Afsveinast í Kanada 23. ágúst 2004 00:01 Erlendur Eiríksson leikari hefur unnið stórskrýtið verkefni með Róbert Douglas undanfarið ár en þeir félagarnir notuðu frumlegar aðferðir við gerð heimildarmyndarinnar Mjóddin. Í vikunni varð ljóst að myndin kæmist inn í flokk sérstaklega útvaldra mynda á Toronto International Film Festival, eina stærstu kvikmyndahátíð heims. Skiljanlega vakti það mikla lukku meðal aðstandenda og hyggst nú Erlendur sækja sína fyrstu hátíð af þessu tagi. "Ég afsveinast í jómfrúarferð minni til Kanada og er orðinn mjög spenntur," segir Erlendur sem í myndinni þekkist undir nafninu Elli. Reyndar er það persóna sem þeir Róbert bjuggu til og ekki alveg í samræmi við persónuleika Erlendar. Myndin fjallar um líf og starf í verslunarkjarnanum Mjóddinni en framtíðardraumar starfsfólksins liggja langt út fyrir veggi hennar. Erlendur brá sér í hlutverk Ella við gerð myndarinnar og var ráðinn inn sem aðstoðarframkvæmdastjóri Svæðisfélagsins, fyrirtækisins sem sér um Mjóddina. Þar hafa þeir Róbert haldið sig í heilt ár og kynnst samfélaginu sem Erlendur líkir við lítið þorp inni í miðri borg. "Þetta var aðferðaleikur frá helvíti að vera svona karakter í heilt ár. Starfsfólkið í Mjóddinni vissi að Róbert væri að gera heimildarmynd um verslunarkjarnann en auðvitað ekki að ég væri í leikhlutverki. Það þekkti mig ekki nokkur sála þó ég væri á sama tíma að leika í Rómeó og Júlíu, meikið í leiksýningunni kom í veg fyrir það. Fólkið hafði misjafna trú á að aðstoðarframkvæmdastjórinn Elli gæti orðið fyrirsæta, leikari og söngvari, líkt og hann dreymdi um en margir voru í svipuðum sporum. Allir virtust eiga það sameiginlegt að starfa tímabundið í Mjóddinni og ætla sér svo að fara í leiklistarnám, ljósmyndun eða slíkt, ein stelpa í dýrabúðinni ætlaði sér til dæmis að setja Íslandsmet í kraftlyftingum." Erlendur segir allt sem gerðist í myndinni hafa verið óvænt. "Það var ekki hægt að sjá fyrir hvernig þetta tækist." Nú veltir hann því fyrir sér hvernig best er að vekja athygli á sér á Toronto hátíðinni. "Ætli ég fari ekki smóking en liti svo hárið fjólublátt. Annars hef ég mikla trú á þessari mynd, við höfum fengið ofboðslega jákvæða svörun frá þeim sem hafa séð hana." Róbert Douglas er um þessar mundir að taka upp myndina Strákarnir okkar en þar fer Erlendur einnig með hlutverk. Óvíst er hvar og hvenær Mjóddin kemur landanum fyrir sjónir en það mun eflaust koma í ljós eftir kvikmyndahátíðina stóru í Kanada. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Erlendur Eiríksson leikari hefur unnið stórskrýtið verkefni með Róbert Douglas undanfarið ár en þeir félagarnir notuðu frumlegar aðferðir við gerð heimildarmyndarinnar Mjóddin. Í vikunni varð ljóst að myndin kæmist inn í flokk sérstaklega útvaldra mynda á Toronto International Film Festival, eina stærstu kvikmyndahátíð heims. Skiljanlega vakti það mikla lukku meðal aðstandenda og hyggst nú Erlendur sækja sína fyrstu hátíð af þessu tagi. "Ég afsveinast í jómfrúarferð minni til Kanada og er orðinn mjög spenntur," segir Erlendur sem í myndinni þekkist undir nafninu Elli. Reyndar er það persóna sem þeir Róbert bjuggu til og ekki alveg í samræmi við persónuleika Erlendar. Myndin fjallar um líf og starf í verslunarkjarnanum Mjóddinni en framtíðardraumar starfsfólksins liggja langt út fyrir veggi hennar. Erlendur brá sér í hlutverk Ella við gerð myndarinnar og var ráðinn inn sem aðstoðarframkvæmdastjóri Svæðisfélagsins, fyrirtækisins sem sér um Mjóddina. Þar hafa þeir Róbert haldið sig í heilt ár og kynnst samfélaginu sem Erlendur líkir við lítið þorp inni í miðri borg. "Þetta var aðferðaleikur frá helvíti að vera svona karakter í heilt ár. Starfsfólkið í Mjóddinni vissi að Róbert væri að gera heimildarmynd um verslunarkjarnann en auðvitað ekki að ég væri í leikhlutverki. Það þekkti mig ekki nokkur sála þó ég væri á sama tíma að leika í Rómeó og Júlíu, meikið í leiksýningunni kom í veg fyrir það. Fólkið hafði misjafna trú á að aðstoðarframkvæmdastjórinn Elli gæti orðið fyrirsæta, leikari og söngvari, líkt og hann dreymdi um en margir voru í svipuðum sporum. Allir virtust eiga það sameiginlegt að starfa tímabundið í Mjóddinni og ætla sér svo að fara í leiklistarnám, ljósmyndun eða slíkt, ein stelpa í dýrabúðinni ætlaði sér til dæmis að setja Íslandsmet í kraftlyftingum." Erlendur segir allt sem gerðist í myndinni hafa verið óvænt. "Það var ekki hægt að sjá fyrir hvernig þetta tækist." Nú veltir hann því fyrir sér hvernig best er að vekja athygli á sér á Toronto hátíðinni. "Ætli ég fari ekki smóking en liti svo hárið fjólublátt. Annars hef ég mikla trú á þessari mynd, við höfum fengið ofboðslega jákvæða svörun frá þeim sem hafa séð hana." Róbert Douglas er um þessar mundir að taka upp myndina Strákarnir okkar en þar fer Erlendur einnig með hlutverk. Óvíst er hvar og hvenær Mjóddin kemur landanum fyrir sjónir en það mun eflaust koma í ljós eftir kvikmyndahátíðina stóru í Kanada.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp