Segir starfsemina hættulega 20. september 2004 00:01 Landlæknir hefur nú til umfjöllunar kvartanir sem borist hafa vegna bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. Landlæknir segir starfsemina hættulega og varar sterklega við henni. Í fréttatímanum í gær voru Kane-hjónin heimsótt en þau kenna fólki að byggja upp orku í sjálfu sér. Námskeiðið kostar 20.000 krónur en hjónin selja einnig einkatíma á 6.000 krónur. Þá selja þau nokkurs konar orkuegg sem á að koma í veg fyrir orkutap, hvar sem menn eru staddir á hnettinum. Ef fólk á erfitt með að taka ákvarðanir í lífinu getur það hringt í hjónin og borið fram spurningu gegn 2.000 króna gjaldi. Tvær spurningar fást fyrir 3.000 krónur. Landlæknir segir starfsemina hættulega fjárplógsstarfsemi og hefur borist kvartanir vegna hennar. Eru þær frá áhyggjufullum ættingjum nemenda hjónanna sem kvarta undan miklum kostnaði við námskeiðin og að þarna sé verið að hafa fólk að fífli. Að sögn landlæknis hefur fólk jafnvel verið hvatt til að skilja við sína nánustu af Kane-hjónunum og hverfa til „hirðar“ þeirra. Hann segir loforðin ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum, hvorki líffræðilega ná sálfræðilega. Ekki er hægt að banna starfsemi sem þessa en landlæknir varar þó sterklega við hættunni sem af þessu getur stafað og óskar eftir því að ná tali af fólkinu. Heilsa Innlent Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Landlæknir hefur nú til umfjöllunar kvartanir sem borist hafa vegna bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. Landlæknir segir starfsemina hættulega og varar sterklega við henni. Í fréttatímanum í gær voru Kane-hjónin heimsótt en þau kenna fólki að byggja upp orku í sjálfu sér. Námskeiðið kostar 20.000 krónur en hjónin selja einnig einkatíma á 6.000 krónur. Þá selja þau nokkurs konar orkuegg sem á að koma í veg fyrir orkutap, hvar sem menn eru staddir á hnettinum. Ef fólk á erfitt með að taka ákvarðanir í lífinu getur það hringt í hjónin og borið fram spurningu gegn 2.000 króna gjaldi. Tvær spurningar fást fyrir 3.000 krónur. Landlæknir segir starfsemina hættulega fjárplógsstarfsemi og hefur borist kvartanir vegna hennar. Eru þær frá áhyggjufullum ættingjum nemenda hjónanna sem kvarta undan miklum kostnaði við námskeiðin og að þarna sé verið að hafa fólk að fífli. Að sögn landlæknis hefur fólk jafnvel verið hvatt til að skilja við sína nánustu af Kane-hjónunum og hverfa til „hirðar“ þeirra. Hann segir loforðin ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum, hvorki líffræðilega ná sálfræðilega. Ekki er hægt að banna starfsemi sem þessa en landlæknir varar þó sterklega við hættunni sem af þessu getur stafað og óskar eftir því að ná tali af fólkinu.
Heilsa Innlent Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira