Tíu þúsund sinnum 15. september 2004 00:01 Ellefta september árið 2001 dóu þrjátíu þúsund börn úr fátækt. Fáir tóku eftir þessum dauðsföllum aðrir en foreldar, systkini og nágrannar þessara barna. Tala hinna látnu er þó vel þekkt. Enginn dagur líður svo á þessari jörð að ekki deyi eitthvað í kringum þrjátíu þúsund börn af þeirri ástæðu einni að foreldar þeirra eru fátækt fólk sem hvorki hefur aðgang að hreinu vatni né sæmilegri fæðu fyrir börnin sín. Þennan sama dag dóu líka þrjúþúsund saklausir menn vegna hryðjuverka í New York. Sá atburður breytti heiminum. En þó ekki fyrir alla. Og ekki til hins betra. Frá því árásin var gerð á New York hafa um það bil þrjátíu milljónir barna dáið úr fátækt. Tíu þúsund sinnum fleiri en dóu í árásinni fyrir þremur árum. Og að minnsta kosti ein til tvær milljónir manna til viðbótar hafa dáið vegna stríðsátaka sem fáir taka eftir vegna þess að þau eru ekki inni á dagskrá heimsmálanna sem í þrjú ár hefur verið mótuð af stríðinu gegn hryðjuverkum. Og enn aðrar milljónir manna hafa dáið úr sjúkdómum sem auðvelt hefði verið að lækna þá af fyrir lítið brot af þeirri upphæð sem stríðið í Írak er búið að kosta. Við, þessi hundruð milljóna manna sem horfðu á árásina á New York í beinni útsendingu, munum aldrei gleyma þessum atburði. Við horfðum á fólk stökkva í dauðann á flótta undan eldi og reyk og vissum um leið að þúsundir annarra voru að kafna, stikna eða kremjast í því helvíti sem við sáum þarna opnast. Við vissum að þessi hryllingur myndi hafa djúp og jafnvel varanleg áhrif á gang heimsmála. En af hverju vissum við það? Dóu ekki álíka margir, þrjú þúsund manns, í fjöldamorðunum sem Ariel Sharon setti af stað í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon fyrir tuttugu árum? Var síður óhugnanlegt að vita til þess að þrjú þúsund saklausir Palestínumenn, að mestu leyti konur, börn og gamalmenni, voru drepnir í hreysum sínum af vígasveitum sem núverandi forsætisráðherra Ísrael hleypti inn í búðirnar og aðstoðaði? Ariel Sharon. Maðurinn sem oftast allra erlendra þjóðarleiðtoga gengur út og inn úr Hvíta húsinu enda staðfastastur allra hinna staðföstu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Af hverju breyttu þessi fjöldamorð á alsaklausu fólki ekki heiminum? Pólitíkin er bara ekki þannig. Palestínumennirnir sem dauðasveitirnar murkuðu lífið úr höfðu verið landlausir flóttamenn alla ævina, sumir allt frá fyrstu hrinu þjóðernishreinsana Ísraelsmanna í Palestínu. Þetta fólk hafði ekki unnið sér annað til sakar en að vera af máttlausri þjóð og á vondum stað. Morðin á því breyttu heldur engu. Þetta fólk átti ekkert bakland. Nema í Arabaheiminum þar sem máttlaus reiði hinna valdalausu yfir þessu og þúsund öðrum skelfingum fær stundum útrás með hinum óskaplegasta hætti. Dauði þrjátíu þúsund barna úr fátækt á hverjum degi breytir heldur engu um heimsmálin. Og það þótt öllum sem til þekkja sé ljóst að unnt væri að bjarga þúsundum barna frá dauða á hverjum einasta degi fyrir hluta af þeirri upphæð sem Bandaríkjamenn verja nú til stríðsins í Írak. Börnin deyja nefnilega ekki úr illvígum sjúkdómum sem læknavísindin ráða lítið við. Þau deyja flest úr niðurgangi sem orsakast af vondu vatni og lélegu fæði. Þúsundir fullorðinna deyja líka á hverjum degi úr sjúkdómum sem tiltölulega ódýr og vel þekkt lyf gætu bjargað þeim frá. Ekkert af þessu kemst hins vegar á dagskrá heimsmálanna. Ekkert af þessu er heldur nokkru sinni nefnt í kosningabaráttunni í auðugasta ríki heims, sem er nískast allra þróaðra ríkja á framlög til baráttu gegn fátækt. Þess í stað há menn alþjóðlegt stríð á forsendum sem eru ekki bara falskar heldur líka heimskulegar. Menn segja að árásin á New York hafi verið árás á lýðræði í heiminum, þótt augljóst sé að árásarefnið komi lýðræði nákvæmlega ekkert við. Ástæðuna var að finna í hugarheimi ofsatrúarmanna sem vildu mótmæla veru bandarískra hermanna í Sádi-Arabíu og stuðningi Bandaríkjanna við spillta konungsstjórn í landinu. Margar ástæður þess að hryðjuverkamenn næstu ára eru nú framleiddir eins og á færibandi í Mið-Austurlöndum liggja í afskiptum Bandaríkjanna af þessum heimshluta. Eina ástæða þess að þrjátíu þúsund börn munu deyja úr fátækt á þessum miðvikudegi er hins vegar afskiptaleysi. Utanríkisráðherra Íslands sem lætur af embætti í dag má eiga þakkir fyrir að afskiptaleysi okkar Íslendinga af hinum fátæku er dálítið minna en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ellefta september árið 2001 dóu þrjátíu þúsund börn úr fátækt. Fáir tóku eftir þessum dauðsföllum aðrir en foreldar, systkini og nágrannar þessara barna. Tala hinna látnu er þó vel þekkt. Enginn dagur líður svo á þessari jörð að ekki deyi eitthvað í kringum þrjátíu þúsund börn af þeirri ástæðu einni að foreldar þeirra eru fátækt fólk sem hvorki hefur aðgang að hreinu vatni né sæmilegri fæðu fyrir börnin sín. Þennan sama dag dóu líka þrjúþúsund saklausir menn vegna hryðjuverka í New York. Sá atburður breytti heiminum. En þó ekki fyrir alla. Og ekki til hins betra. Frá því árásin var gerð á New York hafa um það bil þrjátíu milljónir barna dáið úr fátækt. Tíu þúsund sinnum fleiri en dóu í árásinni fyrir þremur árum. Og að minnsta kosti ein til tvær milljónir manna til viðbótar hafa dáið vegna stríðsátaka sem fáir taka eftir vegna þess að þau eru ekki inni á dagskrá heimsmálanna sem í þrjú ár hefur verið mótuð af stríðinu gegn hryðjuverkum. Og enn aðrar milljónir manna hafa dáið úr sjúkdómum sem auðvelt hefði verið að lækna þá af fyrir lítið brot af þeirri upphæð sem stríðið í Írak er búið að kosta. Við, þessi hundruð milljóna manna sem horfðu á árásina á New York í beinni útsendingu, munum aldrei gleyma þessum atburði. Við horfðum á fólk stökkva í dauðann á flótta undan eldi og reyk og vissum um leið að þúsundir annarra voru að kafna, stikna eða kremjast í því helvíti sem við sáum þarna opnast. Við vissum að þessi hryllingur myndi hafa djúp og jafnvel varanleg áhrif á gang heimsmála. En af hverju vissum við það? Dóu ekki álíka margir, þrjú þúsund manns, í fjöldamorðunum sem Ariel Sharon setti af stað í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon fyrir tuttugu árum? Var síður óhugnanlegt að vita til þess að þrjú þúsund saklausir Palestínumenn, að mestu leyti konur, börn og gamalmenni, voru drepnir í hreysum sínum af vígasveitum sem núverandi forsætisráðherra Ísrael hleypti inn í búðirnar og aðstoðaði? Ariel Sharon. Maðurinn sem oftast allra erlendra þjóðarleiðtoga gengur út og inn úr Hvíta húsinu enda staðfastastur allra hinna staðföstu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Af hverju breyttu þessi fjöldamorð á alsaklausu fólki ekki heiminum? Pólitíkin er bara ekki þannig. Palestínumennirnir sem dauðasveitirnar murkuðu lífið úr höfðu verið landlausir flóttamenn alla ævina, sumir allt frá fyrstu hrinu þjóðernishreinsana Ísraelsmanna í Palestínu. Þetta fólk hafði ekki unnið sér annað til sakar en að vera af máttlausri þjóð og á vondum stað. Morðin á því breyttu heldur engu. Þetta fólk átti ekkert bakland. Nema í Arabaheiminum þar sem máttlaus reiði hinna valdalausu yfir þessu og þúsund öðrum skelfingum fær stundum útrás með hinum óskaplegasta hætti. Dauði þrjátíu þúsund barna úr fátækt á hverjum degi breytir heldur engu um heimsmálin. Og það þótt öllum sem til þekkja sé ljóst að unnt væri að bjarga þúsundum barna frá dauða á hverjum einasta degi fyrir hluta af þeirri upphæð sem Bandaríkjamenn verja nú til stríðsins í Írak. Börnin deyja nefnilega ekki úr illvígum sjúkdómum sem læknavísindin ráða lítið við. Þau deyja flest úr niðurgangi sem orsakast af vondu vatni og lélegu fæði. Þúsundir fullorðinna deyja líka á hverjum degi úr sjúkdómum sem tiltölulega ódýr og vel þekkt lyf gætu bjargað þeim frá. Ekkert af þessu kemst hins vegar á dagskrá heimsmálanna. Ekkert af þessu er heldur nokkru sinni nefnt í kosningabaráttunni í auðugasta ríki heims, sem er nískast allra þróaðra ríkja á framlög til baráttu gegn fátækt. Þess í stað há menn alþjóðlegt stríð á forsendum sem eru ekki bara falskar heldur líka heimskulegar. Menn segja að árásin á New York hafi verið árás á lýðræði í heiminum, þótt augljóst sé að árásarefnið komi lýðræði nákvæmlega ekkert við. Ástæðuna var að finna í hugarheimi ofsatrúarmanna sem vildu mótmæla veru bandarískra hermanna í Sádi-Arabíu og stuðningi Bandaríkjanna við spillta konungsstjórn í landinu. Margar ástæður þess að hryðjuverkamenn næstu ára eru nú framleiddir eins og á færibandi í Mið-Austurlöndum liggja í afskiptum Bandaríkjanna af þessum heimshluta. Eina ástæða þess að þrjátíu þúsund börn munu deyja úr fátækt á þessum miðvikudegi er hins vegar afskiptaleysi. Utanríkisráðherra Íslands sem lætur af embætti í dag má eiga þakkir fyrir að afskiptaleysi okkar Íslendinga af hinum fátæku er dálítið minna en áður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun