Konur á breytingaskeiði 12. október 2004 00:01 Um einn fjórði kvenna sem hættu að taka inn hormóna eftir að rannsóknir sýndu að þeir gætu valdið aukinni hættu á hjartasjúkdómum og ákveðnum tegundum krabbameins, eru aftur farnar að taka þá inn. "Það er í lagi fyrir konur sem hafa væg einkenni tengd breytingaskeiðinu, eins og hitaköst og skapsveiflur, að taka inn hormóna í litlum skömmtum," segir í skýrslu frá heilbrigðisstofnuninni ACOG í Bandaríkjunum. Stofnunin vill þó að fleiri rannsóknir verði gerðar á náttúrulyfjum, sem þeir segja hafa valdið vonbrigðum sem lausn við fylgikvillum breytingaskeiðsins. Þá vill stofnunin að frekari rannsóknir verði gerðar á hvernig áhrif hormónar hafa á ungar konur. Rannsókn sem sýndi fram á að hormónar ykju líkur á hjartaslagi, heilablóðfalli og krabbameini urðu til þess að fjöldi kvenna hætti að taka inn hormóna fyrir nokkrum árum. Sú rannsókn var gerð á konum þar sem meðalaldurinn var 65 ára og nú telja læknar að frekari rannsókna sé þörf. Dr. Isaac Schiff, stjórnarmaður ACOG, segir að komið hafi í ljós að fjórða hver kona sem hætti á hormónunum hafi byrjað aftur einfaldlega vegna þess að enginn annar kostur hafi verið í boði." Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Um einn fjórði kvenna sem hættu að taka inn hormóna eftir að rannsóknir sýndu að þeir gætu valdið aukinni hættu á hjartasjúkdómum og ákveðnum tegundum krabbameins, eru aftur farnar að taka þá inn. "Það er í lagi fyrir konur sem hafa væg einkenni tengd breytingaskeiðinu, eins og hitaköst og skapsveiflur, að taka inn hormóna í litlum skömmtum," segir í skýrslu frá heilbrigðisstofnuninni ACOG í Bandaríkjunum. Stofnunin vill þó að fleiri rannsóknir verði gerðar á náttúrulyfjum, sem þeir segja hafa valdið vonbrigðum sem lausn við fylgikvillum breytingaskeiðsins. Þá vill stofnunin að frekari rannsóknir verði gerðar á hvernig áhrif hormónar hafa á ungar konur. Rannsókn sem sýndi fram á að hormónar ykju líkur á hjartaslagi, heilablóðfalli og krabbameini urðu til þess að fjöldi kvenna hætti að taka inn hormóna fyrir nokkrum árum. Sú rannsókn var gerð á konum þar sem meðalaldurinn var 65 ára og nú telja læknar að frekari rannsókna sé þörf. Dr. Isaac Schiff, stjórnarmaður ACOG, segir að komið hafi í ljós að fjórða hver kona sem hætti á hormónunum hafi byrjað aftur einfaldlega vegna þess að enginn annar kostur hafi verið í boði."
Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira