Kaupmaðurinn á horninu í útrás 13. september 2004 00:01 Kaupmaðurinn á horninu er orðinn að hálfgerðri goðsögn á Íslandi. Þó er einn og einn í fullu fjöri og þar á meðal er Þórður Björnsson í Hlíðakjöri við Eskihlíð. Þórður er nýlega byrjaður í bransanum og er svo bjartsýnn að hann er búinn að kaupa Sunnubúðina við Lönguhlíð líka, hvorutveggja rótgrónar hverfisverslanir. Heildsali er að taka niður pöntun hjá honum í Hlíðakjöri þegar blaðamaður ranglar inn. Þórður býður samt strax góðan dag og gerir sig kláran í afgreiðslu en er beðinn blessaður að halda áfram að kaupa inn, erindið sé bara að forvitnast um hvernig lífið gangi fyrir sig í svona lítilli búð. Þarna er ótrúlegt úrval af varningi á fáum fermetrum, allt frá brýnustu nauðsynjum eins og brauði og mjólk til meiri munaðarvara eins og hlynsýróps og freistandi kókoskex. Meira að segja nammibar úti í horni. Maður hélt það væri helst eldra fólk sem verslaði í svona hverfisbúð en þá stund sem blaðamaður staldrar við er meðalaldur kúnnanna milli tvítugs og þrítugs. “Til hamingju með nýja bílinn,” segir Þórður við einn unga manninn og fylgist greinilega með því sem er að gerast í lífi viðskiptavinanna. Ung kona er spurð af blaðamanni hvort þetta sé búðin hennar. "Mér finnst voða gott að skjótast hér inn og versla um leið og ég næ í barnið á leikskólann,” svarar hún. Þegar um hægist hjá kaupmanninum er hann tekinn tali. “Ég hef alltaf haft áhuga á búðarrekstri,” segir hann. “Frændi minn var kaupmaður. Rak Sunnukjör í húsinu sem Fréttablaðið er nú í og átti Sunnubúðina í Lönguhlíð með öðrum. Þannig að hún er að koma aftur í fjölskylduna.” Sjálfur kveðst Þórður einkum hafa starfað kringum bíla og á tímabili rekið eigin varahlutaverslun. Hann hafi farið í nám í markaðsfræði hjá Endurmenntun Háskólans fyrir fáum árum og eftir að hafa misst vinnuna sína hafi hann farið að leita sér að fyrirtæki til kaups á netinu. “Þá datt ég niður á Hlíðakjör og eftir viku var ég búinn að taka við. Það var um miðjan desember í fyrra.” Hann segist hafa fjölgað vörutegundum en vera með lítið af öllu nema mjólk og gosi. “Búðin er opin frá 10 á morgnana til 11 á kvöldin þannig að þetta er eiginlega sjoppa á kvöldin líka og þegar gott er í sjónvarpinu þá er ég með góða sölu!” segir hann brosandi. Þórður tekur við Sunnubúðinni um næstu mánaðamót. Þá verður hátíð í hverfinu. “Þegar ég byrjaði hér í Hlíðakjöri var ég með línuskautamót. Nú ætla ég að efna til ratleiks. Það verður örugglega gaman,” segir hann og snýr sér svo að næsta kúnn Atvinna Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Kaupmaðurinn á horninu er orðinn að hálfgerðri goðsögn á Íslandi. Þó er einn og einn í fullu fjöri og þar á meðal er Þórður Björnsson í Hlíðakjöri við Eskihlíð. Þórður er nýlega byrjaður í bransanum og er svo bjartsýnn að hann er búinn að kaupa Sunnubúðina við Lönguhlíð líka, hvorutveggja rótgrónar hverfisverslanir. Heildsali er að taka niður pöntun hjá honum í Hlíðakjöri þegar blaðamaður ranglar inn. Þórður býður samt strax góðan dag og gerir sig kláran í afgreiðslu en er beðinn blessaður að halda áfram að kaupa inn, erindið sé bara að forvitnast um hvernig lífið gangi fyrir sig í svona lítilli búð. Þarna er ótrúlegt úrval af varningi á fáum fermetrum, allt frá brýnustu nauðsynjum eins og brauði og mjólk til meiri munaðarvara eins og hlynsýróps og freistandi kókoskex. Meira að segja nammibar úti í horni. Maður hélt það væri helst eldra fólk sem verslaði í svona hverfisbúð en þá stund sem blaðamaður staldrar við er meðalaldur kúnnanna milli tvítugs og þrítugs. “Til hamingju með nýja bílinn,” segir Þórður við einn unga manninn og fylgist greinilega með því sem er að gerast í lífi viðskiptavinanna. Ung kona er spurð af blaðamanni hvort þetta sé búðin hennar. "Mér finnst voða gott að skjótast hér inn og versla um leið og ég næ í barnið á leikskólann,” svarar hún. Þegar um hægist hjá kaupmanninum er hann tekinn tali. “Ég hef alltaf haft áhuga á búðarrekstri,” segir hann. “Frændi minn var kaupmaður. Rak Sunnukjör í húsinu sem Fréttablaðið er nú í og átti Sunnubúðina í Lönguhlíð með öðrum. Þannig að hún er að koma aftur í fjölskylduna.” Sjálfur kveðst Þórður einkum hafa starfað kringum bíla og á tímabili rekið eigin varahlutaverslun. Hann hafi farið í nám í markaðsfræði hjá Endurmenntun Háskólans fyrir fáum árum og eftir að hafa misst vinnuna sína hafi hann farið að leita sér að fyrirtæki til kaups á netinu. “Þá datt ég niður á Hlíðakjör og eftir viku var ég búinn að taka við. Það var um miðjan desember í fyrra.” Hann segist hafa fjölgað vörutegundum en vera með lítið af öllu nema mjólk og gosi. “Búðin er opin frá 10 á morgnana til 11 á kvöldin þannig að þetta er eiginlega sjoppa á kvöldin líka og þegar gott er í sjónvarpinu þá er ég með góða sölu!” segir hann brosandi. Þórður tekur við Sunnubúðinni um næstu mánaðamót. Þá verður hátíð í hverfinu. “Þegar ég byrjaði hér í Hlíðakjöri var ég með línuskautamót. Nú ætla ég að efna til ratleiks. Það verður örugglega gaman,” segir hann og snýr sér svo að næsta kúnn
Atvinna Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira