Kaðlajóga fyrir alla 7. september 2004 00:01 Elín Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi sundkona, er í fínu formi enda stundar hún og kennir kaðlajóga eða rope yoga, sem eru æfingar gerðar með böndum á sérstökum bekkjum. "Þetta eru öflugustu kviðæfingar sem ég hef komist í þó ég hafi æft mikið í gegnum árin," segir Elín. "Með þessu kerfi nær maður jafnvægi í líkamann með því að styrkja kviðinn og aftanáliggjandi lærvöðva, rassvöðva og innanlæri. Maður er líka að nálgast kviðvöðvana meira og á allt annan hátt en flestir gera. Það er vegna þess að við erum með þetta frábæra tæki, kaðlajógað, til að hjálpa okkur. Fólk er meðvitað um hvað það er að gera, staðsetur sig í núinu og er þar af leiðandi meðvitað um hverja hreyfingu. Í líkamsræktarstöðinni er fólk oft að gera eitt með líkamanum og annað með huganum og ekki óalgengt að fólk sé að lesa blað eða horfa á sjónvarp meðan það gerir æfingarnar sínar. Þannig næst ekki heildrænn árangur. Kaðlajógað þjálfar allt í senn, huga, líkama og sál." Elín segir að allir geti stundað kaðlajóga, líka þeir sem eru í slæmu formi. "Ég er með nemendur frá níu ára og upp í 83 ára. Það er heilmikil brennsla í þessu, en fólk gerir bara eins og það getur. Það breytist öll melting í líkamanum og þá er sama hvort um er að ræða fæðu eða tilfinningar." Þetta finnst blaðamanni athyglisvert en Elín segir það skipta meira máli fyrir sig hvernig hún borðar en hvað. "Í okkar kerfi snýst þetta um að blessa fæðuna í staðinn fyrir að blóta sér í hvert skipti sem maður borðar eitthvað óhollt, sem gerist auðvitað á bestu bæjum. En það veldur því bara að líkaminn herpist saman og nýtir enn síður næringarefnin sem þó eru í fæðunni." Elín er afrekskona í sundi og tók þátt í Ólympíuleikunum 1996 og 2000. "Ég hef nú ekki fylgst mikið með sundinu núna en ég hef horft á fimleikana, sem eru frábærir. Mér finnst hálf óraunverulegt að ég hafi sjálf verið þarna í tvígang," segir Elín, sem hefur lítið synt undanfarin ár. "En það var auðvitað alveg stórkostleg upplifun á sínum tíma." Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Elín Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi sundkona, er í fínu formi enda stundar hún og kennir kaðlajóga eða rope yoga, sem eru æfingar gerðar með böndum á sérstökum bekkjum. "Þetta eru öflugustu kviðæfingar sem ég hef komist í þó ég hafi æft mikið í gegnum árin," segir Elín. "Með þessu kerfi nær maður jafnvægi í líkamann með því að styrkja kviðinn og aftanáliggjandi lærvöðva, rassvöðva og innanlæri. Maður er líka að nálgast kviðvöðvana meira og á allt annan hátt en flestir gera. Það er vegna þess að við erum með þetta frábæra tæki, kaðlajógað, til að hjálpa okkur. Fólk er meðvitað um hvað það er að gera, staðsetur sig í núinu og er þar af leiðandi meðvitað um hverja hreyfingu. Í líkamsræktarstöðinni er fólk oft að gera eitt með líkamanum og annað með huganum og ekki óalgengt að fólk sé að lesa blað eða horfa á sjónvarp meðan það gerir æfingarnar sínar. Þannig næst ekki heildrænn árangur. Kaðlajógað þjálfar allt í senn, huga, líkama og sál." Elín segir að allir geti stundað kaðlajóga, líka þeir sem eru í slæmu formi. "Ég er með nemendur frá níu ára og upp í 83 ára. Það er heilmikil brennsla í þessu, en fólk gerir bara eins og það getur. Það breytist öll melting í líkamanum og þá er sama hvort um er að ræða fæðu eða tilfinningar." Þetta finnst blaðamanni athyglisvert en Elín segir það skipta meira máli fyrir sig hvernig hún borðar en hvað. "Í okkar kerfi snýst þetta um að blessa fæðuna í staðinn fyrir að blóta sér í hvert skipti sem maður borðar eitthvað óhollt, sem gerist auðvitað á bestu bæjum. En það veldur því bara að líkaminn herpist saman og nýtir enn síður næringarefnin sem þó eru í fæðunni." Elín er afrekskona í sundi og tók þátt í Ólympíuleikunum 1996 og 2000. "Ég hef nú ekki fylgst mikið með sundinu núna en ég hef horft á fimleikana, sem eru frábærir. Mér finnst hálf óraunverulegt að ég hafi sjálf verið þarna í tvígang," segir Elín, sem hefur lítið synt undanfarin ár. "En það var auðvitað alveg stórkostleg upplifun á sínum tíma."
Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira