Sérverslun með stíl 25. ágúst 2004 00:01 Lakkrísbúðin á Laugavegi er skemmtileg sérverslun sem opnaði í vor. Lakkrísbúðin selur hátísku fatnað eftir erlenda unga framsækna hönnuði og byrjaði nýverið að bjóða einnig upp á íslenska hönnun. Það eru systkinin Þuríður Rún Sigurþórsdóttir og Þór Sigurþórsson ásamt Andreu Maack Pétursdóttur sem eiga og reka Lakkrísbúðina. Þuríður og Þór eru bæði menntuð úr textíl og fatabransanum. Þuríður útskrifaðist frá Central Saint Martins hönnunarskólanum í London fyrir nokkrum árum og Þór kláraði textíl og fatahönnun frá Listháskóla Íslands árið 2002. Andrea er myndlistarnemi við Listháskólann. Þríeykinu fannst vöntun á ferskri hönnun hér á landi og leituðu út fyrir landsteinana og fundu unga spennandi hönnuði sem hafa gert garðinn frægan ytra og eru komnir það langt að flíkurnar þeirra birtast reglulega í helstu tískublöðum heims. Nú þegar fást í Lakkrísbúðinni meðal annars vörur frá Emmu Chook, Peter Jensen og skartgripir frá Yazbukey og von er á fleiri spennandi merkjum. Með stofnun búðarinnar vildu eigendurnir líka skapa vettvang fyrir unga íslenska hönnuði að koma flíkum sínum á framfæri, núna eru Kristín Gunnarsdóttir og Iðunn Andersen með vörur í Lakkrísbúðinni og íslenska hönnunin á eflaust eftir að aukast í nánustu framtíð. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Lakkrísbúðin á Laugavegi er skemmtileg sérverslun sem opnaði í vor. Lakkrísbúðin selur hátísku fatnað eftir erlenda unga framsækna hönnuði og byrjaði nýverið að bjóða einnig upp á íslenska hönnun. Það eru systkinin Þuríður Rún Sigurþórsdóttir og Þór Sigurþórsson ásamt Andreu Maack Pétursdóttur sem eiga og reka Lakkrísbúðina. Þuríður og Þór eru bæði menntuð úr textíl og fatabransanum. Þuríður útskrifaðist frá Central Saint Martins hönnunarskólanum í London fyrir nokkrum árum og Þór kláraði textíl og fatahönnun frá Listháskóla Íslands árið 2002. Andrea er myndlistarnemi við Listháskólann. Þríeykinu fannst vöntun á ferskri hönnun hér á landi og leituðu út fyrir landsteinana og fundu unga spennandi hönnuði sem hafa gert garðinn frægan ytra og eru komnir það langt að flíkurnar þeirra birtast reglulega í helstu tískublöðum heims. Nú þegar fást í Lakkrísbúðinni meðal annars vörur frá Emmu Chook, Peter Jensen og skartgripir frá Yazbukey og von er á fleiri spennandi merkjum. Með stofnun búðarinnar vildu eigendurnir líka skapa vettvang fyrir unga íslenska hönnuði að koma flíkum sínum á framfæri, núna eru Kristín Gunnarsdóttir og Iðunn Andersen með vörur í Lakkrísbúðinni og íslenska hönnunin á eflaust eftir að aukast í nánustu framtíð.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira