Heimsmet í samneyslu 3. október 2004 00:01 Hækkandi skattbyrði og lakari samkeppnisstaða eru meðal þess sem leiða mun af vaxandi samneyslu Íslendinga að mati Samtaka iðnaðararins. Opinber umsvif eru óvíða meiri en á Íslandi en sem hlufall af þjóðarframleiðslu er samneyslan tæp þrjátíu prósent. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að engin þjóð innan vébanda OECD láti jafn stórt hlutfall landsframleiðslunnar fara í gegnum hið opinbera. Mikil aukning hefur orðið í samneyslunni á síðustu árum, ekki síst í tíð núverandi ríkisstjórnar, og nefnir Þorsteinn sérstaklega mennta- og heilbrigðisgeirann í þessu sambandi. Stór hluti aukningarinnar er vegna launahækkana opinberra starfsmanna. Árið 1970 nam samneyslan fjórtán prósentum af landsframleiðslunni en í dag stappar hún nærri þrjátíu prósentum. Þorsteinn viðurkennir að hluti skýringarinnar sé fólginn í smæð landsins þar sem bjóða verði upp á ákveðna lágmarksþjónustu hvað sem stærð þjóðarinnar líður. "Engu að síður er ástæða til að staldra við þegar við erum komin í efsta sætið," segir Þorsteinn. Þorsteinn varar við auknum opinberum umsvifum á meðan á stóriðjuframkvæmdum stendur. "Núna verður ríkisstjórnin að tryggja að ríkisfjármálin leiði ekki til frekari hækkunar hagvaxtar því þá aukast líkurnar á vaxtahækkunum sem geta leitt til tímabundinnar gengisstyrkingar og síðan til gengisfalls. Það er skynsamlegra að halda aftur af samneyslu og opinberum útgjöldum næstu árin. Eftir það er svo meira tilefni til að auka útgjöldin ef við förum inn í samdrátt því þá geta ríkisfjármálin haft mildandi áhrif." Þorsteinn segir þessa þróun koma sér illa fyrir allar greinar sem eru í alþjóðlegri samkeppni því að þegar raungengi er orðið mjög hátt þá versnar samkeppnisstaða þeirra. Við þetta bætist svo aukin skattbyrði. "Við sjáum að fyrirtæki eru farin að flytja mörg störf til útlanda af þessum sökum," segir Þorsteinn Þorgeirsson að lokum. Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Hækkandi skattbyrði og lakari samkeppnisstaða eru meðal þess sem leiða mun af vaxandi samneyslu Íslendinga að mati Samtaka iðnaðararins. Opinber umsvif eru óvíða meiri en á Íslandi en sem hlufall af þjóðarframleiðslu er samneyslan tæp þrjátíu prósent. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að engin þjóð innan vébanda OECD láti jafn stórt hlutfall landsframleiðslunnar fara í gegnum hið opinbera. Mikil aukning hefur orðið í samneyslunni á síðustu árum, ekki síst í tíð núverandi ríkisstjórnar, og nefnir Þorsteinn sérstaklega mennta- og heilbrigðisgeirann í þessu sambandi. Stór hluti aukningarinnar er vegna launahækkana opinberra starfsmanna. Árið 1970 nam samneyslan fjórtán prósentum af landsframleiðslunni en í dag stappar hún nærri þrjátíu prósentum. Þorsteinn viðurkennir að hluti skýringarinnar sé fólginn í smæð landsins þar sem bjóða verði upp á ákveðna lágmarksþjónustu hvað sem stærð þjóðarinnar líður. "Engu að síður er ástæða til að staldra við þegar við erum komin í efsta sætið," segir Þorsteinn. Þorsteinn varar við auknum opinberum umsvifum á meðan á stóriðjuframkvæmdum stendur. "Núna verður ríkisstjórnin að tryggja að ríkisfjármálin leiði ekki til frekari hækkunar hagvaxtar því þá aukast líkurnar á vaxtahækkunum sem geta leitt til tímabundinnar gengisstyrkingar og síðan til gengisfalls. Það er skynsamlegra að halda aftur af samneyslu og opinberum útgjöldum næstu árin. Eftir það er svo meira tilefni til að auka útgjöldin ef við förum inn í samdrátt því þá geta ríkisfjármálin haft mildandi áhrif." Þorsteinn segir þessa þróun koma sér illa fyrir allar greinar sem eru í alþjóðlegri samkeppni því að þegar raungengi er orðið mjög hátt þá versnar samkeppnisstaða þeirra. Við þetta bætist svo aukin skattbyrði. "Við sjáum að fyrirtæki eru farin að flytja mörg störf til útlanda af þessum sökum," segir Þorsteinn Þorgeirsson að lokum.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira