Alexandertækni 30. ágúst 2004 00:01 Harpa Guðmundsdóttir lærði Alexandertækni í London og hefur kennt Íslendingum þessa tækni um nokkurra ára bil. "Alexandertækni er líkamsbeitingartækni sem leikari að nafni Alexander fann upp í lok 19. aldar. Hann var mikill Shakespeare-leikari en missti röddina og gekk á milli lækna sem gátu ekkert gert fyrir hann. Hann fór að skoða líkamsbeitinguna sína þegar hann fór með texta og tók þá eftir því að hann reigði höfuðið aftur og niður í búkinn og lokaði þar með flæðinu í hálsinum. Hann fór að skoða þetta bæði hjá sér og öðrum og tók eftir hvað líkamsstaðan skipti miklu máli hjá leikurum og listamönnum. Svo tók hann eftir því að þessi ranga líkamsbeiting olli spennu í líkamanum og að óþarfa spenna var sérstaklega áberandi hjá fólki sem vann störf sem höfðu endurtekningu í för með sér. Þessi óþarfa spenna sem við köllum fram ómeðvitað og með endurtekningu veldur oft meiðslum og allskyns meinum eins og bakverkjum, hálsverkjum, höfuðverkjum og öðrum óþægindum. Alexander bjó til kerfi af æfingum og hugtökum sem hann notaði með góðum árangri til að hjálpa fólki að kljást við þessi vandamál sín og sem við notum enn í dag." En hvernig kennir Harpa fólki að losa um þessa spennu? "Ég tek fólk í einkatíma og við skoðum hvernig viðkomandi hreyfir sig. Í tímanum lærir nemandinn að hreyfa sig upp á nýtt og fær meðvitund í líkamann um hvað er rétt og betra að gera. Tilgangurinn er að uppræta vitlaus hreyfingamynstur og kenna fólki að beita sér þannig að það fari sem best með líkamann og nýti orku sína til fullnustu. Þessi ómeðvitaða spenna sem við burðumst öll með er gífurlega orkueyðandi. Fólki líður líka oft betur andlega eftir að læra að beita sér rétt. Við fæðumst með rétta líkamsbyggingu en svo lærum við og tileinkum okkur ýmsa ósiði. Það er yndislegt að sjá börnin því þau eru með svo fallega líkamsbeitingu og svo mikil synd þegar maður sér þau læra ýmsa ósiði af umhverfinu og foreldrum sínum. "En hvað tekur það langan tíma að tileinka sér þessa tækni? "Við erum að tala um að hnekkja gömlum ósiðum og þetta er vinna og val og fer eftir því hvað fólk er opið og tilbúið til að breyta. Þannig að það er ekki hægt að segja til um hvað þetta tekur langan tíma. Að ástunda Alexandertækni er lífsstíll og forvörn." Harpa kennir Alexandertækni í Heilsuhvoli sem er í Borgartúni 33. Heilsa Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Harpa Guðmundsdóttir lærði Alexandertækni í London og hefur kennt Íslendingum þessa tækni um nokkurra ára bil. "Alexandertækni er líkamsbeitingartækni sem leikari að nafni Alexander fann upp í lok 19. aldar. Hann var mikill Shakespeare-leikari en missti röddina og gekk á milli lækna sem gátu ekkert gert fyrir hann. Hann fór að skoða líkamsbeitinguna sína þegar hann fór með texta og tók þá eftir því að hann reigði höfuðið aftur og niður í búkinn og lokaði þar með flæðinu í hálsinum. Hann fór að skoða þetta bæði hjá sér og öðrum og tók eftir hvað líkamsstaðan skipti miklu máli hjá leikurum og listamönnum. Svo tók hann eftir því að þessi ranga líkamsbeiting olli spennu í líkamanum og að óþarfa spenna var sérstaklega áberandi hjá fólki sem vann störf sem höfðu endurtekningu í för með sér. Þessi óþarfa spenna sem við köllum fram ómeðvitað og með endurtekningu veldur oft meiðslum og allskyns meinum eins og bakverkjum, hálsverkjum, höfuðverkjum og öðrum óþægindum. Alexander bjó til kerfi af æfingum og hugtökum sem hann notaði með góðum árangri til að hjálpa fólki að kljást við þessi vandamál sín og sem við notum enn í dag." En hvernig kennir Harpa fólki að losa um þessa spennu? "Ég tek fólk í einkatíma og við skoðum hvernig viðkomandi hreyfir sig. Í tímanum lærir nemandinn að hreyfa sig upp á nýtt og fær meðvitund í líkamann um hvað er rétt og betra að gera. Tilgangurinn er að uppræta vitlaus hreyfingamynstur og kenna fólki að beita sér þannig að það fari sem best með líkamann og nýti orku sína til fullnustu. Þessi ómeðvitaða spenna sem við burðumst öll með er gífurlega orkueyðandi. Fólki líður líka oft betur andlega eftir að læra að beita sér rétt. Við fæðumst með rétta líkamsbyggingu en svo lærum við og tileinkum okkur ýmsa ósiði. Það er yndislegt að sjá börnin því þau eru með svo fallega líkamsbeitingu og svo mikil synd þegar maður sér þau læra ýmsa ósiði af umhverfinu og foreldrum sínum. "En hvað tekur það langan tíma að tileinka sér þessa tækni? "Við erum að tala um að hnekkja gömlum ósiðum og þetta er vinna og val og fer eftir því hvað fólk er opið og tilbúið til að breyta. Þannig að það er ekki hægt að segja til um hvað þetta tekur langan tíma. Að ástunda Alexandertækni er lífsstíll og forvörn." Harpa kennir Alexandertækni í Heilsuhvoli sem er í Borgartúni 33.
Heilsa Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira