Túnfiskur spari og hversdags 30. september 2004 00:01 Túnfiskur hefur ekki verið algengur réttur á borðum Íslendinga hingað til nema maukaður í majónessalötum. Túnfiskur er hins vegar annað og meira og auðvelt að búa til úr honum alls kyns eðalrétti. Lárusi Gunnari Jónassyni, matreiðslumnni í Sjávarkjallaranum, finnst allt of lítið um að fólk eldi túnfisk heima hjá sér en Sjávarkjallarinn hefur verið með túnfisk á matseðlinum frá upphafi og hann hefur notið mikilla vinsælda. "Nú er hægt að fá túnfiskinn frosinn í flestum verslunum í 180-200 gramma pakkningum," segir Lárus. "Það er alls ekkert erfitt að matreiða fiskinn, aðalatriði er að meðhöndla hann rétt, passa að elda hann sama dag og hann er þíddur, steikja lítið og krydda mikið. Mér finnst til dæmis gott að nota kóríander og ávextir passa mjög vel með til að gefa honum suðrænan blæ." Lárus segir af og frá að sjóða túnfiskinn, heldur beri að steikja hann eða grilla. "Hann er líka ofboðslega ljúffengur hrár, og hentar sérlega vel í sushi og sashimi. Ég nota hann mikið þegar ég held matarboð heima og þá ýmist sem forrétt eða aðalrétt. En hann er líka alveg tilvalinn hversdags." Lárus gefur sér tíma til að elda fyrir okkur túnfisk og uppskriftin fylgir hér á eftir. Annars er Lárus, sem ber titilinn matreiðslumaður ársins, á leið til Þýskalands á Ólympíuleika matreiðslumeistara með íslenska landsliðinu. "Við förum eftir mánuð og erum á fullu að undirbúa okkur. Við verðum að sjálfsögðu landi og þjóð til sóma og stefnum á að toppa níunda sætið sem vð hlutum síðast," segir Lárus. Matur Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Túnfiskur hefur ekki verið algengur réttur á borðum Íslendinga hingað til nema maukaður í majónessalötum. Túnfiskur er hins vegar annað og meira og auðvelt að búa til úr honum alls kyns eðalrétti. Lárusi Gunnari Jónassyni, matreiðslumnni í Sjávarkjallaranum, finnst allt of lítið um að fólk eldi túnfisk heima hjá sér en Sjávarkjallarinn hefur verið með túnfisk á matseðlinum frá upphafi og hann hefur notið mikilla vinsælda. "Nú er hægt að fá túnfiskinn frosinn í flestum verslunum í 180-200 gramma pakkningum," segir Lárus. "Það er alls ekkert erfitt að matreiða fiskinn, aðalatriði er að meðhöndla hann rétt, passa að elda hann sama dag og hann er þíddur, steikja lítið og krydda mikið. Mér finnst til dæmis gott að nota kóríander og ávextir passa mjög vel með til að gefa honum suðrænan blæ." Lárus segir af og frá að sjóða túnfiskinn, heldur beri að steikja hann eða grilla. "Hann er líka ofboðslega ljúffengur hrár, og hentar sérlega vel í sushi og sashimi. Ég nota hann mikið þegar ég held matarboð heima og þá ýmist sem forrétt eða aðalrétt. En hann er líka alveg tilvalinn hversdags." Lárus gefur sér tíma til að elda fyrir okkur túnfisk og uppskriftin fylgir hér á eftir. Annars er Lárus, sem ber titilinn matreiðslumaður ársins, á leið til Þýskalands á Ólympíuleika matreiðslumeistara með íslenska landsliðinu. "Við förum eftir mánuð og erum á fullu að undirbúa okkur. Við verðum að sjálfsögðu landi og þjóð til sóma og stefnum á að toppa níunda sætið sem vð hlutum síðast," segir Lárus.
Matur Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira