Ekki hrædd við að vera áberandi 8. september 2004 00:01 Ég er náttúrlega algjört fatafrík og á mér fullt af uppáhaldsflíkum. Ég verð að nefna fyrstan grænan, tvískiptan kjól sem er ægilega skemmtilegur, með hvítu tjulli undir pilsinu og pífur upp úr blússunni. Hann er bara ekkert eðlilega flottur," segir Marentza Poulsen, smurbrauðsjómfrú. "Þennan kjól hannaði Alda B. Guðjónsdóttir, stílisti og fatahönnuður, á mig árið 2001, fyrir brúðkaup dóttur minnar." Maretza segist vera mikið fyrir sérstök föt og vill helst ekki ganga í fötum eins og aðrir eru í. "Það getur verið erfitt og þess vegna læt ég hiklaust sauma á mig. Áður fyrr hannaði ég og saumaði allt á mig sjálf, en svo fann ég mér saumakonu sem gerir þetta fyrir mig." Það eru engar ýkjur að fatastíll Marentzu sé óvenjulegur og hún segist vera óhemju litaglöð. "Þú sérð mig ekki nema í sterkum litum sem sjást. Mér er alveg sama þó ég veki athygli því ég hef sjálf svo ofboðslega gaman af að horfa á fólk í áberandi fötum. Það er eins og að horfa á skemmtilegt málverk." Maretza er líka með skódellu og á yfir 50 pör af skóm. "Og það sem meira er," segir hún hlæjandi, "þau eru öll í notkun og hvert öðru skemmtilegra og skrýtnara. Ef ég er erlendis veit ég bara ekki fyrr en ég er komin í skóbúðina og farin að máta. En ég hef ekkert gaman af venjulegum skóm. Það er eins með skóna og fötin. þeir draga mig til sín á óútskýranlegan hátt." Maretza verslar mest í útlöndum, ekki síst í Danmörku, þar sem hún leitar uppi búðir sem eru ekki til á Íslandi. "Hér heima versla ég hjá GK þar sem er dönsk hönnun og ítölsk hönnun er líka í miklu uppáhaldi." Maretza rekur Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal, en kaffihúsið er opið frá 15. maí til 15. september. "Það hentar mér svo vel að vinna hér í allri litadýrðinni," segir Maretza, sem rennur nánast saman við litskrúðug blómin í garðinum. "Sumarið hefur verið yndislegt en nú lokum við um miðjan mánuðinn. Það má þó ekki gleyma því að haustið er líka yndisleg árstíð og garðurinn ekki síður fallegur nú en í sumar, svo fólk ætti endilega að drífa sig í kaffi til okkar. Þegar kaffihúsið lokar taka við smurbrauðsnámskeið hjá Marentzu og svo hið margfræga danska jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum." Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ég er náttúrlega algjört fatafrík og á mér fullt af uppáhaldsflíkum. Ég verð að nefna fyrstan grænan, tvískiptan kjól sem er ægilega skemmtilegur, með hvítu tjulli undir pilsinu og pífur upp úr blússunni. Hann er bara ekkert eðlilega flottur," segir Marentza Poulsen, smurbrauðsjómfrú. "Þennan kjól hannaði Alda B. Guðjónsdóttir, stílisti og fatahönnuður, á mig árið 2001, fyrir brúðkaup dóttur minnar." Maretza segist vera mikið fyrir sérstök föt og vill helst ekki ganga í fötum eins og aðrir eru í. "Það getur verið erfitt og þess vegna læt ég hiklaust sauma á mig. Áður fyrr hannaði ég og saumaði allt á mig sjálf, en svo fann ég mér saumakonu sem gerir þetta fyrir mig." Það eru engar ýkjur að fatastíll Marentzu sé óvenjulegur og hún segist vera óhemju litaglöð. "Þú sérð mig ekki nema í sterkum litum sem sjást. Mér er alveg sama þó ég veki athygli því ég hef sjálf svo ofboðslega gaman af að horfa á fólk í áberandi fötum. Það er eins og að horfa á skemmtilegt málverk." Maretza er líka með skódellu og á yfir 50 pör af skóm. "Og það sem meira er," segir hún hlæjandi, "þau eru öll í notkun og hvert öðru skemmtilegra og skrýtnara. Ef ég er erlendis veit ég bara ekki fyrr en ég er komin í skóbúðina og farin að máta. En ég hef ekkert gaman af venjulegum skóm. Það er eins með skóna og fötin. þeir draga mig til sín á óútskýranlegan hátt." Maretza verslar mest í útlöndum, ekki síst í Danmörku, þar sem hún leitar uppi búðir sem eru ekki til á Íslandi. "Hér heima versla ég hjá GK þar sem er dönsk hönnun og ítölsk hönnun er líka í miklu uppáhaldi." Maretza rekur Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal, en kaffihúsið er opið frá 15. maí til 15. september. "Það hentar mér svo vel að vinna hér í allri litadýrðinni," segir Maretza, sem rennur nánast saman við litskrúðug blómin í garðinum. "Sumarið hefur verið yndislegt en nú lokum við um miðjan mánuðinn. Það má þó ekki gleyma því að haustið er líka yndisleg árstíð og garðurinn ekki síður fallegur nú en í sumar, svo fólk ætti endilega að drífa sig í kaffi til okkar. Þegar kaffihúsið lokar taka við smurbrauðsnámskeið hjá Marentzu og svo hið margfræga danska jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum."
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira