Samningar verða að nást 7. október 2004 00:01 "Ég hef ekki trú á að framtíðin verði sú að stéttarfélög sjómanna verði jafnmörg og skipin eru sjálf," segir Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann segir útgerðarmenn þó fylgjast vel með þróun mála í deilum samtaka sjómanna og útgerðarfélagsins Brims, vegna eignarhaldsfélagsins sem stofnað var um rekstur Sólbaks EA 7 á Akureyri. Hann segir að í samningum við áhöfn Sólbaks séu atriði sem útgerðarmenn hafi sett á oddinn í samningaviðræðum við hagsmunasamtök sjómanna. "Við höfum viljað koma á hagræði þar sem möguleikar eru til hagræðingar og að menn reyni að breyta útgerðarmynstri í takt við breytta tíma," segir Björgólfur, en bætir við að viðræður hafi gengið hægt. Hann telur að frávik frá heildarsamningum eigi allt eins að geta átt sér stað meðal sjómanna og annarra stétta. "Eitt af því sem verið hefur erfitt í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna er að engin frávik hafa verið leyfð," segir hann og nefnir hafnarfrí sjómanna. "Nú eru túrar styttri og allt aðrar forsendur en þegar þau voru sett á." Björgólfur segir ljóst að sjómannaforystan telji samning eignarhaldsfélags Sólbaks við áhöfn skipsins ólöglegan, en leggur ekki mat á það sjálfur hvort svo kunni að vera. "Það er hins vegar ljóst að þeir sem málið snertir skrifuðu upp á samningana, allir sem einn. Svo er þetta ekkert nýtt með skiptingu aflahlutar með fækkun í áhöfn," segir hann og vísar til samnings útvegsmanna og vélstjóra um að kæmi til fækkunar vegna nýrra skipa eða tækni myndi ávinningur skiptast milli útgerðar og starfsmanna. Björgólfur leggur áherslu á að aukins sveigjanleika sé þörf í samningum útgerðar og sjómanna og bendir á óhagræðið sem til dæmis felist í að kolmunnaskip sem veiða í troll og skip sem stunda nótaveiðar skuli vera með sama fjölda í áhöfn. "Olíuverð er nú gjörsamlega að drepa útgerð kolmunnaskipa og kostnaður við olíu og laun hleypur á 80 til 90 prósentum," segir hann. Björgólfur er engu að síður vongóður um að sjómenn og útgerð nái saman. "Annað væri enda skelfileg niðurstaða og kannski upphafið að endalokunum. Ef við náum ekki að gera samninga liggur fyrir að við gerum við ekki út." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
"Ég hef ekki trú á að framtíðin verði sú að stéttarfélög sjómanna verði jafnmörg og skipin eru sjálf," segir Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann segir útgerðarmenn þó fylgjast vel með þróun mála í deilum samtaka sjómanna og útgerðarfélagsins Brims, vegna eignarhaldsfélagsins sem stofnað var um rekstur Sólbaks EA 7 á Akureyri. Hann segir að í samningum við áhöfn Sólbaks séu atriði sem útgerðarmenn hafi sett á oddinn í samningaviðræðum við hagsmunasamtök sjómanna. "Við höfum viljað koma á hagræði þar sem möguleikar eru til hagræðingar og að menn reyni að breyta útgerðarmynstri í takt við breytta tíma," segir Björgólfur, en bætir við að viðræður hafi gengið hægt. Hann telur að frávik frá heildarsamningum eigi allt eins að geta átt sér stað meðal sjómanna og annarra stétta. "Eitt af því sem verið hefur erfitt í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna er að engin frávik hafa verið leyfð," segir hann og nefnir hafnarfrí sjómanna. "Nú eru túrar styttri og allt aðrar forsendur en þegar þau voru sett á." Björgólfur segir ljóst að sjómannaforystan telji samning eignarhaldsfélags Sólbaks við áhöfn skipsins ólöglegan, en leggur ekki mat á það sjálfur hvort svo kunni að vera. "Það er hins vegar ljóst að þeir sem málið snertir skrifuðu upp á samningana, allir sem einn. Svo er þetta ekkert nýtt með skiptingu aflahlutar með fækkun í áhöfn," segir hann og vísar til samnings útvegsmanna og vélstjóra um að kæmi til fækkunar vegna nýrra skipa eða tækni myndi ávinningur skiptast milli útgerðar og starfsmanna. Björgólfur leggur áherslu á að aukins sveigjanleika sé þörf í samningum útgerðar og sjómanna og bendir á óhagræðið sem til dæmis felist í að kolmunnaskip sem veiða í troll og skip sem stunda nótaveiðar skuli vera með sama fjölda í áhöfn. "Olíuverð er nú gjörsamlega að drepa útgerð kolmunnaskipa og kostnaður við olíu og laun hleypur á 80 til 90 prósentum," segir hann. Björgólfur er engu að síður vongóður um að sjómenn og útgerð nái saman. "Annað væri enda skelfileg niðurstaða og kannski upphafið að endalokunum. Ef við náum ekki að gera samninga liggur fyrir að við gerum við ekki út."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira