Eins og að hitta gamlan vin 15. september 2004 00:01 "Þetta er dálítið eins og að hitta gamlan vin," sagði Hallur Þór Sigurðarson, vörustjóri hjá Microsoft Íslandi, um hvernig er að nota íslenskt viðmót Windows og Office hugbúnaðarvöndulsins í fyrsta sinn. "Í raun er ekkert þarna sem kemur á óvart," bætti hann við í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni "Hittu Microsoft" sem hófst í gær á Nordica hótel í Reykjavík og lýkur síðdegis í dag. Microsoft kynnti fyrir mánuði síðan íslenskt viðmót fyrir bæði Windows XP stýrikerfið og fyrir Office 2003 hugbúnaðarvöndulinn, en í báðum tilvikum er um að ræða nýjustu útgáfur hugbúnaðarins. Hallur velti upp þeirri spurningu hvort það væri í raun þess virði að þýða hugbúnað, hvort ekki væri um að ræða peningasóun, því vissulega væri þetta dýrt og markaðurinn lítill hér. "Er svo ekki bara ágætt að nota enska viðmótið, svona til að styrkja okkur í enskunni? Fólk vinnur jú í alþjóðlegu umhverfi og sumt hvert, eins og ég, hjá erlendum fyrirtækjum," sagði hann, en hélt svo áfram og bætti við að þótt tína mætti til rök bæði með og á móti þýðingum væri það skoðun fyrirtækisins að "lifandi tungumál verði að hafa orðaforða á öllum meginsviðum þjóðlífsins." Hallur taldi að ef upplýsingatæknina vantaði í orðaforðann yrði varla hægt að tala um íslenskuna sem "lifandi tungumál" til lengri tíma litið. "Svo kunna heldur ekki allir ensku," áréttaði hann og benti á að þegar börn notuðu tölvur þá vissu þau ekki endilega hvað þau væru að velja þó svo að þau myndu leiðina í valmyndartré hugbúnaðarins. Hallur sagði það líka skoðun fyrirtækisins að það myndi auka framleiðni fyrirtækja að nota íslenskt viðmót því viðmótinu fylgdi aukin tölvugeta starfsmanna. Hann vitnaði í Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta, sem sagði þegar hún tók við íslenskri útgáfu hugbúnaðarins: "Það er löngu vitað að allir hugsa, læra og skapa best á eigin tungumáli." Íslensku viðmóti hugbúnaðar Microsoft er hægt að hlaða endurgjaldslaust niður af netinu, auk þess sem það fylgir á geisladiski þegar hugbúnaðurinn er keyptur. Hallur sagði ástæður Microsoft vera tvíþættar í að bjóða íslenskt viðmót, annars vegar að skila til baka hluta af ágóða sínum til samfélagsins og svo voninni um að í kjölfarið fylgdi aukin sala, þótt síðar væri. Tækni Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
"Þetta er dálítið eins og að hitta gamlan vin," sagði Hallur Þór Sigurðarson, vörustjóri hjá Microsoft Íslandi, um hvernig er að nota íslenskt viðmót Windows og Office hugbúnaðarvöndulsins í fyrsta sinn. "Í raun er ekkert þarna sem kemur á óvart," bætti hann við í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni "Hittu Microsoft" sem hófst í gær á Nordica hótel í Reykjavík og lýkur síðdegis í dag. Microsoft kynnti fyrir mánuði síðan íslenskt viðmót fyrir bæði Windows XP stýrikerfið og fyrir Office 2003 hugbúnaðarvöndulinn, en í báðum tilvikum er um að ræða nýjustu útgáfur hugbúnaðarins. Hallur velti upp þeirri spurningu hvort það væri í raun þess virði að þýða hugbúnað, hvort ekki væri um að ræða peningasóun, því vissulega væri þetta dýrt og markaðurinn lítill hér. "Er svo ekki bara ágætt að nota enska viðmótið, svona til að styrkja okkur í enskunni? Fólk vinnur jú í alþjóðlegu umhverfi og sumt hvert, eins og ég, hjá erlendum fyrirtækjum," sagði hann, en hélt svo áfram og bætti við að þótt tína mætti til rök bæði með og á móti þýðingum væri það skoðun fyrirtækisins að "lifandi tungumál verði að hafa orðaforða á öllum meginsviðum þjóðlífsins." Hallur taldi að ef upplýsingatæknina vantaði í orðaforðann yrði varla hægt að tala um íslenskuna sem "lifandi tungumál" til lengri tíma litið. "Svo kunna heldur ekki allir ensku," áréttaði hann og benti á að þegar börn notuðu tölvur þá vissu þau ekki endilega hvað þau væru að velja þó svo að þau myndu leiðina í valmyndartré hugbúnaðarins. Hallur sagði það líka skoðun fyrirtækisins að það myndi auka framleiðni fyrirtækja að nota íslenskt viðmót því viðmótinu fylgdi aukin tölvugeta starfsmanna. Hann vitnaði í Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta, sem sagði þegar hún tók við íslenskri útgáfu hugbúnaðarins: "Það er löngu vitað að allir hugsa, læra og skapa best á eigin tungumáli." Íslensku viðmóti hugbúnaðar Microsoft er hægt að hlaða endurgjaldslaust niður af netinu, auk þess sem það fylgir á geisladiski þegar hugbúnaðurinn er keyptur. Hallur sagði ástæður Microsoft vera tvíþættar í að bjóða íslenskt viðmót, annars vegar að skila til baka hluta af ágóða sínum til samfélagsins og svo voninni um að í kjölfarið fylgdi aukin sala, þótt síðar væri.
Tækni Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira