Atvinnuhorfur við árstíðaskipti 30. ágúst 2004 00:01 Helga Jónsdóttir, ráðningarstjóri hjá Liðsauka, segir að það sé alltaf mikil hreyfing á vinnumarkaðnum á þessum árstíma. "Sumarfólkið fer af markaðnum og einnig er algengt að fólk hugsi sér til hreyfings og fari að líta í kringum sig eftir nýju starfi þegar sumarfríið er búið. Það er mikil eftirspurn eftir starfsfólki um þessar mundir á mjög breiðan starfsvettvang og meiri hreyfing en var í fyrra. Nú er verið að leita að fólki bæði í sérhæfðari skrifstofustörf, millistjórnunarstörf og sölu- og markaðsstörf og meiri bjartsýni ríkir á vinnumarkaðnum núna, enda ekki vanþörf á. Það er töluverð hreyfing á vinnumarkaðnum og ég vona að hún haldi áfram." Um ástæður þessarar hreyfingar á vinnumarkaðnum segir Helga: "Fólk vill þróa sig meira og fá fjölbreyttari reynslu. Um 80% þeirra sem við erum með á skrá eru í starfi en vilja kanna hvað er að gerast á markaðnum. Sumir eru kannski í óvissu með sitt starf vegna hagræðingar fyrirtækja og vilja vita hvað þeim býðst ef til uppsagna kæmi. Fólk er tilbúið að stökkva á spennandi störf og ef auglýsingin er skemmtileg fáum við mikil viðbrögð. Ef starfið er orðið of mikil rútína er kominn tími til að skipta því enginn er ánægður með að staðna." Er auðveldara að fá vinnu ef þú ert í vinnu? "Já, almennt er það reglan. Því lengur sem fólk er utan vinnumarkaðar er erfiðara að fá vinnu nema skýringar séu góðar, t.d. ef sérhæfing er það mikil að ekkert starf við hæfi er í boði eða ef samruni fyrirtækja hefur orðið til þess að störf falla niður. Ef fólk missir vinnunna er gott að fylgjast með og mennta sig og nota atvinnuleysið sem sóknarfæri. Það tekur meiri tíma að fá starf núna en fyrir nokkrum árum og það er meiri harka á vinnumarkaðnum en áður var. Æ fleiri háskólamenntaðir einstaklingar koma út á vinnumarkaðinn og það fá ekki allir starf við sitt hæfi. "Hvort er metið meira, menntun eða reynsla? "Menntun er alltaf mikils metin en reynslan skiptir auðvitað alltaf mjög miklu máli. Reynslan er eftirsóknarverð en auðvitað skiptir einstaklingurinn alltaf mestu máli." Atvinna Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Helga Jónsdóttir, ráðningarstjóri hjá Liðsauka, segir að það sé alltaf mikil hreyfing á vinnumarkaðnum á þessum árstíma. "Sumarfólkið fer af markaðnum og einnig er algengt að fólk hugsi sér til hreyfings og fari að líta í kringum sig eftir nýju starfi þegar sumarfríið er búið. Það er mikil eftirspurn eftir starfsfólki um þessar mundir á mjög breiðan starfsvettvang og meiri hreyfing en var í fyrra. Nú er verið að leita að fólki bæði í sérhæfðari skrifstofustörf, millistjórnunarstörf og sölu- og markaðsstörf og meiri bjartsýni ríkir á vinnumarkaðnum núna, enda ekki vanþörf á. Það er töluverð hreyfing á vinnumarkaðnum og ég vona að hún haldi áfram." Um ástæður þessarar hreyfingar á vinnumarkaðnum segir Helga: "Fólk vill þróa sig meira og fá fjölbreyttari reynslu. Um 80% þeirra sem við erum með á skrá eru í starfi en vilja kanna hvað er að gerast á markaðnum. Sumir eru kannski í óvissu með sitt starf vegna hagræðingar fyrirtækja og vilja vita hvað þeim býðst ef til uppsagna kæmi. Fólk er tilbúið að stökkva á spennandi störf og ef auglýsingin er skemmtileg fáum við mikil viðbrögð. Ef starfið er orðið of mikil rútína er kominn tími til að skipta því enginn er ánægður með að staðna." Er auðveldara að fá vinnu ef þú ert í vinnu? "Já, almennt er það reglan. Því lengur sem fólk er utan vinnumarkaðar er erfiðara að fá vinnu nema skýringar séu góðar, t.d. ef sérhæfing er það mikil að ekkert starf við hæfi er í boði eða ef samruni fyrirtækja hefur orðið til þess að störf falla niður. Ef fólk missir vinnunna er gott að fylgjast með og mennta sig og nota atvinnuleysið sem sóknarfæri. Það tekur meiri tíma að fá starf núna en fyrir nokkrum árum og það er meiri harka á vinnumarkaðnum en áður var. Æ fleiri háskólamenntaðir einstaklingar koma út á vinnumarkaðinn og það fá ekki allir starf við sitt hæfi. "Hvort er metið meira, menntun eða reynsla? "Menntun er alltaf mikils metin en reynslan skiptir auðvitað alltaf mjög miklu máli. Reynslan er eftirsóknarverð en auðvitað skiptir einstaklingurinn alltaf mestu máli."
Atvinna Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira