Tveir létust í bílveltu 10. október 2004 00:01 Tveir menn biðu bana og fimm slösuðust þegar jeppi valt á Þjórsárdalsvegi rétt ofan við afleggjarann að Skriðufelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærmorgun. Sjö manns voru í bílnum, tveir eru taldir hafa látist samstundis og fimm voru sendir á sjúkrahús í Reykjavík. Tveir farþeganna slösuðust alvarlega og gekkst annar þeirra, kona, undir aðgerð vegna innvortis meiðsla. Henni var haldið sofandi í öndunarvél eftir aðgerðina. Tveir voru útskrifaðir af sjúkrahúsinu en sá þriðji var lagður inn en var ekki þungt haldinn. Tildrög slyssins eru óljós en lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um slysið frá vegfaranda skömmu eftir klukkan 11. Fimm lögreglubílar, sjúkrabíll og bíll frá slökkviliðinu með klippur fóru á staðinn og óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem sendi stærri björgunarþyrlu sína, TF-LÍF, í loftið klukkan 11:36. Lenti þyrlan á slysstað klukkan 12:07 og flutti tvo hinna slösuðu á Landspítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi en hinir þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Enginn af hinum slösuðu var fastur í bifreiðinni og reyndist því ekki þörf á að beita klippum slökkviliðsins. Þeir sem létust voru íslenskur ökumaður bílsins og erlendur ferðamaður. Ökumaðurinn hét Þórarinn Björn Magnússon. Hann var 23 ára og til heimilis að Vatnsendabletti 6 í Kópavogi. Ekki er hægt að greina frá nafni erlenda ferðamannsins að svo stöddu. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins en þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var ekki ljóst um tildrög slyssins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Tveir menn biðu bana og fimm slösuðust þegar jeppi valt á Þjórsárdalsvegi rétt ofan við afleggjarann að Skriðufelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærmorgun. Sjö manns voru í bílnum, tveir eru taldir hafa látist samstundis og fimm voru sendir á sjúkrahús í Reykjavík. Tveir farþeganna slösuðust alvarlega og gekkst annar þeirra, kona, undir aðgerð vegna innvortis meiðsla. Henni var haldið sofandi í öndunarvél eftir aðgerðina. Tveir voru útskrifaðir af sjúkrahúsinu en sá þriðji var lagður inn en var ekki þungt haldinn. Tildrög slyssins eru óljós en lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um slysið frá vegfaranda skömmu eftir klukkan 11. Fimm lögreglubílar, sjúkrabíll og bíll frá slökkviliðinu með klippur fóru á staðinn og óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem sendi stærri björgunarþyrlu sína, TF-LÍF, í loftið klukkan 11:36. Lenti þyrlan á slysstað klukkan 12:07 og flutti tvo hinna slösuðu á Landspítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi en hinir þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Enginn af hinum slösuðu var fastur í bifreiðinni og reyndist því ekki þörf á að beita klippum slökkviliðsins. Þeir sem létust voru íslenskur ökumaður bílsins og erlendur ferðamaður. Ökumaðurinn hét Þórarinn Björn Magnússon. Hann var 23 ára og til heimilis að Vatnsendabletti 6 í Kópavogi. Ekki er hægt að greina frá nafni erlenda ferðamannsins að svo stöddu. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins en þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var ekki ljóst um tildrög slyssins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira