Vatn og samba 30. ágúst 2004 00:01 "Ég kenni fyrst og fremst dansleikfimi og notast mest við sambahreyfingar," segir Harpa Helgadóttir sjúkraþjálfari sem kennir sambaleikfimi hjá Hreyfigreiningu og er að byrja að kenna bakleikfimi í vatni á Endurhæfingastöðinni við Grensás. Hennar sérgrein er manual therapy sem er sérhæfing í greiningu og meðferð á hrygg- og útlimaliðum og hún er nú í doktorsnámi við Háskóla Íslands í samvinnu við háskóla í Flórída. "Í vatninu er maður léttari. Þar sem þungi er tekinn af líkamanum og hægt er að nota mótstöðu frá vatninu við æfingar. Sá misskilningur er algengur að ekkert gerist í vatninu en hægt er að stjórna álaginu á líkamann í vatni," segir Harpa. Vatnið er sérstaklega gott fyrir þá sem eru mjög slæmir í baki því þeir eiga auðveldara með að hreyfa sig. "Það sem skiptir máli er að temja sér rétt hreyfimynstur sem dregur úr álaginu á hrygginn og stuðlar að réttri vöðvavinnu, réttri beitingu og réttu álagi. Í vatninu gerum við æfingar undir tónlist sem er bæði til að örva blóðstreymi, mýkja upp vöðvana og styrkja og liðka líkamann. Ég kenni fólki hagstætt stöðu- og hreyfimynstur sem fólk þarf að yfirfæra í hið daglega líf," segir Harpa og hlær bara þegar hún er spurð hvort það þýði að nemendur hennar taki sambaspor í tíma og ótíma. "Sambahreyfingar eru mjög góðar til að liðka upp stífa vöðva og eru þetta mjúkar danshreyfingar sem eru mjög skemmtilegar," segir Harpa sem hefur kennt dansleikfimina í ein 15 ár og er með dyggan hóp fólks sem sækir tímana til hennar ár hvert. Hún segir þó meirihluta þeirra vera konur en það slæðast með einstaka karlmenn sem hafa gaman af því að dansa. Háls- og bakvandamál eru reyndar mun algengari hjá konum en körlum sem hafi sitt að segja. Að mati Hörpu er dansinn dásamlegur til að takast á við þessi vandamál jafnt í danstímum sem í vatninu. "Í vatnsleikfiminni notast ég við samba. Það er kannski ekki eins auðvelt að dansa í vatninu en undir suðrænni seiðandi tónlist er allt hægt." Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Sjá meira
"Ég kenni fyrst og fremst dansleikfimi og notast mest við sambahreyfingar," segir Harpa Helgadóttir sjúkraþjálfari sem kennir sambaleikfimi hjá Hreyfigreiningu og er að byrja að kenna bakleikfimi í vatni á Endurhæfingastöðinni við Grensás. Hennar sérgrein er manual therapy sem er sérhæfing í greiningu og meðferð á hrygg- og útlimaliðum og hún er nú í doktorsnámi við Háskóla Íslands í samvinnu við háskóla í Flórída. "Í vatninu er maður léttari. Þar sem þungi er tekinn af líkamanum og hægt er að nota mótstöðu frá vatninu við æfingar. Sá misskilningur er algengur að ekkert gerist í vatninu en hægt er að stjórna álaginu á líkamann í vatni," segir Harpa. Vatnið er sérstaklega gott fyrir þá sem eru mjög slæmir í baki því þeir eiga auðveldara með að hreyfa sig. "Það sem skiptir máli er að temja sér rétt hreyfimynstur sem dregur úr álaginu á hrygginn og stuðlar að réttri vöðvavinnu, réttri beitingu og réttu álagi. Í vatninu gerum við æfingar undir tónlist sem er bæði til að örva blóðstreymi, mýkja upp vöðvana og styrkja og liðka líkamann. Ég kenni fólki hagstætt stöðu- og hreyfimynstur sem fólk þarf að yfirfæra í hið daglega líf," segir Harpa og hlær bara þegar hún er spurð hvort það þýði að nemendur hennar taki sambaspor í tíma og ótíma. "Sambahreyfingar eru mjög góðar til að liðka upp stífa vöðva og eru þetta mjúkar danshreyfingar sem eru mjög skemmtilegar," segir Harpa sem hefur kennt dansleikfimina í ein 15 ár og er með dyggan hóp fólks sem sækir tímana til hennar ár hvert. Hún segir þó meirihluta þeirra vera konur en það slæðast með einstaka karlmenn sem hafa gaman af því að dansa. Háls- og bakvandamál eru reyndar mun algengari hjá konum en körlum sem hafi sitt að segja. Að mati Hörpu er dansinn dásamlegur til að takast á við þessi vandamál jafnt í danstímum sem í vatninu. "Í vatnsleikfiminni notast ég við samba. Það er kannski ekki eins auðvelt að dansa í vatninu en undir suðrænni seiðandi tónlist er allt hægt."
Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Sjá meira