Innlent

Stöndum jafnfætis þeim fremstu

Íslendingar eru í 2. sæti ásamt Bandaríkjunum af þeim OECD-ríkjum sem verja mestum fjármunum til menntamála. Fram kemur í nýjasta vefriti fjármálaráðuneytisins að framlög til menntamála hafi numið 7,2 prósentum af landsframleiðslu árið 2001. Segir fjármálaráðuneytið að OECD hafi vanmetið útgjöld Íslendinga til menntamála í skýrslu sinni fyrir það ár, þar sem fram kom að framlög til menntmála næmu 6,7 prósentum af landsframleiðslu. Í skýrslu OECD var áætlað að íslenska ríkið hefði varið um 19,7 milljörðum til menntamála árið 2001. Fjármálaráðuneytið segir að framlögin séu vanmetin um að minnsta kosti 1,8 milljarð króna, auk þess sem ekki séu tekin með í reikninginn framlög sveitarfélaga vegna leikskólastigsins. Útgjöld ríkisins til menntamála hafa aukist umtalsvert á síðustu árum og gerir fjármálaráðuneytið ráð fyrir því að á yfirstandandi ári nemi þau 7,4 prósentum af landsframleiðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×