Frosin ber þurfa styttri suðu 19. ágúst 2004 00:01 "Stikilsberin eru grjóthörð en ef maður frystir þau fyrir notkun þurfa þau styttri suðu og verða sætari," segir Þóranna Eiríksdóttir, húsfreyja í Árbænum í Reykjavík. Hún er ein af þessum myndarlegu sem kunna með ber að fara og búa til úr þeim frábærar afurðir. Þótt hún búi í fjölbýlishúsi og hafi ekki einkagarð til umráða verður hún sér úti um hinar aðskiljanlegustu tegundir berja bæði í görðum dætra sinna og úti í villtri náttúru. "Svo berst þetta að mér úr ýmsum áttum," segir hún hlæjandi. Þóranna var að búa til sultu úr stikilsberjum þegar við höfðum samband við hana og var fús til að gefa okkur uppskrift, bæði að henni og fleiri gómsætum tegundum sem hún lumaði á. : Stikilsberjasulta 1/2 kg stikilsber 1/2 kg græn epli 2 dl vatn 4 1/2 kg sykur 1 kanilstöng Berin þvegin en eplin flysjuð og kjarnarnir teknir úr. Hvort tveggja er maukað í matvinnsluvél. Maukið sett í pott með vatninu og kanilstönginni og soðið í 20 mínútur. Þá er sykurinn látinn út í og síðan er sultan soðin áfram í 10 mínútur. Sulta úr jarðarberjum og rabarbara 1 kg rabarbari (úr frystinum) 1 kg sykur 1/2 kg jarðarber Allt soðið í um 20 mínútur og síðan maukað. Soðið aftur, hleypir settur út í og þar fylgt leiðbeiningum á hleypispakkanum. Rifsberjahlaup Berin þvegin og hreinsuð og sett í pott með stilkunum og smávegis laufi ásamt vatnslögg, þó ekki svo miklu vatni að fljóti yfir. Soðið í 30 mínútur. Síað á grisju yfir nótt. Safinn settur í pott ásamt 1 kg af sykri á móti 1 l af safa. Soðið í 30 mínútur. Sett sjóðandi heitt á litlar krukkur sem hitaðar hafa verið í ofni og lokið sett á. Bláberjasulta 500 g ber 1 1/2 dl vatn Soðið í fimm mínútur. Tekið af hellunni og berin kramin. 350 g sykur Stráð yfir smátt og smátt og soðið áfram í 10 mínútur. Sett í litlar krukkur, þær fylltar alveg og lokað strax. Nauðsynlegt að vera nákvæmur með suðutímann. Saft úr hrati og fleiru Hrat af rifsberjunum og stikilsberjum er sett í pott með vatni sem látið er fljóta yfir. Rabarbari og bláber sett út í. Soðið í kortér. Síað á grisju yfir nótt. Lögurinn látinn í pott og hálft kíló af sykri sett út í hvern lítra. Vissara er að nota þessa saft fljótlega því óvíst er að hún þoli langa geymslu. Matur Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Stikilsberin eru grjóthörð en ef maður frystir þau fyrir notkun þurfa þau styttri suðu og verða sætari," segir Þóranna Eiríksdóttir, húsfreyja í Árbænum í Reykjavík. Hún er ein af þessum myndarlegu sem kunna með ber að fara og búa til úr þeim frábærar afurðir. Þótt hún búi í fjölbýlishúsi og hafi ekki einkagarð til umráða verður hún sér úti um hinar aðskiljanlegustu tegundir berja bæði í görðum dætra sinna og úti í villtri náttúru. "Svo berst þetta að mér úr ýmsum áttum," segir hún hlæjandi. Þóranna var að búa til sultu úr stikilsberjum þegar við höfðum samband við hana og var fús til að gefa okkur uppskrift, bæði að henni og fleiri gómsætum tegundum sem hún lumaði á. : Stikilsberjasulta 1/2 kg stikilsber 1/2 kg græn epli 2 dl vatn 4 1/2 kg sykur 1 kanilstöng Berin þvegin en eplin flysjuð og kjarnarnir teknir úr. Hvort tveggja er maukað í matvinnsluvél. Maukið sett í pott með vatninu og kanilstönginni og soðið í 20 mínútur. Þá er sykurinn látinn út í og síðan er sultan soðin áfram í 10 mínútur. Sulta úr jarðarberjum og rabarbara 1 kg rabarbari (úr frystinum) 1 kg sykur 1/2 kg jarðarber Allt soðið í um 20 mínútur og síðan maukað. Soðið aftur, hleypir settur út í og þar fylgt leiðbeiningum á hleypispakkanum. Rifsberjahlaup Berin þvegin og hreinsuð og sett í pott með stilkunum og smávegis laufi ásamt vatnslögg, þó ekki svo miklu vatni að fljóti yfir. Soðið í 30 mínútur. Síað á grisju yfir nótt. Safinn settur í pott ásamt 1 kg af sykri á móti 1 l af safa. Soðið í 30 mínútur. Sett sjóðandi heitt á litlar krukkur sem hitaðar hafa verið í ofni og lokið sett á. Bláberjasulta 500 g ber 1 1/2 dl vatn Soðið í fimm mínútur. Tekið af hellunni og berin kramin. 350 g sykur Stráð yfir smátt og smátt og soðið áfram í 10 mínútur. Sett í litlar krukkur, þær fylltar alveg og lokað strax. Nauðsynlegt að vera nákvæmur með suðutímann. Saft úr hrati og fleiru Hrat af rifsberjunum og stikilsberjum er sett í pott með vatni sem látið er fljóta yfir. Rabarbari og bláber sett út í. Soðið í kortér. Síað á grisju yfir nótt. Lögurinn látinn í pott og hálft kíló af sykri sett út í hvern lítra. Vissara er að nota þessa saft fljótlega því óvíst er að hún þoli langa geymslu.
Matur Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning