Ríkið leysi deiluna úr sjálfheldu 26. september 2004 00:01 Forystumenn sveitarfélaganna og samninganefnd sveitarfélaganna komu saman til fundar á föstudag til að ræða stöðuna í kennaraverkfallinu. Trausti var lýst á samninganefndinni og henni falið að halda óbreyttri stefnu í viðræðum við kennara. Sífellt fleiri sveitarstjórnarmenn telja að deilan leysist ekki fyrr en að ríkið réttir hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra á milli. Ljóst þykir að sveitarfélögin hafi ekki ráð á að samþykkja kröfur kennara og ósennilegt er að þeir dragi úr kröfunum. Lykillinn að lausn deilunnar virðist því í höndum ríkisins. Hins vegar miðar hægt í viðræðum nefndar sem fjalla átti um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hún hefur starfað í um eitt ár en án árangurs. Þetta þykir sumum sveitarstjórnarmönnum óásættanlegt og telja viðmælendur Fréttablaðsins að Samband íslenskra sveitarfélaga, sem á fulltrúa í nefndinni, hafi ekki beitt nægilegri hörku í málinu. Tvö dæmi eru helst nefnd um hvernig hallað hefur á sveitarfélögin á undanförnum árum. Þegar ríkið lækkaði tekjuskatt á fyrirtæki fjölgaði einkahlutafélögum mikið en að sama skapi dró úr tekjum sveitarfélaga. Talið er að tekjutapið hafi numið rúmum milljarði króna á ári undanfarin þrjú til fjögur ár. Þá er nefnt að sveitarfélögin hafi þurft að greiða sífellt hærra hlutfall húsaleigubóta sem nemi á þriðjahundrað milljóna króna á ári. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að tryggja þurfi að ríkið skili til baka fjárhæðum sem það hafi haft af sveitarfélögunum á undanförnum árum. ,,Þetta eru háar upphæðir sem ríkið hefur haft af sveitarfélögunum, jafnt með skattkerfisbreytingum sem öðrum álögum." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Forystumenn sveitarfélaganna og samninganefnd sveitarfélaganna komu saman til fundar á föstudag til að ræða stöðuna í kennaraverkfallinu. Trausti var lýst á samninganefndinni og henni falið að halda óbreyttri stefnu í viðræðum við kennara. Sífellt fleiri sveitarstjórnarmenn telja að deilan leysist ekki fyrr en að ríkið réttir hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra á milli. Ljóst þykir að sveitarfélögin hafi ekki ráð á að samþykkja kröfur kennara og ósennilegt er að þeir dragi úr kröfunum. Lykillinn að lausn deilunnar virðist því í höndum ríkisins. Hins vegar miðar hægt í viðræðum nefndar sem fjalla átti um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hún hefur starfað í um eitt ár en án árangurs. Þetta þykir sumum sveitarstjórnarmönnum óásættanlegt og telja viðmælendur Fréttablaðsins að Samband íslenskra sveitarfélaga, sem á fulltrúa í nefndinni, hafi ekki beitt nægilegri hörku í málinu. Tvö dæmi eru helst nefnd um hvernig hallað hefur á sveitarfélögin á undanförnum árum. Þegar ríkið lækkaði tekjuskatt á fyrirtæki fjölgaði einkahlutafélögum mikið en að sama skapi dró úr tekjum sveitarfélaga. Talið er að tekjutapið hafi numið rúmum milljarði króna á ári undanfarin þrjú til fjögur ár. Þá er nefnt að sveitarfélögin hafi þurft að greiða sífellt hærra hlutfall húsaleigubóta sem nemi á þriðjahundrað milljóna króna á ári. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að tryggja þurfi að ríkið skili til baka fjárhæðum sem það hafi haft af sveitarfélögunum á undanförnum árum. ,,Þetta eru háar upphæðir sem ríkið hefur haft af sveitarfélögunum, jafnt með skattkerfisbreytingum sem öðrum álögum."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira