Plexígler í uppáhaldi 22. september 2004 00:01 Plexígler er í miklu uppáhaldi hjá Þórunni Högnadóttur, hönnuði og sjónvarpskonu. "Það eru ótrúlegir möguleikar með þetta efni, hægt er að velja hvaða lit sem er, efnið er til í mörgum þykktum, auðvelt er að beygja það og sveigja og best er hvað það er ódýrt." Heimili hennar og verkefnin sem hún hefur tekið að sér bera áhuganum glögg merki. "Núna er ég að klæða gamlan tekkskenk með hvítu plexígleri, þetta er svolítið nostur en alveg óskaplega gaman," segir Þórunn og bætir við að nýjasta æðið hjá henni sé að skreyta fyrir barnaafmæli. "Ég var að gera barnaafmæli fyrir Gestgjafann um daginn og gjörsamlega missti mig í öllu skrautinu, þarna fékk skreytiþörfin hjá mér allsherjar útrás." Þórunn er nýr meðstjórnandi Valgerðar Matthíasdóttur í hinum sívinsæla sjónvarpsþætti Innlit/útlit sem hóf göngu sína á ný á Skjá einum á dögunum. Þórunn hefur óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur fallegu heimili, innanhúshönnun er henni hugleikin og skreytiþörfin er mikil. Ásamt því að heimsækja landsmenn á skjánum starfar Þórunn sem stílisti hjá NTC hf., sinnir ýmsum verkefnum á sviði útlitshönnunar og tekur að sér veisluskreytingar. Þrátt fyrir að nóg sé að gera sest Þórunn gjarnan niður með skissubókina í frítímanum og leyfir huganum að reika. Hún hefur sjálf hannað þó nokkra hluti sem prýða heimili hennar, bæði hannar hún hlutina frá grunni og hefur einnig gaman af því að setja gamla muni í nýjan búning. Hús og heimili Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Plexígler er í miklu uppáhaldi hjá Þórunni Högnadóttur, hönnuði og sjónvarpskonu. "Það eru ótrúlegir möguleikar með þetta efni, hægt er að velja hvaða lit sem er, efnið er til í mörgum þykktum, auðvelt er að beygja það og sveigja og best er hvað það er ódýrt." Heimili hennar og verkefnin sem hún hefur tekið að sér bera áhuganum glögg merki. "Núna er ég að klæða gamlan tekkskenk með hvítu plexígleri, þetta er svolítið nostur en alveg óskaplega gaman," segir Þórunn og bætir við að nýjasta æðið hjá henni sé að skreyta fyrir barnaafmæli. "Ég var að gera barnaafmæli fyrir Gestgjafann um daginn og gjörsamlega missti mig í öllu skrautinu, þarna fékk skreytiþörfin hjá mér allsherjar útrás." Þórunn er nýr meðstjórnandi Valgerðar Matthíasdóttur í hinum sívinsæla sjónvarpsþætti Innlit/útlit sem hóf göngu sína á ný á Skjá einum á dögunum. Þórunn hefur óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur fallegu heimili, innanhúshönnun er henni hugleikin og skreytiþörfin er mikil. Ásamt því að heimsækja landsmenn á skjánum starfar Þórunn sem stílisti hjá NTC hf., sinnir ýmsum verkefnum á sviði útlitshönnunar og tekur að sér veisluskreytingar. Þrátt fyrir að nóg sé að gera sest Þórunn gjarnan niður með skissubókina í frítímanum og leyfir huganum að reika. Hún hefur sjálf hannað þó nokkra hluti sem prýða heimili hennar, bæði hannar hún hlutina frá grunni og hefur einnig gaman af því að setja gamla muni í nýjan búning.
Hús og heimili Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira