Kaupmaðurinn á horninu í útrás 13. september 2004 00:01 Kaupmaðurinn á horninu er orðinn að hálfgerðri goðsögn á Íslandi. Þó er einn og einn í fullu fjöri og þar á meðal er Þórður Björnsson í Hlíðakjöri við Eskihlíð. Þórður er nýlega byrjaður í bransanum og er svo bjartsýnn að hann er búinn að kaupa Sunnubúðina við Lönguhlíð líka, hvorutveggja rótgrónar hverfisverslanir. Heildsali er að taka niður pöntun hjá honum í Hlíðakjöri þegar blaðamaður ranglar inn. Þórður býður samt strax góðan dag og gerir sig kláran í afgreiðslu en er beðinn blessaður að halda áfram að kaupa inn, erindið sé bara að forvitnast um hvernig lífið gangi fyrir sig í svona lítilli búð. Þarna er ótrúlegt úrval af varningi á fáum fermetrum, allt frá brýnustu nauðsynjum eins og brauði og mjólk til meiri munaðarvara eins og hlynsýróps og freistandi kókoskex. Meira að segja nammibar úti í horni. Maður hélt það væri helst eldra fólk sem verslaði í svona hverfisbúð en þá stund sem blaðamaður staldrar við er meðalaldur kúnnanna milli tvítugs og þrítugs. “Til hamingju með nýja bílinn,” segir Þórður við einn unga manninn og fylgist greinilega með því sem er að gerast í lífi viðskiptavinanna. Ung kona er spurð af blaðamanni hvort þetta sé búðin hennar. "Mér finnst voða gott að skjótast hér inn og versla um leið og ég næ í barnið á leikskólann,” svarar hún. Þegar um hægist hjá kaupmanninum er hann tekinn tali. “Ég hef alltaf haft áhuga á búðarrekstri,” segir hann. “Frændi minn var kaupmaður. Rak Sunnukjör í húsinu sem Fréttablaðið er nú í og átti Sunnubúðina í Lönguhlíð með öðrum. Þannig að hún er að koma aftur í fjölskylduna.” Sjálfur kveðst Þórður einkum hafa starfað kringum bíla og á tímabili rekið eigin varahlutaverslun. Hann hafi farið í nám í markaðsfræði hjá Endurmenntun Háskólans fyrir fáum árum og eftir að hafa misst vinnuna sína hafi hann farið að leita sér að fyrirtæki til kaups á netinu. “Þá datt ég niður á Hlíðakjör og eftir viku var ég búinn að taka við. Það var um miðjan desember í fyrra.” Hann segist hafa fjölgað vörutegundum en vera með lítið af öllu nema mjólk og gosi. “Búðin er opin frá 10 á morgnana til 11 á kvöldin þannig að þetta er eiginlega sjoppa á kvöldin líka og þegar gott er í sjónvarpinu þá er ég með góða sölu!” segir hann brosandi. Þórður tekur við Sunnubúðinni um næstu mánaðamót. Þá verður hátíð í hverfinu. “Þegar ég byrjaði hér í Hlíðakjöri var ég með línuskautamót. Nú ætla ég að efna til ratleiks. Það verður örugglega gaman,” segir hann og snýr sér svo að næsta kúnn Atvinna Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Kaupmaðurinn á horninu er orðinn að hálfgerðri goðsögn á Íslandi. Þó er einn og einn í fullu fjöri og þar á meðal er Þórður Björnsson í Hlíðakjöri við Eskihlíð. Þórður er nýlega byrjaður í bransanum og er svo bjartsýnn að hann er búinn að kaupa Sunnubúðina við Lönguhlíð líka, hvorutveggja rótgrónar hverfisverslanir. Heildsali er að taka niður pöntun hjá honum í Hlíðakjöri þegar blaðamaður ranglar inn. Þórður býður samt strax góðan dag og gerir sig kláran í afgreiðslu en er beðinn blessaður að halda áfram að kaupa inn, erindið sé bara að forvitnast um hvernig lífið gangi fyrir sig í svona lítilli búð. Þarna er ótrúlegt úrval af varningi á fáum fermetrum, allt frá brýnustu nauðsynjum eins og brauði og mjólk til meiri munaðarvara eins og hlynsýróps og freistandi kókoskex. Meira að segja nammibar úti í horni. Maður hélt það væri helst eldra fólk sem verslaði í svona hverfisbúð en þá stund sem blaðamaður staldrar við er meðalaldur kúnnanna milli tvítugs og þrítugs. “Til hamingju með nýja bílinn,” segir Þórður við einn unga manninn og fylgist greinilega með því sem er að gerast í lífi viðskiptavinanna. Ung kona er spurð af blaðamanni hvort þetta sé búðin hennar. "Mér finnst voða gott að skjótast hér inn og versla um leið og ég næ í barnið á leikskólann,” svarar hún. Þegar um hægist hjá kaupmanninum er hann tekinn tali. “Ég hef alltaf haft áhuga á búðarrekstri,” segir hann. “Frændi minn var kaupmaður. Rak Sunnukjör í húsinu sem Fréttablaðið er nú í og átti Sunnubúðina í Lönguhlíð með öðrum. Þannig að hún er að koma aftur í fjölskylduna.” Sjálfur kveðst Þórður einkum hafa starfað kringum bíla og á tímabili rekið eigin varahlutaverslun. Hann hafi farið í nám í markaðsfræði hjá Endurmenntun Háskólans fyrir fáum árum og eftir að hafa misst vinnuna sína hafi hann farið að leita sér að fyrirtæki til kaups á netinu. “Þá datt ég niður á Hlíðakjör og eftir viku var ég búinn að taka við. Það var um miðjan desember í fyrra.” Hann segist hafa fjölgað vörutegundum en vera með lítið af öllu nema mjólk og gosi. “Búðin er opin frá 10 á morgnana til 11 á kvöldin þannig að þetta er eiginlega sjoppa á kvöldin líka og þegar gott er í sjónvarpinu þá er ég með góða sölu!” segir hann brosandi. Þórður tekur við Sunnubúðinni um næstu mánaðamót. Þá verður hátíð í hverfinu. “Þegar ég byrjaði hér í Hlíðakjöri var ég með línuskautamót. Nú ætla ég að efna til ratleiks. Það verður örugglega gaman,” segir hann og snýr sér svo að næsta kúnn
Atvinna Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira