Ný, tölvuvædd fasteignasala 11. október 2004 00:01 "Sérstaða okkar á markaðinum er að við auglýsum eiginlega alfarið á netinu. Einnig erum við með verðvernd þannig að við tryggjum að vera alltaf með lægstu söluþóknun á Íslandi. Fasta þóknunin okkar er 99.900 krónur eða 124.375 krónur með virðisaukaskatti," segir Jóhann Baldursson lögmaður, löggildur fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Neteign sem hóf starfsemi í síðustu viku. "Enn sem komið er erum við bara með íbúðarhúsnæði en ekki iðnaðar- og verslunarhúsnæði. Það breytist ef til vill þegar fram líða stundir," segir Jóhann en skráning eigna á söluna fer eingöngu fram í gegnum vefsíðu þeirra, neteign.is. "Seljendur skrá eignina sjálfir inná netið og geta jafnvel hlaðið inn myndum sjálfir ef þeir vilja. Í kjölfarið heimsækir sölumaður frá okkur seljendurna og fer yfir lýsinguna. Seljendur sýna eignina sjálfir en sölumaður sér um móttöku tilboða. Við erum einnig með lögfræðing í vinnu hjá okkur sem sér um lagalegu hliðina. Vefsíðan er afskaplega einföld og ætti hver sem er að geta skráð sína eign þar inn." Margir myndu halda að fasteignasölumarkaðurinn á Íslandi væri mettaður en Jóhann er á öndverðum meiði. "Það eru vissulega margar fasteignasölur hér á landi en við bjóðum uppá sérstök kjör sem ég held að höfði til fólks. Fólk er vant ólíkum möguleikum og kjörum á hvaða sviði sem er og sérstaða okkar á fasteignasviðinu er meðal annars sú að bjóða lægstu söluþóknun á Íslandi," segir Jóhann og bætir við að reksturinn hafi farið vel af stað. "Við erum búin að auglýsa þó nokkuð og það er mikið spurt um starfsemi okkar. Einnig er umferð um vefsíðuna heilmikil en auðvitað tekur tíma að koma þjónustu okkar og vöru á framfæri," bætir hann við og er afskaplega bjartsýnn á framhaldið. Hús og heimili Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
"Sérstaða okkar á markaðinum er að við auglýsum eiginlega alfarið á netinu. Einnig erum við með verðvernd þannig að við tryggjum að vera alltaf með lægstu söluþóknun á Íslandi. Fasta þóknunin okkar er 99.900 krónur eða 124.375 krónur með virðisaukaskatti," segir Jóhann Baldursson lögmaður, löggildur fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Neteign sem hóf starfsemi í síðustu viku. "Enn sem komið er erum við bara með íbúðarhúsnæði en ekki iðnaðar- og verslunarhúsnæði. Það breytist ef til vill þegar fram líða stundir," segir Jóhann en skráning eigna á söluna fer eingöngu fram í gegnum vefsíðu þeirra, neteign.is. "Seljendur skrá eignina sjálfir inná netið og geta jafnvel hlaðið inn myndum sjálfir ef þeir vilja. Í kjölfarið heimsækir sölumaður frá okkur seljendurna og fer yfir lýsinguna. Seljendur sýna eignina sjálfir en sölumaður sér um móttöku tilboða. Við erum einnig með lögfræðing í vinnu hjá okkur sem sér um lagalegu hliðina. Vefsíðan er afskaplega einföld og ætti hver sem er að geta skráð sína eign þar inn." Margir myndu halda að fasteignasölumarkaðurinn á Íslandi væri mettaður en Jóhann er á öndverðum meiði. "Það eru vissulega margar fasteignasölur hér á landi en við bjóðum uppá sérstök kjör sem ég held að höfði til fólks. Fólk er vant ólíkum möguleikum og kjörum á hvaða sviði sem er og sérstaða okkar á fasteignasviðinu er meðal annars sú að bjóða lægstu söluþóknun á Íslandi," segir Jóhann og bætir við að reksturinn hafi farið vel af stað. "Við erum búin að auglýsa þó nokkuð og það er mikið spurt um starfsemi okkar. Einnig er umferð um vefsíðuna heilmikil en auðvitað tekur tíma að koma þjónustu okkar og vöru á framfæri," bætir hann við og er afskaplega bjartsýnn á framhaldið.
Hús og heimili Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira