Keypti íbúð með rétta fílinginn 11. október 2004 00:01 "Ég myndi segja að uppáhaldshúsið mitt væri það sem ég er að fara að flytja inn í á næstunni," segir Vignir Snær Vigfússon, gítarleikari hljómsveitarinnar Írafár. Reyndar segist Vignir ekki hafa mikið álit á húsunum í Reykjavík þar sem hann sé algjör sveitastrákur. "Ég og kærastan mín, Þorbjörg Sæmundsdóttir, fáum afhenta íbúð í Úthlíð í næsta mánuði. Við erum að vonum mjög glöð þar sem við erum búin að leita frekar lengi. Við eignuðumst lítinn snáða fyrir um sex mánuðum og fundum að við þyrftum að stækka við okkur," segir Vignir en þau Þorbjörg eru ekki óvön fasteignamarkaðinum. "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við kaupum þar sem við eigum nú íbúð á Sólvallagötunni. Við erum því alls ekki ókunnug sölu og kaupum og vitum hvernig við eigum að haga okkur." Eins og flestir vita þá er Vignir mikill tónlistarmaður og semur mikið af efninu sem Írafár spilar fyrir landann. Því liggur beinast við að hann hafi almennilega aðstöðu í nýja húsinu -- eða hvað? "Það fylgir bílskúr íbúðinni þannig að planið er að leggja hann undir stúdíó. Það er mjög gott að fá skúrinn því nú er ég með aðstöðu á rislofti á Sólvallagötunni sem er ekkert sérstök," segir Vignir og er alveg með á hreinu hvað olli því að Úthlíðin varð fyrir valinu en ekki eitthvað annað. "Við fórum í margar íbúðir en vantaði alltaf fílinginn sem segir manni: "hérna vil ég búa" en þegar við komum inn í íbúðina í Úthlíð þá fundum við strax að fílingurinn var svo sannarlega til staðar." Hús og heimili Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
"Ég myndi segja að uppáhaldshúsið mitt væri það sem ég er að fara að flytja inn í á næstunni," segir Vignir Snær Vigfússon, gítarleikari hljómsveitarinnar Írafár. Reyndar segist Vignir ekki hafa mikið álit á húsunum í Reykjavík þar sem hann sé algjör sveitastrákur. "Ég og kærastan mín, Þorbjörg Sæmundsdóttir, fáum afhenta íbúð í Úthlíð í næsta mánuði. Við erum að vonum mjög glöð þar sem við erum búin að leita frekar lengi. Við eignuðumst lítinn snáða fyrir um sex mánuðum og fundum að við þyrftum að stækka við okkur," segir Vignir en þau Þorbjörg eru ekki óvön fasteignamarkaðinum. "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við kaupum þar sem við eigum nú íbúð á Sólvallagötunni. Við erum því alls ekki ókunnug sölu og kaupum og vitum hvernig við eigum að haga okkur." Eins og flestir vita þá er Vignir mikill tónlistarmaður og semur mikið af efninu sem Írafár spilar fyrir landann. Því liggur beinast við að hann hafi almennilega aðstöðu í nýja húsinu -- eða hvað? "Það fylgir bílskúr íbúðinni þannig að planið er að leggja hann undir stúdíó. Það er mjög gott að fá skúrinn því nú er ég með aðstöðu á rislofti á Sólvallagötunni sem er ekkert sérstök," segir Vignir og er alveg með á hreinu hvað olli því að Úthlíðin varð fyrir valinu en ekki eitthvað annað. "Við fórum í margar íbúðir en vantaði alltaf fílinginn sem segir manni: "hérna vil ég búa" en þegar við komum inn í íbúðina í Úthlíð þá fundum við strax að fílingurinn var svo sannarlega til staðar."
Hús og heimili Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira