Hafa ekki afskipti af barnagæslu
Kennarasambandið mun ekki hafa afskipti af fyrirætlunum starfsfólks Íslandsbanka og Sjóvár- Almennra um að útvega barnagæslu ef til kennaraverkfalls kemur. Starfsfólkið hefur stofnað foreldrafélag sem hefur umsjón með gæslunni og samkvæmt tilkynningu frá félaginu segir að stjórn fyrirtækjanna komi ekkert að máli. Aðkoma þeirra fór mjög fyrir brjóstið á forystumönnum kennara. Enn hefur enginn samningafundur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara milli samninganefnda grunnskólakennara og sveitarfélaganna sem hafa fundað sitt í hvoru lagi í dag. Verkfall grunnskólakennara hefst á mánudag, hafi ekki samist fyrir þann tíma.