"Feiti maðurinn" 12. október 2004 00:01 Lengi vel var talað um "feita manninn" sem táknrænan fyrir þá sem njóta velmegunar. "Feiti maðurinn" átti alla peningana. Vegna þeirra allsnægta gat hann leyft sér að borða framandi vörur eins og hvítan sykur, hvítt hveiti, feitar steikur og annað sem fátæka fólkið hafði ekki efni á. "Feiti maðurinn" var öfundaður. En það hefur breyst. Offita er orðin að gífurlegu heilbrigðisvandamáli. Ég dvaldi sumarlangt hjá Yogi Hari, indverskum manni sem ólst upp í Afríku. Hann var fátækur á sínum yngri árum. Fjölskylda hans borðaði mikið af ávextum og grænmeti. Eini sykurinn sem þau gátu nálgast var hrásykur. Hvíti sykurinn sem hafði verið unnin á Englandi var of dýr. Hér á Íslandi borðaði fátæka fólkið oftar fisk og rótargrænmeti. Lítið var um brauð og sykur. Í dag er þetta að breytast. Þeir sem njóta velmegunar á fjárhagslega sviðinu hugsa orðið meira um heilsuna. Ekki er lengur hægt að sigta út ríka fólkið eftir holdafarinu. Þeir efnameiri greiða nú dýrum dómi fyrir hrásykur og annað það sem þótti varla hæfa fátæklingum á síðustu öld. Vegna offramleiðslu á hvítum sykri og hvítu hveiti er sú vara nú orðin mjög ódýr. Í ljósi þeirra samfélagsbreytinga má ætla að hugtakið "feiti maðurinn" fái nýja merkingu á 21. öldinni og verði tengdara þeim efnaminni en áður. Heilsa Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Lengi vel var talað um "feita manninn" sem táknrænan fyrir þá sem njóta velmegunar. "Feiti maðurinn" átti alla peningana. Vegna þeirra allsnægta gat hann leyft sér að borða framandi vörur eins og hvítan sykur, hvítt hveiti, feitar steikur og annað sem fátæka fólkið hafði ekki efni á. "Feiti maðurinn" var öfundaður. En það hefur breyst. Offita er orðin að gífurlegu heilbrigðisvandamáli. Ég dvaldi sumarlangt hjá Yogi Hari, indverskum manni sem ólst upp í Afríku. Hann var fátækur á sínum yngri árum. Fjölskylda hans borðaði mikið af ávextum og grænmeti. Eini sykurinn sem þau gátu nálgast var hrásykur. Hvíti sykurinn sem hafði verið unnin á Englandi var of dýr. Hér á Íslandi borðaði fátæka fólkið oftar fisk og rótargrænmeti. Lítið var um brauð og sykur. Í dag er þetta að breytast. Þeir sem njóta velmegunar á fjárhagslega sviðinu hugsa orðið meira um heilsuna. Ekki er lengur hægt að sigta út ríka fólkið eftir holdafarinu. Þeir efnameiri greiða nú dýrum dómi fyrir hrásykur og annað það sem þótti varla hæfa fátæklingum á síðustu öld. Vegna offramleiðslu á hvítum sykri og hvítu hveiti er sú vara nú orðin mjög ódýr. Í ljósi þeirra samfélagsbreytinga má ætla að hugtakið "feiti maðurinn" fái nýja merkingu á 21. öldinni og verði tengdara þeim efnaminni en áður.
Heilsa Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira