Fá náttúruna inn til sín 20. september 2004 00:01 "Það er kominn tími til að nota liti úr íslenskri náttúru því við eigum svo mikið af fallegum litum," segir Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður í Má Mí Mó sem hefur hannað nýtt litakort með íslenskum náttúrulitum fyrir Slippfélagið í samstarfi við Valdimar Gunnar Sigurðsson málarameistara. "Við fengum Gullu til samstarfs við okkur þar sem hún hefur sýnt að hún hefur næmt auga fyrir litum og er þess skemmst að minnast að hinn frægi apóteksgrái litur er frá henni," segir Valdimar. Hún segir litina alla vera mjög mjúka og vera frá mildum tónum alveg út í dökka og þeir ættu að ganga vel með þeirri naumhyggju sem hefur verið allsráðandi á heimilum. "Hægt er að hafa einn og einn vegg litaðan og brýtur það dálítið upp útlitið. Fólk getur líkað tekið upp nýbarokkstílinn sem er það nýjasta í tískunni í dag og hreinlega málað alla íbúðina í dökkum litum. Það er náttúrlega rosalega flott og skapar vissa stemningu," segir Guðlaug en tekur fram að þetta hvíta látlausa sé enn inni og skemmtilegt sé að blanda þessum stílum saman. "Við vorum reyndar nokkuð viss um að fólk væri komið með smá leiða á öllu þessu hvíta og vildi fá inn liti. Ekki er það svo verra fyrir nútímamanninn í öllum þessum hraða að fá náttúruna inn til sín í þessum fallegu litum. Huglægt hlýtur það að hafa góð áhrif," segir Guðlaug. Valdimar og Guðlaug mæla með því að fólk fái sér prufur af litunum áður en það tekur til við að mála og prófi sig áfram. "Hver íbúð er einstök og lýsingin hvergi eins. Því þarf hver og einn að finna sinn lit og tón til að skapa persónulega stemningu," segja þau Valdimar og Guðlaug. Hús og heimili Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
"Það er kominn tími til að nota liti úr íslenskri náttúru því við eigum svo mikið af fallegum litum," segir Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður í Má Mí Mó sem hefur hannað nýtt litakort með íslenskum náttúrulitum fyrir Slippfélagið í samstarfi við Valdimar Gunnar Sigurðsson málarameistara. "Við fengum Gullu til samstarfs við okkur þar sem hún hefur sýnt að hún hefur næmt auga fyrir litum og er þess skemmst að minnast að hinn frægi apóteksgrái litur er frá henni," segir Valdimar. Hún segir litina alla vera mjög mjúka og vera frá mildum tónum alveg út í dökka og þeir ættu að ganga vel með þeirri naumhyggju sem hefur verið allsráðandi á heimilum. "Hægt er að hafa einn og einn vegg litaðan og brýtur það dálítið upp útlitið. Fólk getur líkað tekið upp nýbarokkstílinn sem er það nýjasta í tískunni í dag og hreinlega málað alla íbúðina í dökkum litum. Það er náttúrlega rosalega flott og skapar vissa stemningu," segir Guðlaug en tekur fram að þetta hvíta látlausa sé enn inni og skemmtilegt sé að blanda þessum stílum saman. "Við vorum reyndar nokkuð viss um að fólk væri komið með smá leiða á öllu þessu hvíta og vildi fá inn liti. Ekki er það svo verra fyrir nútímamanninn í öllum þessum hraða að fá náttúruna inn til sín í þessum fallegu litum. Huglægt hlýtur það að hafa góð áhrif," segir Guðlaug. Valdimar og Guðlaug mæla með því að fólk fái sér prufur af litunum áður en það tekur til við að mála og prófi sig áfram. "Hver íbúð er einstök og lýsingin hvergi eins. Því þarf hver og einn að finna sinn lit og tón til að skapa persónulega stemningu," segja þau Valdimar og Guðlaug.
Hús og heimili Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira