Glitrandi litadýrð 29. september 2004 00:01 Indverskur fatnaður er nú til sölu á Íslandi, sem eykur talsvert á fjölbreytni í fataúrvali landans. Fatnaðurinn er mjög litríkur og fallega skreyttur og hægt að nota við ýmis tækifæri. Valgerður Shamsudin, sem sér um sölu og innflutning á fatnaðinum ásamt Salim eiginmanni sínum, segist sjálf hafa notað indverskan fatnað mikið og veki það athygli hvert sem hún komi. Það varð til þess að hún ákvað að selja hann hérlendis en hún telur að þetta sé fatnaður sem íslenskum konum ætti að líka vel. Fötin eru seld saman í setti sem er mussa, útvíðar buxur og sjal og er það selt á 6.500 kr. Valgerður segir að hægt sé að nota settið saman en einnig sé hægt að blanda mussunni eða buxunum saman við aðrar flíkur. Hún segir þetta sérstaklega henta þeim konum sem vilja meiri liti í fatnaði og sé skemmtileg tilbreyting frá hinum hefðbundnu svörtu og hvítu flíkum. Fatnaðurinn er laus og þrengir ekki að þannig að manni líður vel í honum og getur hann hentað óléttum konum vel. Fatnaðurinn er til sölu í gegnum heimasíðuna www.simnet.is/salim en fólki býðst einnig að koma til Valgerðar og Salim til að máta fötin. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Indverskur fatnaður er nú til sölu á Íslandi, sem eykur talsvert á fjölbreytni í fataúrvali landans. Fatnaðurinn er mjög litríkur og fallega skreyttur og hægt að nota við ýmis tækifæri. Valgerður Shamsudin, sem sér um sölu og innflutning á fatnaðinum ásamt Salim eiginmanni sínum, segist sjálf hafa notað indverskan fatnað mikið og veki það athygli hvert sem hún komi. Það varð til þess að hún ákvað að selja hann hérlendis en hún telur að þetta sé fatnaður sem íslenskum konum ætti að líka vel. Fötin eru seld saman í setti sem er mussa, útvíðar buxur og sjal og er það selt á 6.500 kr. Valgerður segir að hægt sé að nota settið saman en einnig sé hægt að blanda mussunni eða buxunum saman við aðrar flíkur. Hún segir þetta sérstaklega henta þeim konum sem vilja meiri liti í fatnaði og sé skemmtileg tilbreyting frá hinum hefðbundnu svörtu og hvítu flíkum. Fatnaðurinn er laus og þrengir ekki að þannig að manni líður vel í honum og getur hann hentað óléttum konum vel. Fatnaðurinn er til sölu í gegnum heimasíðuna www.simnet.is/salim en fólki býðst einnig að koma til Valgerðar og Salim til að máta fötin.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira