Dásamlegir tímar, eða hvað? Súsanna Svavarsdóttir skrifar 11. október 2004 00:01 Við hér á eyjunni, við erum orðin svo frjáls. Frjáls og hispurslaus eins og almennilegt fólk útlendis. Það er svo að segja allt búið með feimni og pukur. Við getum sagt allt og gert allt – líka í sjónvarpi. Við getum áttað okkur á því hvenær sem er á ævinni að við erum ekki þau sem við höfum haldið okkur vera og bara snúið við blaðinu. Við höfum frelsi til þess. Við getum áttað okkur á því að við erum öðruvísi kynhneigð í dag en í gær, riggað okkur með þá opinberun á næstu sjónvarpsstöð og tjáð okkur, meira að segja dregið krakkakvikindin á eftir okkur til þess að vitna um hvað þeim líði vel með að við séum svona frjáls og lukkuleg. Jú, krakkana. Auðvitað. Það stendur nú á ekki ómerkilegri stað en í boðorðunum tíu að börn eigi að virða föður sinn og móður. Það réttlætir allt sem við foreldrar hugsum, segjum og gerum. Sem betur fer. Þess vegna getum við líka gasprað frammi fyrir alþjóð um gredduna í okkur, trekant og firkant, já allt það kynlíf sem rúmast í flatarmálsfræðinni, án þess að taka tillit til eins eða neins. Það gerir ekkert til þótt börnin okkar séu unglingar þegar við brjótumst út úr því helsi að hossumbossast með röngu kyni, eða of fáum í einu, og tjá okkur um það í mynd, tali og tónum. Unglingar hafa hvort eð er vitað allt um kynlíf frá því í frumbernsku og sleppa því alveg við hið hallærislega rómantíska tímabil unglingsáranna sem einu sinni, á virkilega óupplýstum tímum (je minn, látið mig muna það) þótti hluti af æskilegu þroskaferli hvers einstaklings. Heppin sem við vorum foreldrar að boðorðin sögðu okkur ekki að virða börnin okkar. Þá myndi líf okkar raskast af skyldum og ábyrgð og við yrðum að velta því fyrir okkur hvort það gæti skaðað þau að hlusta á frjálslegt tal um hvatalífið og rétt okkar til þess að láta stjórnast af því. Lífið væri eins þrúgandi og í gamla daga þegar einhverjir asnar töldu æskilegt að varðveita sakleysið. Það er auðvitað miklu betra fyrir börnin að við getum talað upphátt um kynlífskomplexa okkar –óskir og –þrár. Þau verða bara smartari heimsborgarar fyrir vikið. Barnssálin er nú ekki svo brothætt að við foreldrar þurfum að fórna einu né neinu til þess að hún haldist ókrambúleruð. Nú, ef hún skekkist eitthvað þá afneitum við því bara og kennum krakkanum að afneita því líka - kennum ríkisstjórninni, efnahagsumhverfinu, félagslegu misrétti um. Dásamlegir tímar sem við lifum á. Við getum bútað sundur fjölskylduna okkar fyrir hvaða kenndir og hvatir sem er, verið gráðug og gröð, án þess að velta fyrir okkur langtíma afleiðingum á þá sem næstir okkur standa. Sagt þeim að skilja okkur og brosa í dag, endurtaka það næsta dag og þarnæsta – þangað til allir eru farnir að trúa þessari líka gæfu. Enda vita allir að börnum er eðlilegt það sem þau alast upp við. Ef við pillum niður fjölskyldum okkar fyrir hvatir og kenndir, og látum vera að móralísera eitthvað yfir tilfinningum, sakleysi og slíkum óþarfa, er meira en líklegt að þau verði jafn frjáls og við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Við hér á eyjunni, við erum orðin svo frjáls. Frjáls og hispurslaus eins og almennilegt fólk útlendis. Það er svo að segja allt búið með feimni og pukur. Við getum sagt allt og gert allt – líka í sjónvarpi. Við getum áttað okkur á því hvenær sem er á ævinni að við erum ekki þau sem við höfum haldið okkur vera og bara snúið við blaðinu. Við höfum frelsi til þess. Við getum áttað okkur á því að við erum öðruvísi kynhneigð í dag en í gær, riggað okkur með þá opinberun á næstu sjónvarpsstöð og tjáð okkur, meira að segja dregið krakkakvikindin á eftir okkur til þess að vitna um hvað þeim líði vel með að við séum svona frjáls og lukkuleg. Jú, krakkana. Auðvitað. Það stendur nú á ekki ómerkilegri stað en í boðorðunum tíu að börn eigi að virða föður sinn og móður. Það réttlætir allt sem við foreldrar hugsum, segjum og gerum. Sem betur fer. Þess vegna getum við líka gasprað frammi fyrir alþjóð um gredduna í okkur, trekant og firkant, já allt það kynlíf sem rúmast í flatarmálsfræðinni, án þess að taka tillit til eins eða neins. Það gerir ekkert til þótt börnin okkar séu unglingar þegar við brjótumst út úr því helsi að hossumbossast með röngu kyni, eða of fáum í einu, og tjá okkur um það í mynd, tali og tónum. Unglingar hafa hvort eð er vitað allt um kynlíf frá því í frumbernsku og sleppa því alveg við hið hallærislega rómantíska tímabil unglingsáranna sem einu sinni, á virkilega óupplýstum tímum (je minn, látið mig muna það) þótti hluti af æskilegu þroskaferli hvers einstaklings. Heppin sem við vorum foreldrar að boðorðin sögðu okkur ekki að virða börnin okkar. Þá myndi líf okkar raskast af skyldum og ábyrgð og við yrðum að velta því fyrir okkur hvort það gæti skaðað þau að hlusta á frjálslegt tal um hvatalífið og rétt okkar til þess að láta stjórnast af því. Lífið væri eins þrúgandi og í gamla daga þegar einhverjir asnar töldu æskilegt að varðveita sakleysið. Það er auðvitað miklu betra fyrir börnin að við getum talað upphátt um kynlífskomplexa okkar –óskir og –þrár. Þau verða bara smartari heimsborgarar fyrir vikið. Barnssálin er nú ekki svo brothætt að við foreldrar þurfum að fórna einu né neinu til þess að hún haldist ókrambúleruð. Nú, ef hún skekkist eitthvað þá afneitum við því bara og kennum krakkanum að afneita því líka - kennum ríkisstjórninni, efnahagsumhverfinu, félagslegu misrétti um. Dásamlegir tímar sem við lifum á. Við getum bútað sundur fjölskylduna okkar fyrir hvaða kenndir og hvatir sem er, verið gráðug og gröð, án þess að velta fyrir okkur langtíma afleiðingum á þá sem næstir okkur standa. Sagt þeim að skilja okkur og brosa í dag, endurtaka það næsta dag og þarnæsta – þangað til allir eru farnir að trúa þessari líka gæfu. Enda vita allir að börnum er eðlilegt það sem þau alast upp við. Ef við pillum niður fjölskyldum okkar fyrir hvatir og kenndir, og látum vera að móralísera eitthvað yfir tilfinningum, sakleysi og slíkum óþarfa, er meira en líklegt að þau verði jafn frjáls og við.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun