Dottað í drottningarstólnum 8. september 2004 00:01 "Ég á mér uppáhaldsstól sem ég sef í fyrir framan sjónvarpið," segir Sigríður Eyþórsdóttir, kennari og leikstjóri. "Ég held voða mikið upp á hann. Þetta er stóll sem foreldrar mínir áttu og var upphaflega hluti af sófasetti. Stóllinn kom til þeirra í Selvog, sem er næsti bær við Strandarkirkju, fyrir margt löngu og er orðinn talsvert meira en 100 ára. Hann hefur nú fengið upplyftingu síðan, en er ennþá ægilega virðulegur, með vínrauðu flauelsáklæði, snúrum og hvaðeina. Það kemur alltaf mikil værð yfir mig þegar ég sest í þennan stól, ég hreinlega svíf á braut," segir Sigríður hlæjandi. Þó að Sigríður segist vera mikil kertakona og finnist kósí að sitja við kertaljós á haustkvöldum nærist hún á birtunni. "Ég þarf birtu og sæki mikið í hana, en skammdegið er mér ekkert erfitt." Sigríður er kennari í Selmennt, sem er framhaldsskóli fyrir fatlaða, en leikstýrir líka leikhópnum Perlunni, sem er leikhópur þroskaskertra. "Þar eru þar miklir og góðir listamenn," segir Sigríður stolt. "Við erum einmitt nýkomin heim frá Bandaríkjunum, þar sem krakkarnir gerðu garðinn frægan. Við sýndum Vor eftir Stein Steinarr í enskri þýðingu Karls Guðmundssonar við tónlist eftir Ágúst Svavarsson. Síðan voru dansarnir eftir Láru Stefánsdóttur sem var með í för. Það er alveg óhætt að segja að við höfum komið, séð og sigrað í stórborginni," segir Sigríður, ánægð með hópinn sinn. Hún segir leiklistina vera sínar ær og kýr, svo og gönguferðir og útivist og að rækta eitthvað í kringum sig, hvort sem það eru nú plöntur eða mannfólkið sjálft. "Ég var byrjuð að leika áður en ég vissi hvað leiklist var og notaði tölurnar hennar mömmu til að setja upp heilu leikritin," segir Sigríður, hallar sér aftur í drottningarstólnum ... og er þegar farin að dotta. Hús og heimili Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
"Ég á mér uppáhaldsstól sem ég sef í fyrir framan sjónvarpið," segir Sigríður Eyþórsdóttir, kennari og leikstjóri. "Ég held voða mikið upp á hann. Þetta er stóll sem foreldrar mínir áttu og var upphaflega hluti af sófasetti. Stóllinn kom til þeirra í Selvog, sem er næsti bær við Strandarkirkju, fyrir margt löngu og er orðinn talsvert meira en 100 ára. Hann hefur nú fengið upplyftingu síðan, en er ennþá ægilega virðulegur, með vínrauðu flauelsáklæði, snúrum og hvaðeina. Það kemur alltaf mikil værð yfir mig þegar ég sest í þennan stól, ég hreinlega svíf á braut," segir Sigríður hlæjandi. Þó að Sigríður segist vera mikil kertakona og finnist kósí að sitja við kertaljós á haustkvöldum nærist hún á birtunni. "Ég þarf birtu og sæki mikið í hana, en skammdegið er mér ekkert erfitt." Sigríður er kennari í Selmennt, sem er framhaldsskóli fyrir fatlaða, en leikstýrir líka leikhópnum Perlunni, sem er leikhópur þroskaskertra. "Þar eru þar miklir og góðir listamenn," segir Sigríður stolt. "Við erum einmitt nýkomin heim frá Bandaríkjunum, þar sem krakkarnir gerðu garðinn frægan. Við sýndum Vor eftir Stein Steinarr í enskri þýðingu Karls Guðmundssonar við tónlist eftir Ágúst Svavarsson. Síðan voru dansarnir eftir Láru Stefánsdóttur sem var með í för. Það er alveg óhætt að segja að við höfum komið, séð og sigrað í stórborginni," segir Sigríður, ánægð með hópinn sinn. Hún segir leiklistina vera sínar ær og kýr, svo og gönguferðir og útivist og að rækta eitthvað í kringum sig, hvort sem það eru nú plöntur eða mannfólkið sjálft. "Ég var byrjuð að leika áður en ég vissi hvað leiklist var og notaði tölurnar hennar mömmu til að setja upp heilu leikritin," segir Sigríður, hallar sér aftur í drottningarstólnum ... og er þegar farin að dotta.
Hús og heimili Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira