Ríkið leysi deiluna úr sjálfheldu 26. september 2004 00:01 Forystumenn sveitarfélaganna og samninganefnd sveitarfélaganna komu saman til fundar á föstudag til að ræða stöðuna í kennaraverkfallinu. Trausti var lýst á samninganefndinni og henni falið að halda óbreyttri stefnu í viðræðum við kennara. Sífellt fleiri sveitarstjórnarmenn telja að deilan leysist ekki fyrr en að ríkið réttir hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra á milli. Ljóst þykir að sveitarfélögin hafi ekki ráð á að samþykkja kröfur kennara og ósennilegt er að þeir dragi úr kröfunum. Lykillinn að lausn deilunnar virðist því í höndum ríkisins. Hins vegar miðar hægt í viðræðum nefndar sem fjalla átti um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hún hefur starfað í um eitt ár en án árangurs. Þetta þykir sumum sveitarstjórnarmönnum óásættanlegt og telja viðmælendur Fréttablaðsins að Samband íslenskra sveitarfélaga, sem á fulltrúa í nefndinni, hafi ekki beitt nægilegri hörku í málinu. Tvö dæmi eru helst nefnd um hvernig hallað hefur á sveitarfélögin á undanförnum árum. Þegar ríkið lækkaði tekjuskatt á fyrirtæki fjölgaði einkahlutafélögum mikið en að sama skapi dró úr tekjum sveitarfélaga. Talið er að tekjutapið hafi numið rúmum milljarði króna á ári undanfarin þrjú til fjögur ár. Þá er nefnt að sveitarfélögin hafi þurft að greiða sífellt hærra hlutfall húsaleigubóta sem nemi á þriðjahundrað milljóna króna á ári. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að tryggja þurfi að ríkið skili til baka fjárhæðum sem það hafi haft af sveitarfélögunum á undanförnum árum. ,,Þetta eru háar upphæðir sem ríkið hefur haft af sveitarfélögunum, jafnt með skattkerfisbreytingum sem öðrum álögum." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Forystumenn sveitarfélaganna og samninganefnd sveitarfélaganna komu saman til fundar á föstudag til að ræða stöðuna í kennaraverkfallinu. Trausti var lýst á samninganefndinni og henni falið að halda óbreyttri stefnu í viðræðum við kennara. Sífellt fleiri sveitarstjórnarmenn telja að deilan leysist ekki fyrr en að ríkið réttir hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra á milli. Ljóst þykir að sveitarfélögin hafi ekki ráð á að samþykkja kröfur kennara og ósennilegt er að þeir dragi úr kröfunum. Lykillinn að lausn deilunnar virðist því í höndum ríkisins. Hins vegar miðar hægt í viðræðum nefndar sem fjalla átti um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hún hefur starfað í um eitt ár en án árangurs. Þetta þykir sumum sveitarstjórnarmönnum óásættanlegt og telja viðmælendur Fréttablaðsins að Samband íslenskra sveitarfélaga, sem á fulltrúa í nefndinni, hafi ekki beitt nægilegri hörku í málinu. Tvö dæmi eru helst nefnd um hvernig hallað hefur á sveitarfélögin á undanförnum árum. Þegar ríkið lækkaði tekjuskatt á fyrirtæki fjölgaði einkahlutafélögum mikið en að sama skapi dró úr tekjum sveitarfélaga. Talið er að tekjutapið hafi numið rúmum milljarði króna á ári undanfarin þrjú til fjögur ár. Þá er nefnt að sveitarfélögin hafi þurft að greiða sífellt hærra hlutfall húsaleigubóta sem nemi á þriðjahundrað milljóna króna á ári. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að tryggja þurfi að ríkið skili til baka fjárhæðum sem það hafi haft af sveitarfélögunum á undanförnum árum. ,,Þetta eru háar upphæðir sem ríkið hefur haft af sveitarfélögunum, jafnt með skattkerfisbreytingum sem öðrum álögum."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira