Vinkonur með persónulegan stíl 15. september 2004 00:01 Dís og vinkonur hennar í samnefndri kvikmynd tolla í tískunni en eru ekki tískudrósir og þær fara eigin leiðir í fatastíl segir Bergþóra Magnúsdóttir hönnuður sem sá um búningana í kvikmyndinni sem frumsýnd var á dögunum. Í stuttu máli segir myndin frá bestu vinkonunum Dís og Blævi sem búa og hringsnúast í Reykjavíkurborg nútímans og lenda í hinum skemmtilegustu ævintýrum. "Umfram allt eru Dís og Blær ungar konur sem eru að reyna að finna sig í lífinu, þær eru ekki alveg búnar að finna sinn stíl og taka þar af leiðandi ólíka hluti úr mismunandi áttum og setja í nýtt samhengi," segir Bergþóra. "Blær er svolítill hippi og bóhem, hún spáir lítið í litasamsetningar, blandar öllu saman og brosir framan í lífið. Dís er aðeins óöruggari, áhrifavaldarnir koma héðan og þaðan, hún er afslöppuð en spáir og spekúlerar í hverju hún á að vera. Þær eru þó báðar tiltölulega kærulausar og klæða sig frekar eftir skapi heldur en veðri og vindum sem gerir persónuleika þeirra einmitt svo skemmtilega og áhugaverða. Vinkonurnar eru báðar litríkar á sinn hátt og það var mjög skemmtilegt og skapandi ferli að búa til þeirra heim, en það var gert í náinni samvinnu við leikstjórann Silju Hauksdóttur og hönnuði leikmyndar." Tíska vinkvennanna í Dís lýsir ákveðnu tímaleysi í samtímanum segir Bergdís og bendir á að það sé alltaf viss hópur fólks sem skapar sér sinn persónulega stíl með einskonar hippalegri samsuðutísku. "Að skapa sinn persónulega stíl, það er þeirra tíska". Þessi " hippalega samsuðutíska" er svo í dag mjög mikið í tísku þannig að glögglega má sjá samsvörun á milli tískunnar í myndinni og götutísku Reykjavíkuborgar, sem einkennist þessa dagana meðal annars af samblandi af gömlu og nýju, skrautnælum, hálsklútum, hárskrauti, lopapeysum, ponsjóum og stígvélum. Bergþóra Magnúsdóttir útskrifaðist úr textíldeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur haft nóg fyrir stafni síðan. Um þessar mundir starfar hún ásamt Helgu I. Stefánsdóttur við búningahönnun í leikverkinu Úlfhamssögu sem Hafnarfjarðarleikhúsið mun frumsýna nú í október og einnig hefur hún verið að aðstoða Helgu við búningana í bíómynd Baltasars Kormáks "A Little Trip to Heaven". Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Dís og vinkonur hennar í samnefndri kvikmynd tolla í tískunni en eru ekki tískudrósir og þær fara eigin leiðir í fatastíl segir Bergþóra Magnúsdóttir hönnuður sem sá um búningana í kvikmyndinni sem frumsýnd var á dögunum. Í stuttu máli segir myndin frá bestu vinkonunum Dís og Blævi sem búa og hringsnúast í Reykjavíkurborg nútímans og lenda í hinum skemmtilegustu ævintýrum. "Umfram allt eru Dís og Blær ungar konur sem eru að reyna að finna sig í lífinu, þær eru ekki alveg búnar að finna sinn stíl og taka þar af leiðandi ólíka hluti úr mismunandi áttum og setja í nýtt samhengi," segir Bergþóra. "Blær er svolítill hippi og bóhem, hún spáir lítið í litasamsetningar, blandar öllu saman og brosir framan í lífið. Dís er aðeins óöruggari, áhrifavaldarnir koma héðan og þaðan, hún er afslöppuð en spáir og spekúlerar í hverju hún á að vera. Þær eru þó báðar tiltölulega kærulausar og klæða sig frekar eftir skapi heldur en veðri og vindum sem gerir persónuleika þeirra einmitt svo skemmtilega og áhugaverða. Vinkonurnar eru báðar litríkar á sinn hátt og það var mjög skemmtilegt og skapandi ferli að búa til þeirra heim, en það var gert í náinni samvinnu við leikstjórann Silju Hauksdóttur og hönnuði leikmyndar." Tíska vinkvennanna í Dís lýsir ákveðnu tímaleysi í samtímanum segir Bergdís og bendir á að það sé alltaf viss hópur fólks sem skapar sér sinn persónulega stíl með einskonar hippalegri samsuðutísku. "Að skapa sinn persónulega stíl, það er þeirra tíska". Þessi " hippalega samsuðutíska" er svo í dag mjög mikið í tísku þannig að glögglega má sjá samsvörun á milli tískunnar í myndinni og götutísku Reykjavíkuborgar, sem einkennist þessa dagana meðal annars af samblandi af gömlu og nýju, skrautnælum, hálsklútum, hárskrauti, lopapeysum, ponsjóum og stígvélum. Bergþóra Magnúsdóttir útskrifaðist úr textíldeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur haft nóg fyrir stafni síðan. Um þessar mundir starfar hún ásamt Helgu I. Stefánsdóttur við búningahönnun í leikverkinu Úlfhamssögu sem Hafnarfjarðarleikhúsið mun frumsýna nú í október og einnig hefur hún verið að aðstoða Helgu við búningana í bíómynd Baltasars Kormáks "A Little Trip to Heaven".
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira