernda heyrnina með heyrnarhlífum. Allt of algengt er að fólk trassi að nota hlífarnar við hávaðasama vinnu en það þarf ekki nema nokkrar mínútur í of miklum hávaða til að skaða heyrnina. Því meiri sem hávaðinn er, því skemur má vera í honum. Bryndís segir að vert sé að hafa í huga að hávaða sé ekki bara að finna á vinnustöðum. Til að mynda var gerð hér rannsókn á heyrn vélstjóra sem sýndi að þeir yngri voru með verri heyrn en búist hafði verið við þrátt fyrir notkun heyrnarhlífa. Það sýnir að það kann að vera eitthvað annað í umhverfi þeirra yngri sem veldur skaða á heyrninni. Mikið er um að ungt fólk og jafnvel börn hlusti á tónlist eða tölvuleiki með heyrnartólum með hljóðstyrkinn í botni. Ekki síst eru það hvellir og skellir, sem gjarnan eru í tölvuleikjum, sem eru verstir fyrir heyrnina. Gott er þá að hafa hljóðstyrkinn aðeins minni því þá er hægt að hlusta lengur. Eyrnatappar eru mjög góðir til að útiloka óæskilegan hávaða og segir Bryndís það almennan misskilning að ekki sé hægt til dæmis að tala saman með þá í eyrunum. Mismunandi eyrnatappar eru til sem dempa mismikið og á mismunandi tíðni og því hægt að velja sér tappa við hæfi. Ráðlegt er fyrir þá sem sækja mikið hávaðasama tónleika að setja í sig eyrnatappana áður til að vernda heyrnina en tónlistin mun samt sem áður heyrast vel í gegn. Það er þekkt að rokktónleikar og dansstaðir með hávaðasamri tónlist hafa mikil áhrif á heyrnina og því lengur sem viðkomandi er í hávaðanum, því meiri verður skaðinn. Bryndís segir að jafnvel hávaði í kvikmyndahúsum geti haft skaðleg áhrif á heyrnina og hafi hávaði þar mælst yfir hættumörkum. Spurningar hafa vaknað um hvort farsímar geti valdið heyrnarskerðingu í ljósi athugana á rafsegulmagni og handfrjáls búnaðar sem styttir mikið fjarlægðina milli hringingarinnar og eyrans. Ekki er þó vitað um beinar rannsóknir á þessu enn sem komið er. Bryndís segir að nauðsynlegt sé að vera meðvitaður um skaðsemi hávaða á heyrnina og ætíð gera ráðstafanir til að vernda hana í umhverfi þar sem hávaðinn er mikill. Kæruleysi borgar sig ekki í þeim málum því að skaði á heyrn er óbætanlegur
Heilsa Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira