Óvíst um afdrif Bigleys 13. október 2005 14:41 Misvísandi fréttir berast um afdrif Kens Bigleys, breska gíslsins sem situr í haldi mannræningja í Írak. Bandaríkjaher gerði í morgun stórsókn á Falluja í enn einni tilrauninni til að uppræta hryðjuverkahóp Al-Zarqawis, sem er öfgahópurinn sem rændi Bigley og reyndar mörgum fleirum. Fréttir þess efnis að búið sé að taka Bigley af lífi birtust á íslamskri heimasíðu í nótt en ekki hefur verið unnt að sannreyna þá fullyrðingu. Sama heimasíða hefur að undanförnu farið með fleipur um afdrif annarra gísla í Írak og breska utanríkisráðuneytið segist ekki taka þessa fullyrðingu trúanlega, að svo komnu máli. Á meðan heldur fjölskylda Bigleys áfram að vinna að lausn hans. Dreifirit var borið út í Bagdad í dag þar sem fólk var hvatt til að hafa samband við fjölskylduna ef það hefði einhverjar upplýsingar um Bigley og tveir háttsettir menn í Múslimaráði Bretlands eru komnir til Íraks til að reyna að vinna að lausn hans. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hefur haldið sig til hlés í þessu máli en komst ekki hjá því að svara spurningum í dag þegar hann mætti á ráðstefnu Verkamannaflokksins. Hann sagði stjórnina hafa verið í sambandi við Bigley-fjölskylduna og segir ótrúlegt hve mikilli stillingu hún hafi haldið síðustu daga. Blair sagði yfirvöld munu halda áfram að gera allt sem þau gætu gert til að leysa Bigley úr haldi. Það er hryðjuverkahópur Abu Musab al-Zarqawi sem rændi Bigley og Bandaríkjamönnunum tveimur sem teknir voru af lífi fyrr í vikunni. Öfgamenn hliðhollir honum eru með borgina Falluja á sínu valdi og í morgun hóf bandaríski herinn enn eina sprengjuárásina á vígi Al-Zarqawis í tilraun til að ná undirtökum í borginni. Læknar á sjúkrahúsi í Falluja segja að að minnsta kosti sjö óbreyttir borgarar hafi fallið í árásinni, þar á meðal konur og börn. Myndin er af syni og bræðrum Kens Bigleys. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Misvísandi fréttir berast um afdrif Kens Bigleys, breska gíslsins sem situr í haldi mannræningja í Írak. Bandaríkjaher gerði í morgun stórsókn á Falluja í enn einni tilrauninni til að uppræta hryðjuverkahóp Al-Zarqawis, sem er öfgahópurinn sem rændi Bigley og reyndar mörgum fleirum. Fréttir þess efnis að búið sé að taka Bigley af lífi birtust á íslamskri heimasíðu í nótt en ekki hefur verið unnt að sannreyna þá fullyrðingu. Sama heimasíða hefur að undanförnu farið með fleipur um afdrif annarra gísla í Írak og breska utanríkisráðuneytið segist ekki taka þessa fullyrðingu trúanlega, að svo komnu máli. Á meðan heldur fjölskylda Bigleys áfram að vinna að lausn hans. Dreifirit var borið út í Bagdad í dag þar sem fólk var hvatt til að hafa samband við fjölskylduna ef það hefði einhverjar upplýsingar um Bigley og tveir háttsettir menn í Múslimaráði Bretlands eru komnir til Íraks til að reyna að vinna að lausn hans. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hefur haldið sig til hlés í þessu máli en komst ekki hjá því að svara spurningum í dag þegar hann mætti á ráðstefnu Verkamannaflokksins. Hann sagði stjórnina hafa verið í sambandi við Bigley-fjölskylduna og segir ótrúlegt hve mikilli stillingu hún hafi haldið síðustu daga. Blair sagði yfirvöld munu halda áfram að gera allt sem þau gætu gert til að leysa Bigley úr haldi. Það er hryðjuverkahópur Abu Musab al-Zarqawi sem rændi Bigley og Bandaríkjamönnunum tveimur sem teknir voru af lífi fyrr í vikunni. Öfgamenn hliðhollir honum eru með borgina Falluja á sínu valdi og í morgun hóf bandaríski herinn enn eina sprengjuárásina á vígi Al-Zarqawis í tilraun til að ná undirtökum í borginni. Læknar á sjúkrahúsi í Falluja segja að að minnsta kosti sjö óbreyttir borgarar hafi fallið í árásinni, þar á meðal konur og börn. Myndin er af syni og bræðrum Kens Bigleys.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira