Atvinnuhorfur við árstíðaskipti 30. ágúst 2004 00:01 Vinnumiðlunin Vinna.is sérhæfir sig í ráðningum í iðngreinastörf og þau störf þar sem ekki er krafist háskólamenntunar. Agla Sigríður Björnsdóttir er ráðningarstjóri Vinnu.is. Hún segir að greinilegra umskipta verði vart á vinnumarkaðinum á þessum árstíma. "Þessi umskipti byrja upp úr verslunarmannahelgi því skólafólk vill gjarna fá smáfrí áður en skólinn byrjar. Skólakrakkarnir hafa helst unnið afgreiðslu- og þjónustustörf og því verður fjarveru þeirra mest vart í þeim geiranum og nú er verið að leita að fólki í þessi hefðbundnu afgreiðslu- og þjónustustörf. -Leitar skólafólk til vinnumiðlana í von um vinnu með skólanum? "Það eru margir krakkar sem vilja vinna með skólanum en fyrirtækin láta sumarstarfsfólkið ganga fyrir í aukavinnu um kvöld og helgar. Annars hefur verið erfitt að fá fólk í vaktavinnu. Það er tímanna tákn, yngra fólk hefur oftar valist í störf þar sem um óreglulegan vinnutíma er að ræða og nú er mikil afþreying í boði fyrir þann aldurshóp. Ungt fólk vill hafa frítíma um kvöld og helgar til að geta nýtt sér afþreyinguna og vill því síður vinna vaktavinnu." -En verður brotthvarfs skólafólksins aftur að bókunum vart í iðngreinunum? "Ekki svo mikið þar sem iðngreinastörf eru yfirleitt svo sérhæfð að skólafólk er sjaldnast að vinna þau. Það varð umsnúningur fyrir um ári síðan á þessu sviði. Þá var mikið framboð á iðnaðarmönnum en eftirspurnin minni en nú er stöðug eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem er ekki árstíðabundin." -En hvernig störf eru þá helst í boði þessa dagana? "Mest er eftirspurnin eftir starfskröftum í verslun og þjónustu. Nú hefur verslunum fjölgað og þær eru opnar lengur og því má segja að skortur sé á ófaglærðu afgreiðslufólki á vinnumarkaðinum." Atvinna Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Vinnumiðlunin Vinna.is sérhæfir sig í ráðningum í iðngreinastörf og þau störf þar sem ekki er krafist háskólamenntunar. Agla Sigríður Björnsdóttir er ráðningarstjóri Vinnu.is. Hún segir að greinilegra umskipta verði vart á vinnumarkaðinum á þessum árstíma. "Þessi umskipti byrja upp úr verslunarmannahelgi því skólafólk vill gjarna fá smáfrí áður en skólinn byrjar. Skólakrakkarnir hafa helst unnið afgreiðslu- og þjónustustörf og því verður fjarveru þeirra mest vart í þeim geiranum og nú er verið að leita að fólki í þessi hefðbundnu afgreiðslu- og þjónustustörf. -Leitar skólafólk til vinnumiðlana í von um vinnu með skólanum? "Það eru margir krakkar sem vilja vinna með skólanum en fyrirtækin láta sumarstarfsfólkið ganga fyrir í aukavinnu um kvöld og helgar. Annars hefur verið erfitt að fá fólk í vaktavinnu. Það er tímanna tákn, yngra fólk hefur oftar valist í störf þar sem um óreglulegan vinnutíma er að ræða og nú er mikil afþreying í boði fyrir þann aldurshóp. Ungt fólk vill hafa frítíma um kvöld og helgar til að geta nýtt sér afþreyinguna og vill því síður vinna vaktavinnu." -En verður brotthvarfs skólafólksins aftur að bókunum vart í iðngreinunum? "Ekki svo mikið þar sem iðngreinastörf eru yfirleitt svo sérhæfð að skólafólk er sjaldnast að vinna þau. Það varð umsnúningur fyrir um ári síðan á þessu sviði. Þá var mikið framboð á iðnaðarmönnum en eftirspurnin minni en nú er stöðug eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem er ekki árstíðabundin." -En hvernig störf eru þá helst í boði þessa dagana? "Mest er eftirspurnin eftir starfskröftum í verslun og þjónustu. Nú hefur verslunum fjölgað og þær eru opnar lengur og því má segja að skortur sé á ófaglærðu afgreiðslufólki á vinnumarkaðinum."
Atvinna Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“