Skipti um starfsvettvang 11. október 2004 00:01 Ari Matthíasson var einn af okkar vinsælli leikurum til langs tíma og átti góðan feril í leiklistinni frá því hann útskrifaðist þangað til hann ákvað að söðla um og snúa sér að allt öðru um áramótin 2002. Nú hefur Ari lokið MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík og vinnur hjá fyrirtækinu Argus sem sinnir alhliða markaðsþjónustu. Hann segist ekki geta gefið yfirlýsingu um að hann sé hættur að leika, en hann var á sínum tíma búinn að fá nóg. "Þetta var samspil margra þátta, meðal annars þess að þegar maður er að leika þá ræður maður svo lítið lífi sínu og líðan. Maður speglar sig alltaf í því sem maður er að gera þá stundina og ef það er stórt og mikið hlutverk eða margar sýningar er líðanin æðisleg. Ef lítið er í gangi er allt ómögulegt." Ari leggur mest upp úr að vinna að einhverju sem vekur honum áhuga og með góðu fólki, en viðurkennir að þannig hafi það reyndar verið í leiklistinni. "Eitthvert besta fólk sem ég þekki er starfandi góðir leikarar, en það er jafnframt erfiðasta fólkið til að vinna með. Ef einhverjir eru hégómlegir og sjálfsuppteknir þá eru það leikarar. Öll velgengni er manni sjálfum að þakka en þegar illa gengur er það búningurinn, lýsingin, leikmyndin, höfundurinn.... Kannski er maður á undan sinni samtíð, eða eftir, hver veit, það er aldrei maður sjálfur, það er alveg klárt." Ara líkar mjög vel á nýjum starfsvettvangi og hann segir tekjumöguleika ekki hafa ráðið úrslitum. "Ég hef aldrei stefnt að því að verða ríkur maður, það yrði þá bara bónus. Peningar fá mig ekki til að tikka. Frumskilyrðið er þó að hafa í sig og á og þurfa ekki að hafa sífelldar áhyggjur. Fólk heldur oft að starfið mitt felist í sölumennsku en það er ekki rétt. Markaðsstarf felst í að hjálpa fyrirtækjum að skilgreina þarfir viðskiptavinanna og finna leiðir til að fullnægja þeim á skilvirkari og hagkvæmari hátt en keppinautarnir gera." Ari segist stundum sakna leikhússins, en hann sér ekki eftir neinu. "Ef ég hefði ekki lent í ruglinu í menntaskóla, sem fólst í slæmum félagsskap leiklistaráhugafólks, hefði ég örugglega orðið læknir. En ég er fullkomlega sáttur." Atvinna Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ari Matthíasson var einn af okkar vinsælli leikurum til langs tíma og átti góðan feril í leiklistinni frá því hann útskrifaðist þangað til hann ákvað að söðla um og snúa sér að allt öðru um áramótin 2002. Nú hefur Ari lokið MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík og vinnur hjá fyrirtækinu Argus sem sinnir alhliða markaðsþjónustu. Hann segist ekki geta gefið yfirlýsingu um að hann sé hættur að leika, en hann var á sínum tíma búinn að fá nóg. "Þetta var samspil margra þátta, meðal annars þess að þegar maður er að leika þá ræður maður svo lítið lífi sínu og líðan. Maður speglar sig alltaf í því sem maður er að gera þá stundina og ef það er stórt og mikið hlutverk eða margar sýningar er líðanin æðisleg. Ef lítið er í gangi er allt ómögulegt." Ari leggur mest upp úr að vinna að einhverju sem vekur honum áhuga og með góðu fólki, en viðurkennir að þannig hafi það reyndar verið í leiklistinni. "Eitthvert besta fólk sem ég þekki er starfandi góðir leikarar, en það er jafnframt erfiðasta fólkið til að vinna með. Ef einhverjir eru hégómlegir og sjálfsuppteknir þá eru það leikarar. Öll velgengni er manni sjálfum að þakka en þegar illa gengur er það búningurinn, lýsingin, leikmyndin, höfundurinn.... Kannski er maður á undan sinni samtíð, eða eftir, hver veit, það er aldrei maður sjálfur, það er alveg klárt." Ara líkar mjög vel á nýjum starfsvettvangi og hann segir tekjumöguleika ekki hafa ráðið úrslitum. "Ég hef aldrei stefnt að því að verða ríkur maður, það yrði þá bara bónus. Peningar fá mig ekki til að tikka. Frumskilyrðið er þó að hafa í sig og á og þurfa ekki að hafa sífelldar áhyggjur. Fólk heldur oft að starfið mitt felist í sölumennsku en það er ekki rétt. Markaðsstarf felst í að hjálpa fyrirtækjum að skilgreina þarfir viðskiptavinanna og finna leiðir til að fullnægja þeim á skilvirkari og hagkvæmari hátt en keppinautarnir gera." Ari segist stundum sakna leikhússins, en hann sér ekki eftir neinu. "Ef ég hefði ekki lent í ruglinu í menntaskóla, sem fólst í slæmum félagsskap leiklistaráhugafólks, hefði ég örugglega orðið læknir. En ég er fullkomlega sáttur."
Atvinna Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira