Öllum undanþágubeiðnum hafnað 24. september 2004 00:01 Öllum undanþágubeiðnum um að kenna fötluðum börnum á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur hefur verið hafnað. Búast má við neyðarástandi á heimilum margra barnanna. Tveir fulltrúar eiga sæti í nefndinni sem fjallaði um beiðnirnar og greindi þá á um niðurstöður þeirra allra. Fjórtán umsóknir bárust undanþágunefnd sem í eiga sæti fulltrúi kennara og fulltrúi sveitarfélaga. Fimm voru ekki til afgreiðslu vegna formsgalla. Öllum hinum var hafnað. Af fjórtán umsóknum voru tólf um kennslu fyrir fötluð börn. Fulltrúi Launanefndar sveitarfélaganna taldi rétt að veita undanþágurnar, en ekki fulltrúi Kennarasambands Íslands, og því var beiðnunum hafnað. Umsóknirnar voru meðal annars frá Öskjuhlíðaskóla þar sem 39 þroskaheft og fjölfötluð börn sækja nám. Sama gildir um Safamýraskóla þar sem allir 19 nemendur skólans eru alvarlega fjölfatlaðir. Í rökstuðningi tekur skólastjórinn fram að börnin hafi mikla þörf fyrir reglufestu. Það að mæta ekki í skólann sinn eins og venjulega valdi þeim miklum erfiðleikum og vanlíðan. Í rökstuðningi fulltrúa Kennarasambands Íslands segir að í ljósi þess að ekki sé talið að neyðarástand skapist þegar frí eru í skólanum, hafni hann umsókninni. Þó er boðið upp á heilsdagsvistun í fríum í Safamýraskóla en meðan verkfall varir eru foreldrar ráðalausir. Helga Steinunn Hauksdóttir, móðir eins nemenda Safamýrarskóla, segir fólk hafa reynt að þreyja þorrann og fengið aðstoð, eða sjálft verið heima, en það gangi ekki ef verkfallið teygist í margar vikur. Þá gefur Helga ekki mikið fyrir rökstuðning fulltrúa kennara í undanþágunefnd. Hún segir hann vera að ljúga; hann noti rök sem ekki séu haldbær og Helga skorar á nefndina að endurskoða afstöðu sína hið fyrsta. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Öllum undanþágubeiðnum um að kenna fötluðum börnum á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur hefur verið hafnað. Búast má við neyðarástandi á heimilum margra barnanna. Tveir fulltrúar eiga sæti í nefndinni sem fjallaði um beiðnirnar og greindi þá á um niðurstöður þeirra allra. Fjórtán umsóknir bárust undanþágunefnd sem í eiga sæti fulltrúi kennara og fulltrúi sveitarfélaga. Fimm voru ekki til afgreiðslu vegna formsgalla. Öllum hinum var hafnað. Af fjórtán umsóknum voru tólf um kennslu fyrir fötluð börn. Fulltrúi Launanefndar sveitarfélaganna taldi rétt að veita undanþágurnar, en ekki fulltrúi Kennarasambands Íslands, og því var beiðnunum hafnað. Umsóknirnar voru meðal annars frá Öskjuhlíðaskóla þar sem 39 þroskaheft og fjölfötluð börn sækja nám. Sama gildir um Safamýraskóla þar sem allir 19 nemendur skólans eru alvarlega fjölfatlaðir. Í rökstuðningi tekur skólastjórinn fram að börnin hafi mikla þörf fyrir reglufestu. Það að mæta ekki í skólann sinn eins og venjulega valdi þeim miklum erfiðleikum og vanlíðan. Í rökstuðningi fulltrúa Kennarasambands Íslands segir að í ljósi þess að ekki sé talið að neyðarástand skapist þegar frí eru í skólanum, hafni hann umsókninni. Þó er boðið upp á heilsdagsvistun í fríum í Safamýraskóla en meðan verkfall varir eru foreldrar ráðalausir. Helga Steinunn Hauksdóttir, móðir eins nemenda Safamýrarskóla, segir fólk hafa reynt að þreyja þorrann og fengið aðstoð, eða sjálft verið heima, en það gangi ekki ef verkfallið teygist í margar vikur. Þá gefur Helga ekki mikið fyrir rökstuðning fulltrúa kennara í undanþágunefnd. Hún segir hann vera að ljúga; hann noti rök sem ekki séu haldbær og Helga skorar á nefndina að endurskoða afstöðu sína hið fyrsta.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira