Matur sem börnin borða 30. september 2004 00:01 "Margir kannast við það að börnin þeirra borði lítið sem ekkert heima hjá sér en séu miklir mathákar í leikskólanum. Út frá þessu algenga vandamáli kviknaði hugmyndin," segir Ásta Vigdís Jónsdóttir, ritstjóri bókarinnar Krakkaeldhús sem nýverið kom út hjá útgáfunni Hemru. Í bókinni eru tíndar til uppskriftir frá leikskólum landsins, sem hafa verið vinsælar hjá börnunum, og framsettar á einfaldan og skemmtilegan máta. Áherslan er lögð á hollt og fjölbreytt fæði sem börnum líkar og geta vel gengið sem máltíð fyrir alla fjölskylduna. "Ég prófaði mikið af þessum uppskriftum á mínu heimili og hafa þær allar slegið í gegn hjá börnunum og þá sérstaklega plokkfiskurinn," segir Ásta Vigdís. Hráefnið í allar uppskriftirnar er mjög aðgengilegt og í flestum tilfellum ódýrt, sem skiptir miklu máli fyrir barnafjölskyldur. "Grænmetið sem sjaldan er vinsælt er fléttað á skemmtilegan hátt inn í uppskriftirnar og á þann veg að börnin borði það með bestu lyst," segir Ásta Vigdís og tekur það fram að ekki eigi að ganga að því vísu að börnin borði ekki tiltekinn mat. Vandað var við allan frágang á bókinni að sögn Ástu og var það haft að leiðarljósi að bókin væri litrík og höfðaði til barna. "Börnin geta sjálf valið sér mat úr bókinni og taka þannig þátt á heimilinu. Við viljum með þessari bók stuðla að jákvæðri og skemmtilegri stund fjölskyldunnar við matarborðið," segir Ásta Vigdís. Matur Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Margir kannast við það að börnin þeirra borði lítið sem ekkert heima hjá sér en séu miklir mathákar í leikskólanum. Út frá þessu algenga vandamáli kviknaði hugmyndin," segir Ásta Vigdís Jónsdóttir, ritstjóri bókarinnar Krakkaeldhús sem nýverið kom út hjá útgáfunni Hemru. Í bókinni eru tíndar til uppskriftir frá leikskólum landsins, sem hafa verið vinsælar hjá börnunum, og framsettar á einfaldan og skemmtilegan máta. Áherslan er lögð á hollt og fjölbreytt fæði sem börnum líkar og geta vel gengið sem máltíð fyrir alla fjölskylduna. "Ég prófaði mikið af þessum uppskriftum á mínu heimili og hafa þær allar slegið í gegn hjá börnunum og þá sérstaklega plokkfiskurinn," segir Ásta Vigdís. Hráefnið í allar uppskriftirnar er mjög aðgengilegt og í flestum tilfellum ódýrt, sem skiptir miklu máli fyrir barnafjölskyldur. "Grænmetið sem sjaldan er vinsælt er fléttað á skemmtilegan hátt inn í uppskriftirnar og á þann veg að börnin borði það með bestu lyst," segir Ásta Vigdís og tekur það fram að ekki eigi að ganga að því vísu að börnin borði ekki tiltekinn mat. Vandað var við allan frágang á bókinni að sögn Ástu og var það haft að leiðarljósi að bókin væri litrík og höfðaði til barna. "Börnin geta sjálf valið sér mat úr bókinni og taka þannig þátt á heimilinu. Við viljum með þessari bók stuðla að jákvæðri og skemmtilegri stund fjölskyldunnar við matarborðið," segir Ásta Vigdís.
Matur Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning