Fimmtugir betri starfskraftar 20. ágúst 2004 00:01 "Fólk sem komið er yfir fimmtugt eru góðir starfskraftar enda er þetta fólk sem er áreiðanlegt og býr yfir mikilli reynslu," segir Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ráðningarþjónustunnar í Reykjavík, og vísar hann í könnun sem gerð var nýlega þar sem fram kom að fólk yfir fimmtugu þyki atvinnurekendum vera besti starfskrafturinn. "Að mínu mati nýtir atvinnumarkaðurinn ekki þetta vinnuafl nægilega og framboð af störfum fyrir þennan aldurshóp í lágmarki," segir Jón. Hann hefur rekið Ráðningarþjónustuna síðan 1995 og segir hann ástandið hafi verið svipað þá. Hann stofnaði þjónustuna um það leyti sem hann varð sjálfur fimmtugur og langaði til að breyta til í starfi. "Ég þekki það frá fyrstu hendi hvernig möguleikarnir virðast minnka á atvinnumarkaðinum eftir því sem maður eldist. Ég hef alltaf tekið sérstaklega vel á móti fólki sem komið er yfir miðjan aldur og reynt eftir fremsta megni að finna því starf. Enda er þetta fólk sem hefur gríðarlega reynslu og þekkingu," segir Jón. Hann segir ekki algengt að fólk sem farið er að nálgast sextugsaldurinn skipti um vinnu nema því hafi boðist annað starf. Fólk treysti sér ekki til að hætta í starfi og láta reyna á það að finna annað. Þessi staða er sérstaklega slæm fyrir fólk sem er sagt upp og á jafnvel nokkur ár eftir í eftirlaun. "Ég hef upplifað það að fólk á þessum aldri geti verið atvinnulaust í allt að eitt og hálft ár en yfirleitt tekst að finna starf. Það er helst ríkið sem hefur tekið á móti þessum starfskröftum. Að sjálfsögðu skiptir menntun miklu máli og þeir sem eru meira menntaðir eiga meiri möguleika," segir Jón. Hann bendir á að fólk sem komið sé yfir miðjan aldur sé alls ekki gamalmenni. "Þetta eru reyndir og þroskaðir menn og konur og má minna á það að Ronald Reagan var um sjötugt þegar hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna," segir Jón. "Mikil áhersla hefur verið lögð á að jafna hlut kynjanna í starfi og mér finnst á sama hátt að það ætti að jafna hlut aldurshópa. Við búum við atvinnumarkað sem oft telur fólk um fimmtugt hreinlega vera orðið of gamalt, þessu viðhorfi þarf að breyta," segir Jón að lokum. kristineva@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
"Fólk sem komið er yfir fimmtugt eru góðir starfskraftar enda er þetta fólk sem er áreiðanlegt og býr yfir mikilli reynslu," segir Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ráðningarþjónustunnar í Reykjavík, og vísar hann í könnun sem gerð var nýlega þar sem fram kom að fólk yfir fimmtugu þyki atvinnurekendum vera besti starfskrafturinn. "Að mínu mati nýtir atvinnumarkaðurinn ekki þetta vinnuafl nægilega og framboð af störfum fyrir þennan aldurshóp í lágmarki," segir Jón. Hann hefur rekið Ráðningarþjónustuna síðan 1995 og segir hann ástandið hafi verið svipað þá. Hann stofnaði þjónustuna um það leyti sem hann varð sjálfur fimmtugur og langaði til að breyta til í starfi. "Ég þekki það frá fyrstu hendi hvernig möguleikarnir virðast minnka á atvinnumarkaðinum eftir því sem maður eldist. Ég hef alltaf tekið sérstaklega vel á móti fólki sem komið er yfir miðjan aldur og reynt eftir fremsta megni að finna því starf. Enda er þetta fólk sem hefur gríðarlega reynslu og þekkingu," segir Jón. Hann segir ekki algengt að fólk sem farið er að nálgast sextugsaldurinn skipti um vinnu nema því hafi boðist annað starf. Fólk treysti sér ekki til að hætta í starfi og láta reyna á það að finna annað. Þessi staða er sérstaklega slæm fyrir fólk sem er sagt upp og á jafnvel nokkur ár eftir í eftirlaun. "Ég hef upplifað það að fólk á þessum aldri geti verið atvinnulaust í allt að eitt og hálft ár en yfirleitt tekst að finna starf. Það er helst ríkið sem hefur tekið á móti þessum starfskröftum. Að sjálfsögðu skiptir menntun miklu máli og þeir sem eru meira menntaðir eiga meiri möguleika," segir Jón. Hann bendir á að fólk sem komið sé yfir miðjan aldur sé alls ekki gamalmenni. "Þetta eru reyndir og þroskaðir menn og konur og má minna á það að Ronald Reagan var um sjötugt þegar hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna," segir Jón. "Mikil áhersla hefur verið lögð á að jafna hlut kynjanna í starfi og mér finnst á sama hátt að það ætti að jafna hlut aldurshópa. Við búum við atvinnumarkað sem oft telur fólk um fimmtugt hreinlega vera orðið of gamalt, þessu viðhorfi þarf að breyta," segir Jón að lokum. kristineva@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira