Lífið

Hlýlegt með dýraskinni

Teppalögð híbýli hafa ekki átt upp á pallborðið undanfarin ár hjá ungu fólki sem er að koma sér upp heimili. Mögulega er þetta eitthvað að breytast en það gerist hægt. Parkett er langvinsælasta gólfefnið og til að ylja tásunum yfir vetrarmánuðina er nauðsynlegt að hafa einhverjar mottur á gólfunum. Rýjamottur hafa verið vinsælar en núna eru alls kyns dýraskinn notuð til að prýða stássstofurnar. Skinnin eru til í mörgum verðflokkum, bæði ekta og óekta. Óekta skinnin eru afar vel úr garði gerð, mismunandi dýramynstri er þrykkt á gæðaleðurhúð svo oft er erfitt að sjá mun. Skjöldótt kýrhúðin hefur verið hvað vinsælust, en einlitar húðir sækja nú á og ásókn í hestshúðir er líka að aukast. Dýraskinn er hægt að fá til dæmis í versluninni Hvítlist og í Húsgagnahöllinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.