Draumabíll útvarpsmannsins 8. október 2004 00:01 Þegar Andri Viðarsson, eða Freysi eins og flestir þekkja hann, útvarpsmaður á X-inu 97.7 er spurður um draumabílinn sinn þá er það aðeins einn bíll sem kemur upp í hugann. "Ég myndi segja að draumabíllinn minn væri svona "old-school" gamaldags líkbíll. Svartur, stór og flottur. Mig hefur langað í svona bíl síðan ég var lítill því þeir eru svo virðulegir. Svo getur maður sofið í þessu og borðað þannig að svona bílar eru mjög handhægir. Það er líka eitthvað svolítið drungalegt við þá." Það ríkir vissulega ró yfir líkbílum og ekki margir sem vilja abbast upp á þá. Það er auðvitað annar kostur sem myndi eflaust gleðja Freysa ef hann fengi tækifæri til að keyra um á svona glæsikerru. "Maður getur náttúrlega keyrt eins hægt og maður vill og enginn segir neitt," segir Freysi en hefur þó ekki látið drauminn rætast og fjárfest í slíkum eðalvagni. "Það er mjög erfitt að fá svona gamla bíla. Mig langar ekkert í svona nýja bíla. Ég sá einu sinni svona bíla á Egilsstöðum fyrir nokkrum árum en hef ekkert rekist á þá aftur. Kannski kemur að því einn daginn." Þó að draumabíllinn fáist ekki þá á Freysi samt bíl sem er frekar ólíkur drauminum. "Ég keyri um á Nissan Sunny og svo sem ekki annars kosta völ. Það er ekki eins og ég syndi í seðlum." Bílar Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þegar Andri Viðarsson, eða Freysi eins og flestir þekkja hann, útvarpsmaður á X-inu 97.7 er spurður um draumabílinn sinn þá er það aðeins einn bíll sem kemur upp í hugann. "Ég myndi segja að draumabíllinn minn væri svona "old-school" gamaldags líkbíll. Svartur, stór og flottur. Mig hefur langað í svona bíl síðan ég var lítill því þeir eru svo virðulegir. Svo getur maður sofið í þessu og borðað þannig að svona bílar eru mjög handhægir. Það er líka eitthvað svolítið drungalegt við þá." Það ríkir vissulega ró yfir líkbílum og ekki margir sem vilja abbast upp á þá. Það er auðvitað annar kostur sem myndi eflaust gleðja Freysa ef hann fengi tækifæri til að keyra um á svona glæsikerru. "Maður getur náttúrlega keyrt eins hægt og maður vill og enginn segir neitt," segir Freysi en hefur þó ekki látið drauminn rætast og fjárfest í slíkum eðalvagni. "Það er mjög erfitt að fá svona gamla bíla. Mig langar ekkert í svona nýja bíla. Ég sá einu sinni svona bíla á Egilsstöðum fyrir nokkrum árum en hef ekkert rekist á þá aftur. Kannski kemur að því einn daginn." Þó að draumabíllinn fáist ekki þá á Freysi samt bíl sem er frekar ólíkur drauminum. "Ég keyri um á Nissan Sunny og svo sem ekki annars kosta völ. Það er ekki eins og ég syndi í seðlum."
Bílar Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira